Vill auðvelda ferðafólki að sjá einu konungsgröfina á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 3. september 2020 22:22 Sveinn í Kálfskinni við gröf Hræreks konungs. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Ekkert aðgengi er fyrir ferðamenn að einu konungsgröfinni sem vitað er um á Íslandi. Heimamenn á Árskógsströnd við Eyjafjörð vilja bæta úr þessu með gerð áningarstaðar þar sem menn geti kynnst skrautlegri sögu norsks fylkiskonungs sem fyrir þúsund árum var fluttur nauðugur til Íslands. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Konungsgröfin er við alfaraleið milli Dalvíkur og Akureyrar, í landi Kálfskinns. Hún er um það bil 400 metra frá þjóðveginum um Árskógsströnd. Það eru þó fáir sem koma að henni og sennilega ekki hátt hlutfall þjóðarinnar sem veit af henni. Sveinn Jónsson, fyrrverandi oddviti sveitarinnar, sem bjó í Kálfskinni í 75 ár, sýnir okkur gröfina, sem er einstök hérlendis. „Þetta er einasta konungsgröf að talið er á Íslandi,“ segir Sveinn. Talið er að Hrærekur konungur hafi komið að Kálfskinni í kringum árið 1020.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Á minningarsteini við gröfina stendur: „Hér er talið að Hrærekur konungur Dagsson frá Heiðmörk í Noregi sé grafinn. Dáinn að Kálfskinni um 1022.“ Neðar á smærra letri segir að steininn reisti Lionsklúbburinn Hrærekur árið 1976. Sagt er frá Hræreki í Heimskringlu, konungasögum Snorra Sturlusonar, Ólafs sögu helga. Þar kemur fram að Hrærekur hafi misst konungdæmi sitt á Heiðmörk eftir átök við annan norskan konung, Ólaf digra. „Ólafur yfirbugaði Hrærek, stakk úr honum augun og ætlaði að senda hann til Grænlands til að losna við hann,“ segir Sveinn. Ólafur fól íslenskum manni, Þórarni Nefjólssyni, að koma Hræreki úr landi með þessum orðum: „Að þú flytjir Hrærek til Grænlands og færir hann Leifi Eiríkssyni,“ segir í sögunni. „Þeir lenda í hafvillum og lenda á Íslandi,“ segir Sveinn. Hrærekur tók fyrst land í Breiðafirði, dvaldi síðan að Möðruvöllum í Eyjafirði en kom svo að Kálfskinni í kringum árið 1020, fyrir réttum þúsund árum. „Og hér dó hann eftir tvö ár og er grafinn hér. Og það er svo sem alveg sýnileg gröfin hans,“ segir Sveinn í Kálfskinni. Minningarskjöldur um Hrærek er við konungsgröfina, sem er friðlýst sem fornminjar.Stöð 2/Arnar Halldórsson. En það er erfitt fyrir ferðamenn að komast að gröfinni, þar er ekki einu sinni útskot fyrir bíla eða rútur. „Það er búið að teikna fallegan áningarstað. En það er ekkert fjármagn til að laga til svo að rútur og bílar geti verið þar og fólk gengið hérna. Ég hef að vísu mjög oft farið hér með ferðamenn, sérstaklega Norðmenn. Og ég hefði gjarnan viljað að Íslendingar vissu af þessu.“ Sveinn rifjar upp orð norsks læknis, sem kom að gröfinni. „Þá segir hann svona ósköp látlaust: Er þetta virðingin sem þið sýnið eina konungi sem grafinn er á Íslandi?“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Dalvíkurbyggð Noregur Fornminjar Ferðamennska á Íslandi Kóngafólk Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Ekkert aðgengi er fyrir ferðamenn að einu konungsgröfinni sem vitað er um á Íslandi. Heimamenn á Árskógsströnd við Eyjafjörð vilja bæta úr þessu með gerð áningarstaðar þar sem menn geti kynnst skrautlegri sögu norsks fylkiskonungs sem fyrir þúsund árum var fluttur nauðugur til Íslands. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Konungsgröfin er við alfaraleið milli Dalvíkur og Akureyrar, í landi Kálfskinns. Hún er um það bil 400 metra frá þjóðveginum um Árskógsströnd. Það eru þó fáir sem koma að henni og sennilega ekki hátt hlutfall þjóðarinnar sem veit af henni. Sveinn Jónsson, fyrrverandi oddviti sveitarinnar, sem bjó í Kálfskinni í 75 ár, sýnir okkur gröfina, sem er einstök hérlendis. „Þetta er einasta konungsgröf að talið er á Íslandi,“ segir Sveinn. Talið er að Hrærekur konungur hafi komið að Kálfskinni í kringum árið 1020.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Á minningarsteini við gröfina stendur: „Hér er talið að Hrærekur konungur Dagsson frá Heiðmörk í Noregi sé grafinn. Dáinn að Kálfskinni um 1022.“ Neðar á smærra letri segir að steininn reisti Lionsklúbburinn Hrærekur árið 1976. Sagt er frá Hræreki í Heimskringlu, konungasögum Snorra Sturlusonar, Ólafs sögu helga. Þar kemur fram að Hrærekur hafi misst konungdæmi sitt á Heiðmörk eftir átök við annan norskan konung, Ólaf digra. „Ólafur yfirbugaði Hrærek, stakk úr honum augun og ætlaði að senda hann til Grænlands til að losna við hann,“ segir Sveinn. Ólafur fól íslenskum manni, Þórarni Nefjólssyni, að koma Hræreki úr landi með þessum orðum: „Að þú flytjir Hrærek til Grænlands og færir hann Leifi Eiríkssyni,“ segir í sögunni. „Þeir lenda í hafvillum og lenda á Íslandi,“ segir Sveinn. Hrærekur tók fyrst land í Breiðafirði, dvaldi síðan að Möðruvöllum í Eyjafirði en kom svo að Kálfskinni í kringum árið 1020, fyrir réttum þúsund árum. „Og hér dó hann eftir tvö ár og er grafinn hér. Og það er svo sem alveg sýnileg gröfin hans,“ segir Sveinn í Kálfskinni. Minningarskjöldur um Hrærek er við konungsgröfina, sem er friðlýst sem fornminjar.Stöð 2/Arnar Halldórsson. En það er erfitt fyrir ferðamenn að komast að gröfinni, þar er ekki einu sinni útskot fyrir bíla eða rútur. „Það er búið að teikna fallegan áningarstað. En það er ekkert fjármagn til að laga til svo að rútur og bílar geti verið þar og fólk gengið hérna. Ég hef að vísu mjög oft farið hér með ferðamenn, sérstaklega Norðmenn. Og ég hefði gjarnan viljað að Íslendingar vissu af þessu.“ Sveinn rifjar upp orð norsks læknis, sem kom að gröfinni. „Þá segir hann svona ósköp látlaust: Er þetta virðingin sem þið sýnið eina konungi sem grafinn er á Íslandi?“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Dalvíkurbyggð Noregur Fornminjar Ferðamennska á Íslandi Kóngafólk Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent