Ekki hægt að líta á sölutrygginguna sem aðstoð ríkisins við Icelandair Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. september 2020 12:27 Icelandair Group hefur náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna með fyrirvara um árangur útboðsins. Óli Björn Kárason telur að sölutryggingin gæti verið fjárhagslega skynsamleg fyrir bankana. Vísir/Sigurjón Ekki er hægt að líta á sölutryggingu tveggja ríkisbanka á hlutafjárútboði Icelandair sem auka aðstoð ríkisins við flugfélagið að sögn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Það kunni að vera að sölutrygging á sex milljörðum króna sé fjárhagslega skynsamleg fyrir bankana sem eigi mikið undir að rekstur Icelandair verði tryggður. Síðdegis í gær bárust þær fréttir að Icelandair Group hafi náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna. Síðustu daga hefur þingheimur rætt um frumvarp fjármálaráðherra um sjálfskuldarábyrgð frá ríkissjóði á lánalínum félagsins. Óli Björn ræddi um Icelandair og sölutryggingu bankanna í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það er ekki hægt að líta á þetta [sölutrygginguna] sem einhvers konar auka aðstoð ríkisins við Icelandair. Þetta hins vegar vekur upp þær spurningar hvort það sé eðlilegt að ríkið eigi og reki banka, Landsbanka og Íslandsbanka í þessu tilfelli. Skoðanir mínar á því hafa alltaf legið fyrir. Mér finnst það óeðlilegt. Mér finnst ósanngjarnt að ætlast til þess að skattgreiðendur taki einhverja fjárhagslega áhættu af rekstri fjármálafyrirtækis,“ segir Óli Björn. Hluthafafundur hefur verið boðaður 9. september og stefnt er að því að hlutafjárútboð fari fram dagana 14. og 15. september. Markmiðið er að safna tuttugu milljörðum í nýtt hlutafé.Vísir/Vilhelm Samningurinn er háður því skilyrði að áskriftir fjárfesta nái að lágmarki fjórtán milljörðum króna í útboðinu. „Icelandair verður að ná að minnsta kosti fjórtán milljörðum hjá öðrum aðilum og þá koma bankarnir inn í það til að tryggja að það verði að minnsta kosti tuttugu milljarða hlutafjáraukning. Þannig að þeir sölutryggja sex milljarða. Það kann að vera að það sé bara hreinlega fjárhagslega skynsamlegt fyrir bankana vegna þess að þeir eiga auðvitað mikilla fjárhagslegra hagsmuna að gæta þegar kemur að Icelandair, alveg eins og margir aðrir.“ Óli Björn var spurður hvort hann sjálfur væri bjartsýnn á að flugfélaginu takist ætlunarverk sitt. „Ég vona svo sannarlega að Icelandair takist ætlunarverk sitt. Það er mikið undir fyrir starfsmenn Icelandair, fyrir núverandi hluthafa Icelandair, fyrir lánadrottna Icelandair, fyrir Isavia sem hefur verið að byggja upp alþjóðlegan tengiflugvöll, og fyrir íslenskt efnahagslíf og ferðaþjónustuna sérstaklega og þess vegna bind ég miklar vonir við að þetta gangi eftir og það takist að byggja Icelandair upp á traustum fjárhagslegum og rekstrarlegum grunni á komandi vikum.“ Icelandair Íslenskir bankar Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Íslandsbanki og Landsbanki sölutryggja útboð Icelandair Icelandair Group hefur náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna með fyrirvara um árangur útboðsins. 1. september 2020 17:57 Samkeppniseftirlitið: Tryggt verði að ríkisaðstoðin fari aðeins í flugrekstur Icelandair Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair. 1. september 2020 10:29 Líklega dýpsta efnahagslægð í heila öld Alþingi kom saman eftir sumarfrí í morgun. Um er að ræða framhaldsfundi, svokallaðan þingstubb, sem stendur yfir í um viku. Þingið kemur svo formlega saman 1. október. 27. ágúst 2020 12:24 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Ekki er hægt að líta á sölutryggingu tveggja ríkisbanka á hlutafjárútboði Icelandair sem auka aðstoð ríkisins við flugfélagið að sögn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Það kunni að vera að sölutrygging á sex milljörðum króna sé fjárhagslega skynsamleg fyrir bankana sem eigi mikið undir að rekstur Icelandair verði tryggður. Síðdegis í gær bárust þær fréttir að Icelandair Group hafi náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna. Síðustu daga hefur þingheimur rætt um frumvarp fjármálaráðherra um sjálfskuldarábyrgð frá ríkissjóði á lánalínum félagsins. Óli Björn ræddi um Icelandair og sölutryggingu bankanna í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það er ekki hægt að líta á þetta [sölutrygginguna] sem einhvers konar auka aðstoð ríkisins við Icelandair. Þetta hins vegar vekur upp þær spurningar hvort það sé eðlilegt að ríkið eigi og reki banka, Landsbanka og Íslandsbanka í þessu tilfelli. Skoðanir mínar á því hafa alltaf legið fyrir. Mér finnst það óeðlilegt. Mér finnst ósanngjarnt að ætlast til þess að skattgreiðendur taki einhverja fjárhagslega áhættu af rekstri fjármálafyrirtækis,“ segir Óli Björn. Hluthafafundur hefur verið boðaður 9. september og stefnt er að því að hlutafjárútboð fari fram dagana 14. og 15. september. Markmiðið er að safna tuttugu milljörðum í nýtt hlutafé.Vísir/Vilhelm Samningurinn er háður því skilyrði að áskriftir fjárfesta nái að lágmarki fjórtán milljörðum króna í útboðinu. „Icelandair verður að ná að minnsta kosti fjórtán milljörðum hjá öðrum aðilum og þá koma bankarnir inn í það til að tryggja að það verði að minnsta kosti tuttugu milljarða hlutafjáraukning. Þannig að þeir sölutryggja sex milljarða. Það kann að vera að það sé bara hreinlega fjárhagslega skynsamlegt fyrir bankana vegna þess að þeir eiga auðvitað mikilla fjárhagslegra hagsmuna að gæta þegar kemur að Icelandair, alveg eins og margir aðrir.“ Óli Björn var spurður hvort hann sjálfur væri bjartsýnn á að flugfélaginu takist ætlunarverk sitt. „Ég vona svo sannarlega að Icelandair takist ætlunarverk sitt. Það er mikið undir fyrir starfsmenn Icelandair, fyrir núverandi hluthafa Icelandair, fyrir lánadrottna Icelandair, fyrir Isavia sem hefur verið að byggja upp alþjóðlegan tengiflugvöll, og fyrir íslenskt efnahagslíf og ferðaþjónustuna sérstaklega og þess vegna bind ég miklar vonir við að þetta gangi eftir og það takist að byggja Icelandair upp á traustum fjárhagslegum og rekstrarlegum grunni á komandi vikum.“
Icelandair Íslenskir bankar Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Íslandsbanki og Landsbanki sölutryggja útboð Icelandair Icelandair Group hefur náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna með fyrirvara um árangur útboðsins. 1. september 2020 17:57 Samkeppniseftirlitið: Tryggt verði að ríkisaðstoðin fari aðeins í flugrekstur Icelandair Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair. 1. september 2020 10:29 Líklega dýpsta efnahagslægð í heila öld Alþingi kom saman eftir sumarfrí í morgun. Um er að ræða framhaldsfundi, svokallaðan þingstubb, sem stendur yfir í um viku. Þingið kemur svo formlega saman 1. október. 27. ágúst 2020 12:24 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Íslandsbanki og Landsbanki sölutryggja útboð Icelandair Icelandair Group hefur náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna með fyrirvara um árangur útboðsins. 1. september 2020 17:57
Samkeppniseftirlitið: Tryggt verði að ríkisaðstoðin fari aðeins í flugrekstur Icelandair Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair. 1. september 2020 10:29
Líklega dýpsta efnahagslægð í heila öld Alþingi kom saman eftir sumarfrí í morgun. Um er að ræða framhaldsfundi, svokallaðan þingstubb, sem stendur yfir í um viku. Þingið kemur svo formlega saman 1. október. 27. ágúst 2020 12:24