Fá útköll þrátt fyrir að veðurspá um vonskuveður hafi gengið eftir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. september 2020 12:14 Þrátt fyrir að veðurspáin fyrir liðna nótt hafi gengið eftir, í öllum meginatriðum, má telja útköll björgunarsveita landsins vegna vonskuveðursins á fingrum annarrar handar. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að Íslendingar, að því er virðist, séu orðnir fremur sjóaðir í að bregðast skjótt við viðvörunum. Ljósmyndin sýnir björgunarsveit að störfum í óveðri frá liðnum vetri. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að veðurspáin fyrir liðna nótt hafi gengið eftir, í öllum meginatriðum, má telja útköll björgunarsveita landsins vegna vonskuveðursins á fingrum annarrar handar. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að Íslendingar, að því er virðist, séu orðnir fremur sjóaðir í að bregðast skjótt við viðvörunum. Í gær lýsti Ríkislögreglustjóri yfir óvissustigi vegna norðanhríðar norðaustan til. Eiríkur Örn Jóhannsson er veðurfræðingur hjá Veðurstofu íslands. „Spáin gekk eftir í öllum megindráttum. Það var töluvert hvasst víða og talsverð rigning og snjókoma til fjalla. Fimmtán sentímetrar af snjó mældust á Grímsstöðum á fjöllum.“ Í morgun breyttust appelsínugular viðvaranir á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi í gular. Auk þess verða gular viðvaranir á miðhálendinu, Suðausturlandi og á Austfjörðum. Hvassast verður á Suðausturlandi 15-23 m/s en 30-35 m/sek í vindhviðum. Það dregur síðan hægt úr vindi og úrkomu síðdegis og gulu viðvaranirnar falla úr gildi, ein af annarri, eftir klukkan 20.00 í kvöld, fyrst norðaustantil en síðast Suðaustanlands og á Austfjörðum. Í nótt snjóaði talsvert á norðanverðu hálendinu. Þar er skafrenningur og vetrarástand. Ekki talið hentugt til ferðalaga. Þá er krapi á Mývatns-og Möðrudalsöræfum, á Vopnafjarðarheiði og á Hellisheiði eystri. Sæþór Gunnsteinsson, gangnaforingi á Þeistareykjum, segir að féð til fjalla beri sig merkilega vel en hópur norðlenskra bænda náði að smala kindunum niður fyrir svæðið þar sem snjóhríðin var mest.Vísir/Sæþór Veðurstofan varaði bændur norðaustantil við snjóhríð sem gæti skapað vandræði fyrir sauðfé. Fréttastofa ræddi í gær við Sæþór Gunnsteinsson, gangnaforingja á Þeistareykjum en hópur norðlenskra sauðfjárbænda var í kapphlaupi við tímann í gær og í morgun að færa féð niður fyrir snjólínu. Sæþór sagði í samtali við fréttastofu í morgun að þeim hefði tekist að smala fénu niður fyrir versta svæðið og að féð bæri sig merkilega vel þrátt fyrir smá fönn. Hann væri ákaflega ánægður með dagsverkið. En þrátt fyrir óveðrið í nótt fóru björgunarsveitir víða um land í örfá útköll, öll tengd foki á lausamunum. „Nóttin hjá björgunarsveitunum gekk nú frekar vel og var róleg miðað við veðrið sem gekk yfir landið þannig að við bara fögnum því. Það sem við tökum út úr því er að fólk hafi meðtekið skilaboðin og gert ráðstafanir til að minnka þær afleiðingar sem veðrið hafði á nærumhverfi fólks,“ sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Veður Tengdar fréttir Snjó festi á fjallvegum norðaustanlands Fyrsti snjór vetrarins féll í gær á norðaustanverðu landinu. 4. september 2020 06:51 Gangnamenn í kappi við tímann á Þeistareykjum Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld. 3. september 2020 12:19 Óvissustigi lýst yfir vegna norðanhríðar Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna norðanhríðar sem spáð er að gangi yfir landið seint í dag og fram eftir föstudegi. 3. september 2020 11:14 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Þrátt fyrir að veðurspáin fyrir liðna nótt hafi gengið eftir, í öllum meginatriðum, má telja útköll björgunarsveita landsins vegna vonskuveðursins á fingrum annarrar handar. