Þórsarar sömdu við leikmann sem þeir mega ekki nota Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. september 2020 08:00 Þórsarar fögnuðu sigri í Grill 66-deild karla á síðasta tímabili. MYND/ÁRMANN HINRIK Serbinn Vuk Perovic kemur ekki til nýliða Þórs í Olís-deild karla eins og áætlað var. Þórsarar eru með tvo leikmenn frá löndum utan evrópska efnahagssvæðisins í sínum leikmannahópi, Úkraínumanninn Ihor Kopyshynskyi og Serbann Jovan Kukobat, og því er ekki pláss fyrir Perovic samkvæmt reglum Handknattleikssambands Íslands. „Reglur HSÍ segja að það megi bara vera tveir leikmenn utan EES að spila í hverju liði. HSÍ lét okkur vita fyrir stuttu síðan. Það voru ekki betri upplýsingar sem við fengum þaðan,“ sagði Magnús Eggertsson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, í samtali við Vísi. „Þetta voru bara mistök þannig að við þurfum að leita annað,“ bætti Magnús við. Perovic er 31 árs örvhent skytta sem hefur leikið í Norður-Makedóníu, á Spáni og í Ungverjalandi á ferlinum. Hann getur ekki bætt Íslandi á þann lista, allavega ekki í bili. Þórsarar freista þess nú að finna liðsstyrk fyrir átökin í Olís-deild karla í vetur. „Menn eru að leita innan EES. Það er fullt af leikmönnum þarna úti en þetta er spurning um hvar þú ert tilbúinn taka sénsinn. Við erum að skoða aðra möguleika,“ sagði Magnús. Þrír erlendir leikmenn eru í liði Þórs: Kopyshynskyi, Kukobat og Karolis Stropus sem er frá Litháen, sem er innan EES. Kopyshynskyi er rétthentur hornamaður sem hefur leikið með úkraínska landsliðinu. Hann hefur leikið með Þór, og þar áður Akureyri, undanfarin fjögur ár. Á síðasta tímabili skoraði hann 82 mörk fyrir Þór í Grill 66-deildinni. Kukobat, sem 33 ára markvörður, sem fyrst kom til Íslands árið 2012 og varði mark sameinaðs liðs KA og Þórs, Akureyrar, á árunum 2012-14. Hann lék svo með KA 2017-20 en gekk í raðir Þórs í sumar. Fyrsti leikur Þórs í Olís-deildinni er gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum á fimmtudaginn. Olís-deild karla Þór Akureyri Tengdar fréttir Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Hvaða lið fara á Grillið? (10.-12. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og byrjar á fallbaráttunni. 7. september 2020 13:00 Fram og Val spáð sigri í Olís deildunum Framkonur og Valskarlar verða Íslandsmeistarar í handbolta næsta vor ef marka má spá fyrirliða, forráðamanna og þjálfara liðanna í deildinni. 7. september 2020 12:39 Svona var kynningarfundur Olís-deildanna Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Olís- og Grill 66-deildunum í handbolta var afhjúpuð í dag. 7. september 2020 14:00 Orðinn Þórsari eftir sáttafund með KA Handboltamarkvörðurinn Jovan Kukobat er kominn með félagaskipti á milli erkifjendanna í KA og Þór eftir nokkra bið vegna deilu hans við KA um launamál. 2. september 2020 09:00 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Sjá meira
Serbinn Vuk Perovic kemur ekki til nýliða Þórs í Olís-deild karla eins og áætlað var. Þórsarar eru með tvo leikmenn frá löndum utan evrópska efnahagssvæðisins í sínum leikmannahópi, Úkraínumanninn Ihor Kopyshynskyi og Serbann Jovan Kukobat, og því er ekki pláss fyrir Perovic samkvæmt reglum Handknattleikssambands Íslands. „Reglur HSÍ segja að það megi bara vera tveir leikmenn utan EES að spila í hverju liði. HSÍ lét okkur vita fyrir stuttu síðan. Það voru ekki betri upplýsingar sem við fengum þaðan,“ sagði Magnús Eggertsson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, í samtali við Vísi. „Þetta voru bara mistök þannig að við þurfum að leita annað,“ bætti Magnús við. Perovic er 31 árs örvhent skytta sem hefur leikið í Norður-Makedóníu, á Spáni og í Ungverjalandi á ferlinum. Hann getur ekki bætt Íslandi á þann lista, allavega ekki í bili. Þórsarar freista þess nú að finna liðsstyrk fyrir átökin í Olís-deild karla í vetur. „Menn eru að leita innan EES. Það er fullt af leikmönnum þarna úti en þetta er spurning um hvar þú ert tilbúinn taka sénsinn. Við erum að skoða aðra möguleika,“ sagði Magnús. Þrír erlendir leikmenn eru í liði Þórs: Kopyshynskyi, Kukobat og Karolis Stropus sem er frá Litháen, sem er innan EES. Kopyshynskyi er rétthentur hornamaður sem hefur leikið með úkraínska landsliðinu. Hann hefur leikið með Þór, og þar áður Akureyri, undanfarin fjögur ár. Á síðasta tímabili skoraði hann 82 mörk fyrir Þór í Grill 66-deildinni. Kukobat, sem 33 ára markvörður, sem fyrst kom til Íslands árið 2012 og varði mark sameinaðs liðs KA og Þórs, Akureyrar, á árunum 2012-14. Hann lék svo með KA 2017-20 en gekk í raðir Þórs í sumar. Fyrsti leikur Þórs í Olís-deildinni er gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum á fimmtudaginn.
Olís-deild karla Þór Akureyri Tengdar fréttir Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Hvaða lið fara á Grillið? (10.-12. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og byrjar á fallbaráttunni. 7. september 2020 13:00 Fram og Val spáð sigri í Olís deildunum Framkonur og Valskarlar verða Íslandsmeistarar í handbolta næsta vor ef marka má spá fyrirliða, forráðamanna og þjálfara liðanna í deildinni. 7. september 2020 12:39 Svona var kynningarfundur Olís-deildanna Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Olís- og Grill 66-deildunum í handbolta var afhjúpuð í dag. 7. september 2020 14:00 Orðinn Þórsari eftir sáttafund með KA Handboltamarkvörðurinn Jovan Kukobat er kominn með félagaskipti á milli erkifjendanna í KA og Þór eftir nokkra bið vegna deilu hans við KA um launamál. 2. september 2020 09:00 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Sjá meira
Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Hvaða lið fara á Grillið? (10.-12. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og byrjar á fallbaráttunni. 7. september 2020 13:00
Fram og Val spáð sigri í Olís deildunum Framkonur og Valskarlar verða Íslandsmeistarar í handbolta næsta vor ef marka má spá fyrirliða, forráðamanna og þjálfara liðanna í deildinni. 7. september 2020 12:39
Svona var kynningarfundur Olís-deildanna Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Olís- og Grill 66-deildunum í handbolta var afhjúpuð í dag. 7. september 2020 14:00
Orðinn Þórsari eftir sáttafund með KA Handboltamarkvörðurinn Jovan Kukobat er kominn með félagaskipti á milli erkifjendanna í KA og Þór eftir nokkra bið vegna deilu hans við KA um launamál. 2. september 2020 09:00