Stutt sumar hjá Icelandair Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2020 18:50 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð Vísir/vilhelm Farþegafjöldi hjá Icelandair jókst töluvert í byrjun sumars, þegar létt var á ferðatakmörkunum. Þá dróst hann aftur hratt saman þegar hert var á takmörkunum aftur frá og með 19. ágúst. Ekki var jafn mikill samdráttur í fraktflutningum. Í tilkynningu frá félagin segir að heildarfjöldi farþega í júlí hafi verið um 73 þúsund og það hafi verið um fjórfalt meiri en í júní. Þá hafi ágúst farið vel af stað og var útlit fyrir áframhaldandi fjölgun farþega. Eftir 19. ágúst hefur Icelandair þurft að draga töluvert úr flugframboði. Alls voru farþegar Icelandair í ágúst um 67 þúsund, sem er um 88 prósentum minna en í ágúst í fyrra. Um 53 þúsunda farþeganna komu til Íslands og um 13 þúsund fóru frá landinu. Tengiflug á milli Evrópu og Norður-Ameríku var í algjöru lágmarki. Heildarframboð hjá Icelandair minnkaði um 89 prósent á milli ára. Fjöldi farþega hjá Air Iceland Connect var tæplega 13 þúsund í ágústmánuði og fækkaði um 58 prósent á milli ára. Framboð í innanlandsflugi minnkaði um 66 prósent á milli ára. „Þrátt fyrir mikinn samdrátt í farþegaflugi, gekk sumarið að mörgu leyti betur en við höfðum búist við,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, í áðurnefndri tilkynningu. „Farþegafjöldi jókst umtalsvert frá miðjum júní þegar ferðatakmörkunum hafði verið aflétt og fram í ágúst. Jafnframt náðum við að auka tekjur með því að nýta tækifæri í leiguflugi og fraktflutningum á tímabilinu. Nú horfum við hins vegar á mikinn samdrátt í farþegaflugi á ný eftir að takmarkanir á landamærum voru hertar eftir miðjan ágúst. Félagið er þó vel í stakk búið til að takast á við slíkar breytingar og leggjum við höfuðáherslu á að viðhalda sveigjanleika til að geta brugðist hratt við þeirri stöðu sem er uppi á hverjum tíma á mörkuðum Icelandair.“ Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur 1,5 milljarða gjaldþrot og Landsbankinn fékk varla krónu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Sjá meira
Farþegafjöldi hjá Icelandair jókst töluvert í byrjun sumars, þegar létt var á ferðatakmörkunum. Þá dróst hann aftur hratt saman þegar hert var á takmörkunum aftur frá og með 19. ágúst. Ekki var jafn mikill samdráttur í fraktflutningum. Í tilkynningu frá félagin segir að heildarfjöldi farþega í júlí hafi verið um 73 þúsund og það hafi verið um fjórfalt meiri en í júní. Þá hafi ágúst farið vel af stað og var útlit fyrir áframhaldandi fjölgun farþega. Eftir 19. ágúst hefur Icelandair þurft að draga töluvert úr flugframboði. Alls voru farþegar Icelandair í ágúst um 67 þúsund, sem er um 88 prósentum minna en í ágúst í fyrra. Um 53 þúsunda farþeganna komu til Íslands og um 13 þúsund fóru frá landinu. Tengiflug á milli Evrópu og Norður-Ameríku var í algjöru lágmarki. Heildarframboð hjá Icelandair minnkaði um 89 prósent á milli ára. Fjöldi farþega hjá Air Iceland Connect var tæplega 13 þúsund í ágústmánuði og fækkaði um 58 prósent á milli ára. Framboð í innanlandsflugi minnkaði um 66 prósent á milli ára. „Þrátt fyrir mikinn samdrátt í farþegaflugi, gekk sumarið að mörgu leyti betur en við höfðum búist við,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, í áðurnefndri tilkynningu. „Farþegafjöldi jókst umtalsvert frá miðjum júní þegar ferðatakmörkunum hafði verið aflétt og fram í ágúst. Jafnframt náðum við að auka tekjur með því að nýta tækifæri í leiguflugi og fraktflutningum á tímabilinu. Nú horfum við hins vegar á mikinn samdrátt í farþegaflugi á ný eftir að takmarkanir á landamærum voru hertar eftir miðjan ágúst. Félagið er þó vel í stakk búið til að takast á við slíkar breytingar og leggjum við höfuðáherslu á að viðhalda sveigjanleika til að geta brugðist hratt við þeirri stöðu sem er uppi á hverjum tíma á mörkuðum Icelandair.“
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur 1,5 milljarða gjaldþrot og Landsbankinn fékk varla krónu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Sjá meira