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að Íslendingar, að því er virðist, séu orðnir fremur sjóaðir í að bregðast skjótt við viðvörunum. Í gær lýsti Ríkislögreglustjóri yfir óvissustigi vegna norðanhríðar norðaustan til. Eiríkur Örn Jóhannsson er veðurfræðingur hjá Veðurstofu íslands. „Spáin gekk eftir í öllum megindráttum. Það var töluvert hvasst víða og talsverð rigning og snjókoma til fjalla. Fimmtán sentímetrar af snjó mældust á Grímsstöðum á fjöllum.“ Í morgun breyttust appelsínugular viðvaranir á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi í gular. Auk þess verða gular viðvaranir á miðhálendinu, Suðausturlandi og á Austfjörðum. Hvassast verður á Suðausturlandi 15-23 m/s en 30-35 m/sek í vindhviðum. Það dregur síðan hægt úr vindi og úrkomu síðdegis og gulu viðvaranirnar falla úr gildi, ein af annarri, eftir klukkan 20.00 í kvöld, fyrst norðaustantil en síðast Suðaustanlands og á Austfjörðum. Í nótt snjóaði talsvert á norðanverðu hálendinu. Þar er skafrenningur og vetrarástand. Ekki talið hentugt til ferðalaga. Þá er krapi á Mývatns-og Möðrudalsöræfum, á Vopnafjarðarheiði og á Hellisheiði eystri. Sæþór Gunnsteinsson, gangnaforingi á Þeistareykjum, segir að féð til fjalla beri sig merkilega vel en hópur norðlenskra bænda náði að smala kindunum niður fyrir svæðið þar sem snjóhríðin var mest.Vísir/Sæþór Veðurstofan varaði bændur norðaustantil við snjóhríð sem gæti skapað vandræði fyrir sauðfé. Fréttastofa ræddi í gær við Sæþór Gunnsteinsson, gangnaforingja á Þeistareykjum en hópur norðlenskra sauðfjárbænda var í kapphlaupi við tímann í gær og í morgun að færa féð niður fyrir snjólínu. Sæþór sagði í samtali við fréttastofu í morgun að þeim hefði tekist að smala fénu niður fyrir versta svæðið og að féð bæri sig merkilega vel þrátt fyrir smá fönn. Hann væri ákaflega ánægður með dagsverkið. En þrátt fyrir óveðrið í nótt fóru björgunarsveitir víða um land í örfá útköll, öll tengd foki á lausamunum. „Nóttin hjá björgunarsveitunum gekk nú frekar vel og var róleg miðað við veðrið sem gekk yfir landið þannig að við bara fögnum því. Það sem við tökum út úr því er að fólk hafi meðtekið skilaboðin og gert ráðstafanir til að minnka þær afleiðingar sem veðrið hafði á nærumhverfi fólks,“ sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.
Veður Tengdar fréttir Snjó festi á fjallvegum norðaustanlands Fyrsti snjór vetrarins féll í gær á norðaustanverðu landinu. 4. september 2020 06:51 Gangnamenn í kappi við tímann á Þeistareykjum Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld. 3. september 2020 12:19 Óvissustigi lýst yfir vegna norðanhríðar Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna norðanhríðar sem spáð er að gangi yfir landið seint í dag og fram eftir föstudegi. 3. september 2020 11:14 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Sjá meira
Snjó festi á fjallvegum norðaustanlands Fyrsti snjór vetrarins féll í gær á norðaustanverðu landinu. 4. september 2020 06:51
Gangnamenn í kappi við tímann á Þeistareykjum Hátt í tuttugu manna hópur norðlenskra sauðfjárbænda er staddur við Þeistareykjabungu til að smala sauðfé. Skyggni er lélegt og úrkoma mikil. Bændurnir eru í kapphlaupi við tímann því síðdegis er von á vonskuveðri og appelsínugular veðurviðvaranir virkjast í kvöld. 3. september 2020 12:19
Óvissustigi lýst yfir vegna norðanhríðar Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna norðanhríðar sem spáð er að gangi yfir landið seint í dag og fram eftir föstudegi. 3. september 2020 11:14