Sir Mo Farah og Sifan Hassan settu heimsmet í kvöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2020 23:30 Sir Mo Farah setti heimsmet í kvöld. Gregory Van Gansen/Getty Images Sir Mo Farah var meðal keppenda á Demantsmóti í frjálsum íþróttum í Brussel í kvöld. Gerði hann sér lítið fyrir og sló heimsmet. Er þetta hans fyrsta heimsmet á ferlinum. Sömu sögu er að segja af Sifan Hassan sem sló metið í sömu grein kvennamegin. WORLD RECORD Mo #Farah sets a new WR of 21.330km in the One Hour. #BrusselsDL pic.twitter.com/kPyYTNLReh— Wanda Diamond League (@Diamond_League) September 4, 2020 Hinn 37 ára gamli Farah er einn virtasti langhlaupari sögunnar. Segir það sitt að hann hafi hlotið nafnbótina „Sir.“ Hann hætti brautarhlaupum árið 2017 og snéri sér alfarið að maraþonhlaupum. Hann dró ákvörðun sína til baka og stefndi á Ólympíuleikana í Tókýó sem fram áttu að fara á þessu ári. Hann hefur greinilega haldið sér við en í kvöld setti hann heimsmet í svokölluðu klukkustundarhlaupi. Þar hlaupa keppendur einfaldlega jafn mikið og þeir geta á einum klukkutíma. Alls hljóp Farah 21,330 metra eða 21.3 kílómeter, sem er heimsmet. Farah er sigursælasti frjálsíþróttamaður Breta á Ólympíuleikum frá upphafi en þetta var hans fyrsta heimsmet. Sannast þar með gamalkunna vísan að lengi lifir í gömlum glæðum. Sifan Hassan of the Netherlands broke the rarely run one-hour world record on Friday by covering 18.930 kilometres https://t.co/CkY7TVa61j— CBC Olympics (@CBCOlympics) September 4, 2020 Þá féll heimsmetið einnig í sömu grein kvennamegin. Hin hollenska Sifan Hassan gerði sér lítið fyrir og hljóp 18,930 metra á einum klukkutíma. BBC greindi frá. Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira
Sir Mo Farah var meðal keppenda á Demantsmóti í frjálsum íþróttum í Brussel í kvöld. Gerði hann sér lítið fyrir og sló heimsmet. Er þetta hans fyrsta heimsmet á ferlinum. Sömu sögu er að segja af Sifan Hassan sem sló metið í sömu grein kvennamegin. WORLD RECORD Mo #Farah sets a new WR of 21.330km in the One Hour. #BrusselsDL pic.twitter.com/kPyYTNLReh— Wanda Diamond League (@Diamond_League) September 4, 2020 Hinn 37 ára gamli Farah er einn virtasti langhlaupari sögunnar. Segir það sitt að hann hafi hlotið nafnbótina „Sir.“ Hann hætti brautarhlaupum árið 2017 og snéri sér alfarið að maraþonhlaupum. Hann dró ákvörðun sína til baka og stefndi á Ólympíuleikana í Tókýó sem fram áttu að fara á þessu ári. Hann hefur greinilega haldið sér við en í kvöld setti hann heimsmet í svokölluðu klukkustundarhlaupi. Þar hlaupa keppendur einfaldlega jafn mikið og þeir geta á einum klukkutíma. Alls hljóp Farah 21,330 metra eða 21.3 kílómeter, sem er heimsmet. Farah er sigursælasti frjálsíþróttamaður Breta á Ólympíuleikum frá upphafi en þetta var hans fyrsta heimsmet. Sannast þar með gamalkunna vísan að lengi lifir í gömlum glæðum. Sifan Hassan of the Netherlands broke the rarely run one-hour world record on Friday by covering 18.930 kilometres https://t.co/CkY7TVa61j— CBC Olympics (@CBCOlympics) September 4, 2020 Þá féll heimsmetið einnig í sömu grein kvennamegin. Hin hollenska Sifan Hassan gerði sér lítið fyrir og hljóp 18,930 metra á einum klukkutíma. BBC greindi frá.
Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira