Þurfi að gefa fólki tækifæri til að lifa eðlilegu lífi innanlands Sylvía Hall skrifar 6. september 2020 14:00 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenski erfðagreiningar, segir ljóst að það væri óskynsamlegt að skipta út sóttkví fyrir heimskomusmitgát milli skimana eftir komuna til landsins. Sjö einstaklingar hefðu greinst með virkt smit í seinni skimun eftir komuna til landsins, sem væri um það bil einn af hverjum þúsund. Þá væru betri úrræði fyrir hendi til þess að sjá til þess að fólk virti sóttkvíarskyldu. Kári var gestur Silfursins ásamt Jóni Ívari Eyþórssyni, prófessor við læknadeild Harvard-háskóla. Jón Ívar hefur undanfarið skrifað greinar í Morgunblaðið þar sem hann beinir sjónum sínum að aðgerðum yfirvalda í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn, og þá einna helst að aðgerðum á landamærunum sem hann telur of harðar. Kári svaraði þó vangaveltum Jóns Ívars fyrr í vikunni. Jón Ívar sagði ljóst að dánartíðni vegna veirunnar væri mun lægri en talið var í upphafi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafi áætlað í fyrstu að dánartíðnin væri um 3,2 prósent en hún væri í raun um 0,2 prósent. Kári sagði það vissulega vera rétt, en hún væri þó mun hærri á meðal fólks yfir 85 ára, eða um 25 prósent. Jón Ívar væri jafnframt að „snúa allskonar hlutum á hvolf“. „Við erum með ansi stóran hóp af fólki sem er 85 ára og eldri. Það væri dapurlegt að fara að taka upp ætternisstapa aftur og henda gamla fólkinu fram af hömrum – það viljum við ekki,“ sagði Kári. Mikilvægt að fólk geti lifað eðlilegu lífi Jón Ívar er prófessur við læknadeild Harvard-háskóla.Facebook Jón Ívar benti á að samhliða aðgerðum innanlands væru ýmis önnur vandamál að koma upp. Afleiðingar þeirra væru að til að mynda aukið heimilisofbeldi og hærri sjálfsvígstíðni. „Þá var ég bara að tala um heilsufarslegar afleiðingar en auðvitað eru efnahagslegar afleiðingar líka.“ „Það er sem ég er að benda á er í rauninni bara að það sé mikilvægt að þeir sem taka ákvarðanir viti hver raunverulega talan er, því það þarf að taka ákveðna heildarmynd í þetta,“ sagði Jón Ívar. Kári tók undir þá skoðun Jóns Ívars að gæta þyrfti hófs í öllum aðgerðum. Heimilisofbeldi hefði vissulega aukist en það væri röng nálgun að ætla að slaka á aðgerðum við landamærin til þess að sporna gegn því. „Aðferðin til þess að minnka þetta er að gefa fólkinu í landinu tækifæri til þess að lifa eðlilegu lífi, þurfa ekki að vera í sóttkví og þurfa ekki að loka sig inni, geta snert hvort annað, geta farið á tónleika, geta stundað skólalíf á eðlilegan hátt,“ sagði Kári og bætti við að enn væri langt í land hvað það varðar. Fjarkennsla væri víða og samkomutakmarkanir enn í gildi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir ótækt að bera dánarlíkur Covid-sjúklinga saman við bílslys eða hjartasjúkdóma Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, segir að í grein Jóns Ívars Einarssonar, prófessors við læknadeild Harvard-háskóla, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, sé gert lítið úr hættunni sem stafar af Covid-19 og kórónuveirufaraldrinum. 29. ágúst 2020 23:22 Fólk gæti hætt að fylgja reglunum verði gengið of langt Jón Ívar Einarsson, íslenskur prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, telur nýtt fyrirkomulag við skimun á landamærunum þrengja of mikið að frelsi borgaranna. 29. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenski erfðagreiningar, segir ljóst að það væri óskynsamlegt að skipta út sóttkví fyrir heimskomusmitgát milli skimana eftir komuna til landsins. Sjö einstaklingar hefðu greinst með virkt smit í seinni skimun eftir komuna til landsins, sem væri um það bil einn af hverjum þúsund. Þá væru betri úrræði fyrir hendi til þess að sjá til þess að fólk virti sóttkvíarskyldu. Kári var gestur Silfursins ásamt Jóni Ívari Eyþórssyni, prófessor við læknadeild Harvard-háskóla. Jón Ívar hefur undanfarið skrifað greinar í Morgunblaðið þar sem hann beinir sjónum sínum að aðgerðum yfirvalda í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn, og þá einna helst að aðgerðum á landamærunum sem hann telur of harðar. Kári svaraði þó vangaveltum Jóns Ívars fyrr í vikunni. Jón Ívar sagði ljóst að dánartíðni vegna veirunnar væri mun lægri en talið var í upphafi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafi áætlað í fyrstu að dánartíðnin væri um 3,2 prósent en hún væri í raun um 0,2 prósent. Kári sagði það vissulega vera rétt, en hún væri þó mun hærri á meðal fólks yfir 85 ára, eða um 25 prósent. Jón Ívar væri jafnframt að „snúa allskonar hlutum á hvolf“. „Við erum með ansi stóran hóp af fólki sem er 85 ára og eldri. Það væri dapurlegt að fara að taka upp ætternisstapa aftur og henda gamla fólkinu fram af hömrum – það viljum við ekki,“ sagði Kári. Mikilvægt að fólk geti lifað eðlilegu lífi Jón Ívar er prófessur við læknadeild Harvard-háskóla.Facebook Jón Ívar benti á að samhliða aðgerðum innanlands væru ýmis önnur vandamál að koma upp. Afleiðingar þeirra væru að til að mynda aukið heimilisofbeldi og hærri sjálfsvígstíðni. „Þá var ég bara að tala um heilsufarslegar afleiðingar en auðvitað eru efnahagslegar afleiðingar líka.“ „Það er sem ég er að benda á er í rauninni bara að það sé mikilvægt að þeir sem taka ákvarðanir viti hver raunverulega talan er, því það þarf að taka ákveðna heildarmynd í þetta,“ sagði Jón Ívar. Kári tók undir þá skoðun Jóns Ívars að gæta þyrfti hófs í öllum aðgerðum. Heimilisofbeldi hefði vissulega aukist en það væri röng nálgun að ætla að slaka á aðgerðum við landamærin til þess að sporna gegn því. „Aðferðin til þess að minnka þetta er að gefa fólkinu í landinu tækifæri til þess að lifa eðlilegu lífi, þurfa ekki að vera í sóttkví og þurfa ekki að loka sig inni, geta snert hvort annað, geta farið á tónleika, geta stundað skólalíf á eðlilegan hátt,“ sagði Kári og bætti við að enn væri langt í land hvað það varðar. Fjarkennsla væri víða og samkomutakmarkanir enn í gildi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir ótækt að bera dánarlíkur Covid-sjúklinga saman við bílslys eða hjartasjúkdóma Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, segir að í grein Jóns Ívars Einarssonar, prófessors við læknadeild Harvard-háskóla, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, sé gert lítið úr hættunni sem stafar af Covid-19 og kórónuveirufaraldrinum. 29. ágúst 2020 23:22 Fólk gæti hætt að fylgja reglunum verði gengið of langt Jón Ívar Einarsson, íslenskur prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, telur nýtt fyrirkomulag við skimun á landamærunum þrengja of mikið að frelsi borgaranna. 29. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Segir ótækt að bera dánarlíkur Covid-sjúklinga saman við bílslys eða hjartasjúkdóma Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum, segir að í grein Jóns Ívars Einarssonar, prófessors við læknadeild Harvard-háskóla, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, sé gert lítið úr hættunni sem stafar af Covid-19 og kórónuveirufaraldrinum. 29. ágúst 2020 23:22
Fólk gæti hætt að fylgja reglunum verði gengið of langt Jón Ívar Einarsson, íslenskur prófessor við læknadeild Harvard-háskóla, telur nýtt fyrirkomulag við skimun á landamærunum þrengja of mikið að frelsi borgaranna. 29. ágúst 2020 12:00