Plastleysi - er það eitthvað? Þórdís V. Þórhallsdóttir skrifar 4. september 2020 08:00 Síðustu ár höfum við fjölskyldan verið að færa okkur meira og meira í umhverfisvæna átt. Við höfum tekið þetta í nokkrum skrefum og þegar Plastlaus september byrjaði árið 2017, notuðum við tækifærið og prófuðum allskonar vörur og settum okkur markmið til að prófa næstu ellefu mánuði á eftir, eða áður en Plastlaus september kæmi upp aftur. Þetta höfum við svo gert síðan. Ekkert átak, sama í hverju það felst, virkar er maður ætlar að taka það með trukki á núll einni. Við ákváðum í byrjun t.d. að muna alltaf eftir fjölnotapokunum okkar, líka fyrir grænmetið. Kaupa pappírs- eða bambuseyrnapinna, prófa sjampóstykki og bambustannbursta, fylla á sápuna okkar sjálf, kaupa túrnærbuxur og tannkremstöflur. Í öllum tilvikum kláruðum við fyrst það sem við áttum hér heima. Stundum vorum við ekki glöð með vöruna, t.d. þurfum við að prófa nokkra bambustannbursta áður en við fundum bambustannbursta sem við vildum halda áfram að kaupa. Sama átti við um sjampóstykkin. Svo settum við okkur ný markmið árið eftir, prófuðum eitthvað nýtt. Stundum er markmiðið líka að gefa gjafir sem falla í plastlausan flokk, pakka inn í gömul blöð eða landakort, gefa upplifanir eða pening í stað hluta. Þrátt fyrir að hafa unnið að því markvisst að minnka plast síðustu þrjú ár, er plastruslatunnan okkar samt sú sem fyllist hraðast. Helstu sökudólgarnir þar eru matvæli sem oft eru margpökkuð, í pappír og í eitt eða tvö lög af plasti. Má þar helst nefna morgunkorn, kex og grænmeti. Við kaupum kaffi í pokum sem flokkast með pappír og reynum að beina viðskiptum okkar í plastlausan farveg þar sem það er hægt. Það er nefnilega þannig að í hvert sinn sem við notum peninga erum við að kjósa í hvernig heimi við ætlum að lifa. Ég vona að þið setjið ykkur nokkur plastlaus markmið og fylgið þeim eftir, endurskoðið og prófið ykkur áfram. Gerið plastlausan september að upphafspunktinum að því að breyta til hins betra. Höfundur er í framkvæmdashóp um Plastlausan september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu ár höfum við fjölskyldan verið að færa okkur meira og meira í umhverfisvæna átt. Við höfum tekið þetta í nokkrum skrefum og þegar Plastlaus september byrjaði árið 2017, notuðum við tækifærið og prófuðum allskonar vörur og settum okkur markmið til að prófa næstu ellefu mánuði á eftir, eða áður en Plastlaus september kæmi upp aftur. Þetta höfum við svo gert síðan. Ekkert átak, sama í hverju það felst, virkar er maður ætlar að taka það með trukki á núll einni. Við ákváðum í byrjun t.d. að muna alltaf eftir fjölnotapokunum okkar, líka fyrir grænmetið. Kaupa pappírs- eða bambuseyrnapinna, prófa sjampóstykki og bambustannbursta, fylla á sápuna okkar sjálf, kaupa túrnærbuxur og tannkremstöflur. Í öllum tilvikum kláruðum við fyrst það sem við áttum hér heima. Stundum vorum við ekki glöð með vöruna, t.d. þurfum við að prófa nokkra bambustannbursta áður en við fundum bambustannbursta sem við vildum halda áfram að kaupa. Sama átti við um sjampóstykkin. Svo settum við okkur ný markmið árið eftir, prófuðum eitthvað nýtt. Stundum er markmiðið líka að gefa gjafir sem falla í plastlausan flokk, pakka inn í gömul blöð eða landakort, gefa upplifanir eða pening í stað hluta. Þrátt fyrir að hafa unnið að því markvisst að minnka plast síðustu þrjú ár, er plastruslatunnan okkar samt sú sem fyllist hraðast. Helstu sökudólgarnir þar eru matvæli sem oft eru margpökkuð, í pappír og í eitt eða tvö lög af plasti. Má þar helst nefna morgunkorn, kex og grænmeti. Við kaupum kaffi í pokum sem flokkast með pappír og reynum að beina viðskiptum okkar í plastlausan farveg þar sem það er hægt. Það er nefnilega þannig að í hvert sinn sem við notum peninga erum við að kjósa í hvernig heimi við ætlum að lifa. Ég vona að þið setjið ykkur nokkur plastlaus markmið og fylgið þeim eftir, endurskoðið og prófið ykkur áfram. Gerið plastlausan september að upphafspunktinum að því að breyta til hins betra. Höfundur er í framkvæmdashóp um Plastlausan september.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun