Þurfi að gefa fólki tækifæri til að lifa eðlilegu lífi innanlands Sylvía Hall skrifar 6. september 2020 14:00 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenski erfðagreiningar, segir ljóst að það væri óskynsamlegt að skipta út sóttkví fyrir heimskomusmitgát milli skimana eftir komuna til landsins. Sjö einstaklingar hefðu greinst með virkt smit í seinni skimun eftir komuna til landsins, sem væri um það bil einn af hverjum þúsund. Þá væru betri úrræði fyrir hendi til þess að sjá til þess að fólk virti sóttkvíarskyldu. Kári var gestur Silfursins ásamt Jóni Ívari Eyþórssyni, prófessor við læknadeild Harvard-háskóla. Jón Ívar hefur undanfarið skrifað greinar í Morgunblaðið þar sem hann beinir sjónum sínum að aðgerðum yfirvalda í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn, og þá einna helst að aðgerðum á landamærunum sem hann telur of harðar. Kári svaraði þó vangaveltum Jóns Ívars fyrr í vikunni. Jón Ívar sagði ljóst að dánartíðni vegna veirunnar væri mun lægri en talið var í upphafi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafi áætlað í fyrstu að dánartíðnin væri um 3,2 prósent en hún væri í raun um 0,2 prósent. Kári sagði það vissulega vera rétt, en hún væri þó mun hærri á meðal fólks yfir 85 ára, eða um 25 prósent. Jón Ívar væri jafnframt að „snúa allskonar hlutum á hvolf“. „Við erum með ansi stóran hóp af fólki sem er 85 ára og eldri. Það væri dapurlegt að fara að taka upp ætternisstapa aftur og henda gamla fólkinu fram af hömrum – það viljum við ekki,“ sagði Kári. Mikilvægt að fólk geti lifað eðlilegu lífi Jón Ívar er prófessur við læknadeild Harvard-háskóla.Facebook Jón Ívar benti á að samhliða aðgerðum innanlands væru ýmis önnur vandamál að koma upp. Afleiðingar þeirra væru að til að mynda aukið heimilisofbeldi og hærri sjálfsvígstíðni. „Þá var ég bara að tala um heilsufarslegar afleiðingar en auðvitað eru efnahagslegar afleiðingar líka.“ „Það er sem ég er að benda á er í rauninni bara að það sé mikilvægt að þeir sem taka ákvarðanir viti hver raunverulega talan er, því það þarf að taka ákveðna heildarmynd í þetta,“ sagði Jón Ívar. Kári tók undir þá skoðun Jóns Ívars að gæta þyrfti hófs í öllum aðgerðum. Heimilisofbeldi hefði vissulega aukist en það væri röng nálgun að ætla að slaka á aðgerðum við landamærin til þess að sporna gegn því. „Aðferðin til þess að minnka þetta er að gefa fólkinu í landinu tækifæri til þess að lifa eðlilegu lífi, þurfa ekki að vera í sóttkví og þurfa ekki að loka sig inni, geta snert hvort annað, geta farið á tónleika, geta stundað skólalíf á eðlilegan hátt,“ sagði Kári og bætti við að enn væri langt í land hvað það varðar. Fjarkennsla væri víða og samkomutakmarkanir enn í gildi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir ótækt að bera dánarlíkur Covid-sjúklinga saman við bílslys eða hjartasjúkdóma Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, segir að í grein Jóns Ívars Einarssonar, prófessors við læknadeild Harvard-háskóla, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, sé gert lítið úr hættunni sem stafar af Covid-19 og kórónuveirufaraldrinum. 29. ágúst 2020 23:22 Fólk gæti hætt að fylgja reglunum verði gengið of langt Jón Ívar Einarsson, íslenskur prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, telur nýtt fyrirkomulag við skimun á landamærunum þrengja of mikið að frelsi borgaranna. 