Plastleysi - er það eitthvað? Þórdís V. Þórhallsdóttir skrifar 4. september 2020 08:00 Síðustu ár höfum við fjölskyldan verið að færa okkur meira og meira í umhverfisvæna átt. Við höfum tekið þetta í nokkrum skrefum og þegar Plastlaus september byrjaði árið 2017, notuðum við tækifærið og prófuðum allskonar vörur og settum okkur markmið til að prófa næstu ellefu mánuði á eftir, eða áður en Plastlaus september kæmi upp aftur. Þetta höfum við svo gert síðan. Ekkert átak, sama í hverju það felst, virkar er maður ætlar að taka það með trukki á núll einni. Við ákváðum í byrjun t.d. að muna alltaf eftir fjölnotapokunum okkar, líka fyrir grænmetið. Kaupa pappírs- eða bambuseyrnapinna, prófa sjampóstykki og bambustannbursta, fylla á sápuna okkar sjálf, kaupa túrnærbuxur og tannkremstöflur. Í öllum tilvikum kláruðum við fyrst það sem við áttum hér heima. Stundum vorum við ekki glöð með vöruna, t.d. þurfum við að prófa nokkra bambustannbursta áður en við fundum bambustannbursta sem við vildum halda áfram að kaupa. Sama átti við um sjampóstykkin. Svo settum við okkur ný markmið árið eftir, prófuðum eitthvað nýtt. Stundum er markmiðið líka að gefa gjafir sem falla í plastlausan flokk, pakka inn í gömul blöð eða landakort, gefa upplifanir eða pening í stað hluta. Þrátt fyrir að hafa unnið að því markvisst að minnka plast síðustu þrjú ár, er plastruslatunnan okkar samt sú sem fyllist hraðast. Helstu sökudólgarnir þar eru matvæli sem oft eru margpökkuð, í pappír og í eitt eða tvö lög af plasti. Má þar helst nefna morgunkorn, kex og grænmeti. Við kaupum kaffi í pokum sem flokkast með pappír og reynum að beina viðskiptum okkar í plastlausan farveg þar sem það er hægt. Það er nefnilega þannig að í hvert sinn sem við notum peninga erum við að kjósa í hvernig heimi við ætlum að lifa. Ég vona að þið setjið ykkur nokkur plastlaus markmið og fylgið þeim eftir, endurskoðið og prófið ykkur áfram. Gerið plastlausan september að upphafspunktinum að því að breyta til hins betra. Höfundur er í framkvæmdashóp um Plastlausan september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Síðustu ár höfum við fjölskyldan verið að færa okkur meira og meira í umhverfisvæna átt. Við höfum tekið þetta í nokkrum skrefum og þegar Plastlaus september byrjaði árið 2017, notuðum við tækifærið og prófuðum allskonar vörur og settum okkur markmið til að prófa næstu ellefu mánuði á eftir, eða áður en Plastlaus september kæmi upp aftur. Þetta höfum við svo gert síðan. Ekkert átak, sama í hverju það felst, virkar er maður ætlar að taka það með trukki á núll einni. Við ákváðum í byrjun t.d. að muna alltaf eftir fjölnotapokunum okkar, líka fyrir grænmetið. Kaupa pappírs- eða bambuseyrnapinna, prófa sjampóstykki og bambustannbursta, fylla á sápuna okkar sjálf, kaupa túrnærbuxur og tannkremstöflur. Í öllum tilvikum kláruðum við fyrst það sem við áttum hér heima. Stundum vorum við ekki glöð með vöruna, t.d. þurfum við að prófa nokkra bambustannbursta áður en við fundum bambustannbursta sem við vildum halda áfram að kaupa. Sama átti við um sjampóstykkin. Svo settum við okkur ný markmið árið eftir, prófuðum eitthvað nýtt. Stundum er markmiðið líka að gefa gjafir sem falla í plastlausan flokk, pakka inn í gömul blöð eða landakort, gefa upplifanir eða pening í stað hluta. Þrátt fyrir að hafa unnið að því markvisst að minnka plast síðustu þrjú ár, er plastruslatunnan okkar samt sú sem fyllist hraðast. Helstu sökudólgarnir þar eru matvæli sem oft eru margpökkuð, í pappír og í eitt eða tvö lög af plasti. Má þar helst nefna morgunkorn, kex og grænmeti. Við kaupum kaffi í pokum sem flokkast með pappír og reynum að beina viðskiptum okkar í plastlausan farveg þar sem það er hægt. Það er nefnilega þannig að í hvert sinn sem við notum peninga erum við að kjósa í hvernig heimi við ætlum að lifa. Ég vona að þið setjið ykkur nokkur plastlaus markmið og fylgið þeim eftir, endurskoðið og prófið ykkur áfram. Gerið plastlausan september að upphafspunktinum að því að breyta til hins betra. Höfundur er í framkvæmdashóp um Plastlausan september.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun