Kletturinn og fjölskylda smituðust öll af kórónuveirunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. september 2020 06:28 Leikarinn Dwayne Johnson er betur þekktur sem The Rock. Getty/Albert L. Ortega Bandaríski leikarinn Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock eða Kletturinn, smitaðist á dögunum af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Þá smituðust eiginkona hans og tvær dætur einnig en Johnson tilkynnti um veikindi fjölskyldunnar á Instagram-síðu sinni. Fjallað er um málið á vef BBC. Hann sagði að það hefði verið líkt og að fá spark í magann að greinast jákvæður. „Nú erum við komin yfir þetta og ekki lengur smitandi. Þökk sé guði þá erum við heilbrigð,“ sagði Johnson. Fjölskyldan smitaðist af veirunni fyrir um tveimur og hálfri viku af nánum vinum sínum sem hafa ekki hugmynd um hvernig þeir smituðust. „Ég get sagt ykkur að þetta hefur verið eitt af því erfiðasta og mest krefjandi sem við fjölskyldan höfum gengið í gegnum. Að fá Covid-19 er miklu verra en að komast yfir slæm meiðsli, vera borinn út eða í fjárhagsvandræðum, sem ég hef verið oftar en einu sinni,“ sagði Johnson og bætti við að það væri alltaf efst á forgangslista hans að vernda fjölskylduna sína. Þá sagðist hann vera hissa á því hvernig stjórnmálamenn beiti umræðunni um grímunotkun í pólitískum tilgangi. „Þetta hefur ekkert með pólitík að gera. Vertu með grímu. Það er það sem er rétt að gera,“ sagði Johnson. View this post on Instagram Stay disciplined. Boost your immune system. Commit to wellness. Wear your mask. Protect your family. Be strict about having people over your house or gatherings. Stay positive. And care for your fellow human beings. Stay healthy, my friends. DJ #controlthecontrollables A post shared by therock (@therock) on Sep 2, 2020 at 3:26pm PDT Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Hollywood Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Bandaríski leikarinn Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock eða Kletturinn, smitaðist á dögunum af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Þá smituðust eiginkona hans og tvær dætur einnig en Johnson tilkynnti um veikindi fjölskyldunnar á Instagram-síðu sinni. Fjallað er um málið á vef BBC. Hann sagði að það hefði verið líkt og að fá spark í magann að greinast jákvæður. „Nú erum við komin yfir þetta og ekki lengur smitandi. Þökk sé guði þá erum við heilbrigð,“ sagði Johnson. Fjölskyldan smitaðist af veirunni fyrir um tveimur og hálfri viku af nánum vinum sínum sem hafa ekki hugmynd um hvernig þeir smituðust. „Ég get sagt ykkur að þetta hefur verið eitt af því erfiðasta og mest krefjandi sem við fjölskyldan höfum gengið í gegnum. Að fá Covid-19 er miklu verra en að komast yfir slæm meiðsli, vera borinn út eða í fjárhagsvandræðum, sem ég hef verið oftar en einu sinni,“ sagði Johnson og bætti við að það væri alltaf efst á forgangslista hans að vernda fjölskylduna sína. Þá sagðist hann vera hissa á því hvernig stjórnmálamenn beiti umræðunni um grímunotkun í pólitískum tilgangi. „Þetta hefur ekkert með pólitík að gera. Vertu með grímu. Það er það sem er rétt að gera,“ sagði Johnson. View this post on Instagram Stay disciplined. Boost your immune system. Commit to wellness. Wear your mask. Protect your family. Be strict about having people over your house or gatherings. Stay positive. And care for your fellow human beings. Stay healthy, my friends. DJ #controlthecontrollables A post shared by therock (@therock) on Sep 2, 2020 at 3:26pm PDT
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Hollywood Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira