Þórsarar sömdu við leikmann sem þeir mega ekki nota Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. september 2020 08:00 Þórsarar fögnuðu sigri í Grill 66-deild karla á síðasta tímabili. MYND/ÁRMANN HINRIK Serbinn Vuk Perovic kemur ekki til nýliða Þórs í Olís-deild karla eins og áætlað var. Þórsarar eru með tvo leikmenn frá löndum utan evrópska efnahagssvæðisins í sínum leikmannahópi, Úkraínumanninn Ihor Kopyshynskyi og Serbann Jovan Kukobat, og því er ekki pláss fyrir Perovic samkvæmt reglum Handknattleikssambands Íslands. „Reglur HSÍ segja að það megi bara vera tveir leikmenn utan EES að spila í hverju liði. HSÍ lét okkur vita fyrir stuttu síðan. Það voru ekki betri upplýsingar sem við fengum þaðan,“ sagði Magnús Eggertsson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, í samtali við Vísi. „Þetta voru bara mistök þannig að við þurfum að leita annað,“ bætti Magnús við. Perovic er 31 árs örvhent skytta sem hefur leikið í Norður-Makedóníu, á Spáni og í Ungverjalandi á ferlinum. Hann getur ekki bætt Íslandi á þann lista, allavega ekki í bili. Þórsarar freista þess nú að finna liðsstyrk fyrir átökin í Olís-deild karla í vetur. „Menn eru að leita innan EES. Það er fullt af leikmönnum þarna úti en þetta er spurning um hvar þú ert tilbúinn taka sénsinn. Við erum að skoða aðra möguleika,“ sagði Magnús. Þrír erlendir leikmenn eru í liði Þórs: Kopyshynskyi, Kukobat og Karolis Stropus sem er frá Litháen, sem er innan EES. Kopyshynskyi er rétthentur hornamaður sem hefur leikið með úkraínska landsliðinu. Hann hefur leikið með Þór, og þar áður Akureyri, undanfarin fjögur ár. Á síðasta tímabili skoraði hann 82 mörk fyrir Þór í Grill 66-deildinni. Kukobat, sem 33 ára markvörður, sem fyrst kom til Íslands árið 2012 og varði mark sameinaðs liðs KA og Þórs, Akureyrar, á árunum 2012-14. Hann lék svo með KA 2017-20 en gekk í raðir Þórs í sumar. Fyrsti leikur Þórs í Olís-deildinni er gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum á fimmtudaginn. Olís-deild karla Þór Akureyri Tengdar fréttir Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Hvaða lið fara á Grillið? (10.-12. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og byrjar á fallbaráttunni. 7. september 2020 13:00 Fram og Val spáð sigri í Olís deildunum Framkonur og Valskarlar verða Íslandsmeistarar í handbolta næsta vor ef marka má spá fyrirliða, forráðamanna og þjálfara liðanna í deildinni. 7. september 2020 12:39 Svona var kynningarfundur Olís-deildanna Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Olís- og Grill 66-deildunum í handbolta var afhjúpuð í dag. 7. september 2020 14:00 Orðinn Þórsari eftir sáttafund með KA Handboltamarkvörðurinn Jovan Kukobat er kominn með félagaskipti á milli erkifjendanna í KA og Þór eftir nokkra bið vegna deilu hans við KA um launamál. 2. september 2020 09:00 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Serbinn Vuk Perovic kemur ekki til nýliða Þórs í Olís-deild karla eins og áætlað var. Þórsarar eru með tvo leikmenn frá löndum utan evrópska efnahagssvæðisins í sínum leikmannahópi, Úkraínumanninn Ihor Kopyshynskyi og Serbann Jovan Kukobat, og því er ekki pláss fyrir Perovic samkvæmt reglum Handknattleikssambands Íslands. „Reglur HSÍ segja að það megi bara vera tveir leikmenn utan EES að spila í hverju liði. HSÍ lét okkur vita fyrir stuttu síðan. Það voru ekki betri upplýsingar sem við fengum þaðan,“ sagði Magnús Eggertsson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, í samtali við Vísi. „Þetta voru bara mistök þannig að við þurfum að leita annað,“ bætti Magnús við. Perovic er 31 árs örvhent skytta sem hefur leikið í Norður-Makedóníu, á Spáni og í Ungverjalandi á ferlinum. Hann getur ekki bætt Íslandi á þann lista, allavega ekki í bili. Þórsarar freista þess nú að finna liðsstyrk fyrir átökin í Olís-deild karla í vetur. „Menn eru að leita innan EES. Það er fullt af leikmönnum þarna úti en þetta er spurning um hvar þú ert tilbúinn taka sénsinn. Við erum að skoða aðra möguleika,“ sagði Magnús. Þrír erlendir leikmenn eru í liði Þórs: Kopyshynskyi, Kukobat og Karolis Stropus sem er frá Litháen, sem er innan EES. Kopyshynskyi er rétthentur hornamaður sem hefur leikið með úkraínska landsliðinu. Hann hefur leikið með Þór, og þar áður Akureyri, undanfarin fjögur ár. Á síðasta tímabili skoraði hann 82 mörk fyrir Þór í Grill 66-deildinni. Kukobat, sem 33 ára markvörður, sem fyrst kom til Íslands árið 2012 og varði mark sameinaðs liðs KA og Þórs, Akureyrar, á árunum 2012-14. Hann lék svo með KA 2017-20 en gekk í raðir Þórs í sumar. Fyrsti leikur Þórs í Olís-deildinni er gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum á fimmtudaginn.
Olís-deild karla Þór Akureyri Tengdar fréttir Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Hvaða lið fara á Grillið? (10.-12. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og byrjar á fallbaráttunni. 7. september 2020 13:00 Fram og Val spáð sigri í Olís deildunum Framkonur og Valskarlar verða Íslandsmeistarar í handbolta næsta vor ef marka má spá fyrirliða, forráðamanna og þjálfara liðanna í deildinni. 7. september 2020 12:39 Svona var kynningarfundur Olís-deildanna Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Olís- og Grill 66-deildunum í handbolta var afhjúpuð í dag. 7. september 2020 14:00 Orðinn Þórsari eftir sáttafund með KA Handboltamarkvörðurinn Jovan Kukobat er kominn með félagaskipti á milli erkifjendanna í KA og Þór eftir nokkra bið vegna deilu hans við KA um launamál. 2. september 2020 09:00 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Hvaða lið fara á Grillið? (10.-12. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og byrjar á fallbaráttunni. 7. september 2020 13:00
Fram og Val spáð sigri í Olís deildunum Framkonur og Valskarlar verða Íslandsmeistarar í handbolta næsta vor ef marka má spá fyrirliða, forráðamanna og þjálfara liðanna í deildinni. 7. september 2020 12:39
Svona var kynningarfundur Olís-deildanna Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Olís- og Grill 66-deildunum í handbolta var afhjúpuð í dag. 7. september 2020 14:00
Orðinn Þórsari eftir sáttafund með KA Handboltamarkvörðurinn Jovan Kukobat er kominn með félagaskipti á milli erkifjendanna í KA og Þór eftir nokkra bið vegna deilu hans við KA um launamál. 2. september 2020 09:00