„Er þetta ekki vont fyrir tuðara landsins?“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2020 17:30 Valgeir Valgeirsson með boltann í leik gegn KR. VÍSIR/HAG Sérfræðingarnir í Pepsi Max-stúkunni veltu fyrir sér vali Arnars Þórs Viðarssonar á U21-landsliðshópi Íslands í fótbolta. Nokkur umræða var á samfélagsmiðlum eftir að hópurinn var tilkynntur á föstudag, sérstaklega vegna fjarveru Valgeirs Valgeirssonar úr HK og Valgeirs Lunddal Friðrikssonar úr Val. Þeir komu hins vegar inn í hópinn eftir að Daníel Hafsteinsson og Finnur Tómas Pálmason meiddust. „Er þetta ekki vont fyrir tuðara landsins, að þeir séu komnir inn?“ spurði Gummi Ben léttur í bragði. „Ég veit það ekki. Heldur þú ekki að þeir hafi hugsað með sér; „Við höfum áhrif! Höldum áfram!“ Og þeir verði bara endalaust að röfla,“ svaraði Þorkell Máni Pétursson. Hefði verið galið að henda Herði út „En gagnrýnin var alveg réttmæt. Menn mega ekki vera viðkvæmir fyrir því að menn hafa alls konar skoðanir á því hverjir eiga að vera í landsliðinu og hverjir ekki. En sumt af þessu var á þá leið að þetta væri einhver klíkumyndun – að Hörður Ingi [Gunnarsson] fengi bara að vera í landsliðinu af því að hann væri í FH. Það er bara ekki rétt. Hann var í liðinu þegar hann var á Skaganum og er búinn að spila einhverja fimm leiki í þessari undankeppni. Það hefði verið galið ef honum hefði verið hent út,“ sagði Máni. Valgeir Lunddal Friðriksson hefur þótt leika afar vel fyrir topplið Vals í Pepsi Max-deildinni.VÍSIR/DANÍEL Eiður Smári Guðjohnsen er aðstoðarþjálfari U21-landsliðsins en einnig annar aðalþjálfara FH, sem átti fjóra fulltrúa í upprunalega hópnum áður en Daníel datt út. Sérfræðingarnir höfðu þó lítið út á valið að setja, og Gummi spurði Tómas Inga Tómasson, fyrrverandi aðstoðarþjálfara U21-landsliðsins, hvort ekki væri eðlilegt að velja leikmann sem maður þekkti og treysti fram yfir annan svipaðan úr öðru liði: „Alveg klárlega, og það gefur þeim leikmönnum sem eru í FH örlítinn neista fram yfir þá sem eru svipaðir. En ég vil nú meina að báðir þjálfararnir hjá Íslandi velji bara þá leikmenn sem þeim finnst bestir á hverjum tíma. Hörður var skotspónn einhverra á þessum samfélagsmiðlum, sem ég les nú aldrei, en hann var í hópnum þegar ég og Eyjólfur [Sverrisson] vorum með liðið. Þetta voru ódýr skot,“ sagði Tómsa Ingi. „Þetta var bara algjört þvaður en fólk var að teygja sig í eitthvað vegna þess að þeirra maður var ekki valinn,“ sagði Máni. Tómas Ingi setti þó spurningamerki við þann fjölda bakvarða sem væru í hópnum á meðan að þar væri bara einn hreinræktaður miðvörður, Ísak Óli Ólafsson, eftir að Finnur Tómas meiddist. Umræðuna alla má sjá hér að neðan. Ísland mætir Svíþjóð í undankeppni EM á föstudaginn kl. 16.30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Klippa: Stúkan - Umræða um U21-liðið Fótbolti Pepsi Max stúkan Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Valgeirarnir kallaðir inn í U21 Tveir leikmenn eru dottnir út úr U21-árs landsliðshópnum vegna meiðsla og þar af leiðandi hafa tveir aðrir verið kallaðir inn í þeirra stað. 31. ágúst 2020 21:27 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Leik lokið: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Sérfræðingarnir í Pepsi Max-stúkunni veltu fyrir sér vali Arnars Þórs Viðarssonar á U21-landsliðshópi Íslands í fótbolta. Nokkur umræða var á samfélagsmiðlum eftir að hópurinn var tilkynntur á föstudag, sérstaklega vegna fjarveru Valgeirs Valgeirssonar úr HK og Valgeirs Lunddal Friðrikssonar úr Val. Þeir komu hins vegar inn í hópinn eftir að Daníel Hafsteinsson og Finnur Tómas Pálmason meiddust. „Er þetta ekki vont fyrir tuðara landsins, að þeir séu komnir inn?