29. ágúst 2020 12:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Sviptir Harris vernd Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Fleiri fréttir Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenski erfðagreiningar, segir ljóst að það væri óskynsamlegt að skipta út sóttkví fyrir heimskomusmitgát milli skimana eftir komuna til landsins. Sjö einstaklingar hefðu greinst með virkt smit í seinni skimun eftir komuna til landsins, sem væri um það bil einn af hverjum þúsund. Þá væru betri úrræði fyrir hendi til þess að sjá til þess að fólk virti sóttkvíarskyldu. Kári var gestur Silfursins ásamt Jóni Ívari Eyþórssyni, prófessor við læknadeild Harvard-háskóla. Jón Ívar hefur undanfarið skrifað greinar í Morgunblaðið þar sem hann beinir sjónum sínum að aðgerðum yfirvalda í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn, og þá einna helst að aðgerðum á landamærunum sem hann telur of harðar. Kári svaraði þó vangaveltum Jóns Ívars fyrr í vikunni. Jón Ívar sagði ljóst að dánartíðni vegna veirunnar væri mun lægri en talið var í upphafi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafi áætlað í fyrstu að dánartíðnin væri um 3,2 prósent en hún væri í raun um 0,2 prósent. Kári sagði það vissulega vera rétt, en hún væri þó mun hærri á meðal fólks yfir 85 ára, eða um 25 prósent. Jón Ívar væri jafnframt að „snúa allskonar hlutum á hvolf“. „Við erum með ansi stóran hóp af fólki sem er 85 ára og eldri. Það væri dapurlegt að fara að taka upp ætternisstapa aftur og henda gamla fólkinu fram af hömrum – það viljum við ekki,“ sagði Kári. Mikilvægt að fólk geti lifað eðlilegu lífi Jón Ívar er prófessur við læknadeild Harvard-háskóla.Facebook Jón Ívar benti á að samhliða aðgerðum innanlands væru ýmis önnur vandamál að koma upp. Afleiðingar þeirra væru að til að mynda aukið heimilisofbeldi og hærri sjálfsvígstíðni. „Þá var ég bara að tala um heilsufarslegar afleiðingar en auðvitað eru efnahagslegar afleiðingar líka.“ „Það er sem ég er að benda á er í rauninni bara að það sé mikilvægt að þeir sem taka ákvarðanir viti hver raunverulega talan er, því það þarf að taka ákveðna heildarmynd í þetta,“ sagði Jón Ívar. Kári tók undir þá skoðun Jóns Ívars að gæta þyrfti hófs í öllum aðgerðum. Heimilisofbeldi hefði vissulega aukist en það væri röng nálgun að ætla að slaka á aðgerðum við landamærin til þess að sporna gegn því. „Aðferðin til þess að minnka þetta er að gefa fólkinu í landinu tækifæri til þess að lifa eðlilegu lífi, þurfa ekki að vera í sóttkví og þurfa ekki að loka sig inni, geta snert hvort annað, geta farið á tónleika, geta stundað skólalíf á eðlilegan hátt,“ sagði Kári og bætti við að enn væri langt í land hvað það varðar. Fjarkennsla væri víða og samkomutakmarkanir enn í gildi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir ótækt að bera dánarlíkur Covid-sjúklinga saman við bílslys eða hjartasjúkdóma Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, segir að í grein Jóns Ívars Einarssonar, prófessors við læknadeild Harvard-háskóla, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, sé gert lítið úr hættunni sem stafar af Covid-19 og kórónuveirufaraldrinum. 29. ágúst 2020 23:22 Fólk gæti hætt að fylgja reglunum verði gengið of langt Jón Ívar Einarsson, íslenskur prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, telur nýtt fyrirkomulag við skimun á landamærunum þrengja of mikið að frelsi borgaranna. 29. ágúst 2020 12:00 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Sviptir Harris vernd Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Fleiri fréttir Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sjá meira
Segir ótækt að bera dánarlíkur Covid-sjúklinga saman við bílslys eða hjartasjúkdóma Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, segir að í grein Jóns Ívars Einarssonar, prófessors við læknadeild Harvard-háskóla, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, sé gert lítið úr hættunni sem stafar af Covid-19 og kórónuveirufaraldrinum. 29. ágúst 2020 23:22
Fólk gæti hætt að fylgja reglunum verði gengið of langt Jón Ívar Einarsson, íslenskur prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, telur nýtt fyrirkomulag við skimun á landamærunum þrengja of mikið að frelsi borgaranna. 29. ágúst 2020 12:00