“ spurði Gummi Ben léttur í bragði. „Ég veit það ekki. Heldur þú ekki að þeir hafi hugsað með sér; „Við höfum áhrif! Höldum áfram!“ Og þeir verði bara endalaust að röfla,“ svaraði Þorkell Máni Pétursson. Hefði verið galið að henda Herði út „En gagnrýnin var alveg réttmæt. Menn mega ekki vera viðkvæmir fyrir því að menn hafa alls konar skoðanir á því hverjir eiga að vera í landsliðinu og hverjir ekki. En sumt af þessu var á þá leið að þetta væri einhver klíkumyndun – að Hörður Ingi [Gunnarsson] fengi bara að vera í landsliðinu af því að hann væri í FH. Það er bara ekki rétt. Hann var í liðinu þegar hann var á Skaganum og er búinn að spila einhverja fimm leiki í þessari undankeppni. Það hefði verið galið ef honum hefði verið hent út,“ sagði Máni. Valgeir Lunddal Friðriksson hefur þótt leika afar vel fyrir topplið Vals í Pepsi Max-deildinni.VÍSIR/DANÍEL Eiður Smári Guðjohnsen er aðstoðarþjálfari U21-landsliðsins en einnig annar aðalþjálfara FH, sem átti fjóra fulltrúa í upprunalega hópnum áður en Daníel datt út. Sérfræðingarnir höfðu þó lítið út á valið að setja, og Gummi spurði Tómas Inga Tómasson, fyrrverandi aðstoðarþjálfara U21-landsliðsins, hvort ekki væri eðlilegt að velja leikmann sem maður þekkti og treysti fram yfir annan svipaðan úr öðru liði: „Alveg klárlega, og það gefur þeim leikmönnum sem eru í FH örlítinn neista fram yfir þá sem eru svipaðir. En ég vil nú meina að báðir þjálfararnir hjá Íslandi velji bara þá leikmenn sem þeim finnst bestir á hverjum tíma. Hörður var skotspónn einhverra á þessum samfélagsmiðlum, sem ég les nú aldrei, en hann var í hópnum þegar ég og Eyjólfur [Sverrisson] vorum með liðið. Þetta voru ódýr skot,“ sagði Tómsa Ingi. „Þetta var bara algjört þvaður en fólk var að teygja sig í eitthvað vegna þess að þeirra maður var ekki valinn,“ sagði Máni. Tómas Ingi setti þó spurningamerki við þann fjölda bakvarða sem væru í hópnum á meðan að þar væri bara einn hreinræktaður miðvörður, Ísak Óli Ólafsson, eftir að Finnur Tómas meiddist. Umræðuna alla má sjá hér að neðan. Ísland mætir Svíþjóð í undankeppni EM á föstudaginn kl. 16.30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Klippa: Stúkan - Umræða um U21-liðið
Fótbolti Pepsi Max stúkan Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Valgeirarnir kallaðir inn í U21 Tveir leikmenn eru dottnir út úr U21-árs landsliðshópnum vegna meiðsla og þar af leiðandi hafa tveir aðrir verið kallaðir inn í þeirra stað. 31. ágúst 2020 21:27 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Leik lokið: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Valgeirarnir kallaðir inn í U21 Tveir leikmenn eru dottnir út úr U21-árs landsliðshópnum vegna meiðsla og þar af leiðandi hafa tveir aðrir verið kallaðir inn í þeirra stað. 31. ágúst 2020 21:27