Þarf að greiða 20 milljóna reikning eftir „gáleysi“ við undirritun Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2020 10:58 Katla gerði verksamning við Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar í febrúar 2019 um byggingu og fullnaðarfrágang leiguíbúða í bænum. Vísir/getty Byggingarfélagið Katla ehf. hefur verið dæmt til að greiða reikningakaupafyrirtækinu A faktoring 20,8 milljónir króna vegna reiknings sem félagið neitaði að greiða undirverktaka sínum. Forsvarsmaður Kötlu skrifaði undir reikninginn og taldi dómurinn undirskriftina fela í sér samþykki á greiðslu. Forsvarsmaðurinn hefði jafnframt sýnt af sér gáleysi með undirrituninni. Félagið sagði hana þó aðeins gefa til kynna viðurkenningu á tilvist reikningsins en ekki samþykki. Forsaga málsins er sú að Katla gerði verksamning við Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar í febrúar 2019 um byggingu og fullnaðarfrágang leiguíbúða í bænum. Verklok skyldu vera í lok október 2019 og greiðsla fyrir verkið nema rúmum 195 milljónum króna. Katla samdi við annað félag, Birki byggingarfélag, sem undirverktaka og samningur þar um var undirritaður í lok febrúar 2019. Verktakinn skyldi fá rúmar 160 milljónir fyrir verkið. Sögðust hafa hætt við allt Fyrir liggur að byggingafélagið greiddi verktakanum fimm reikninga árið 2019. Í málinu er deilt um reikning sem verktakinn gaf út í september 2019 að fjárhæð um 20,8 milljóna króna, sem framseldur var til reikningakaupafyrirtækisins A faktoring. Á reikningnum eru skilmálar hans samþykktir með undirskrift forsvarsmanns Kötlu. Katla lýsti því svo yfir með bréfi lögmanns í október 2019 að verksamningnum hefði verið rift. Í bréfinu kemur fram að forsvarsmaður Birkis hafi tilkynnt í votta viðurvist á fundi með fulltrúum Kötlu að hætt verði við framkvæmd á grundvelli samningsins. Því hafi verið fylgt eftir með því að hætta framkvæmdum á verkstað. Riftunin kom verulega á óvart Birki hélt því fram fyrir dómi að andvirði reikningsins hafi verið notað til að greiða fyrir efni vegna verksamningsins. Efnið hafi verið afhent Kötlu. Riftunaryfirlýsingin hafi komið Birki mjög á óvart og félaginu fundist sem svo að verið væri að reyna að hagnast með ólögmætum hætti á kostnað þess. Félagið hafi talið nauðsynlegt að tryggja hagsmuni sína með kyrrsetningu fasteignar Kötlu í nóvember 2019. Katla hélt því fram að framkvæmdirnar hjá Birki hafi gengið illa og „því ítrekað hótað að ganga frá verkinu“, að því er segir í dómi. Þeir reikningar sem Katla hafði greitt félaginu um haustið 2019 hafi verið langt umfram raunverulegt vinnuframlag. Þá hélt Katla því fram að undirritun forsvarsmanns á reikninginn hafi aðeins falið í sér staðfestingu á vitneskju um að reikningurinn hafi verið framseldur til reikningakaupafyrirtækisins – ekki samþykki á honum. Um þetta var deilt í málinu, þ.e. hvort Katla hafi með áritun sinni samþykkt reikninginn og um leið misst rétt til þess að hafa uppi mótbárur við greiðslu hans. Dómurinn áleit það svo að áritunin hafi gefið Birki tilefni til að treysta því að reikningurinn hafi verið samþykktur. „Þá hlaut fyrirsvarsmanni stefnda að vera það ljóst að til stæði að nota yfirlýsingu hans sem skilríki í lögskiptum við þriðja mann. Eins og að framan greinir segir í greinargerð stefnda að greitt hafi verið umfram framvindu og það hafi átt að gera upp síðar,“ segir í dómnum. Forsvarsmaðurinn hafi því sýnt af sér gáleysi með því að undirrita reikninginn. Dómurinn komst að endingu að þeirri niðurstöðu að Katla skuli greiða reikningakaupafyrirtækinu A faktoring skuld samkvæmt umræddum reikningi, um 20,8 milljónir króna. Hins vegar var felld úr gildi kyrrsetning á fasteign Kötlu á Dalvík. Þá var Kötlu gert að greiða A faktoring 750 þúsund krónur í málskostnað. Fréttin hefur verið uppfærð. Dalvíkurbyggð Dómsmál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Byggingarfélagið Katla ehf. hefur verið dæmt til að greiða reikningakaupafyrirtækinu A faktoring 20,8 milljónir króna vegna reiknings sem félagið neitaði að greiða undirverktaka sínum. Forsvarsmaður Kötlu skrifaði undir reikninginn og taldi dómurinn undirskriftina fela í sér samþykki á greiðslu. Forsvarsmaðurinn hefði jafnframt sýnt af sér gáleysi með undirrituninni. Félagið sagði hana þó aðeins gefa til kynna viðurkenningu á tilvist reikningsins en ekki samþykki. Forsaga málsins er sú að Katla gerði verksamning við Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar í febrúar 2019 um byggingu og fullnaðarfrágang leiguíbúða í bænum. Verklok skyldu vera í lok október 2019 og greiðsla fyrir verkið nema rúmum 195 milljónum króna. Katla samdi við annað félag, Birki byggingarfélag, sem undirverktaka og samningur þar um var undirritaður í lok febrúar 2019. Verktakinn skyldi fá rúmar 160 milljónir fyrir verkið. Sögðust hafa hætt við allt Fyrir liggur að byggingafélagið greiddi verktakanum fimm reikninga árið 2019. Í málinu er deilt um reikning sem verktakinn gaf út í september 2019 að fjárhæð um 20,8 milljóna króna, sem framseldur var til reikningakaupafyrirtækisins A faktoring. Á reikningnum eru skilmálar hans samþykktir með undirskrift forsvarsmanns Kötlu. Katla lýsti því svo yfir með bréfi lögmanns í október 2019 að verksamningnum hefði verið rift. Í bréfinu kemur fram að forsvarsmaður Birkis hafi tilkynnt í votta viðurvist á fundi með fulltrúum Kötlu að hætt verði við framkvæmd á grundvelli samningsins. Því hafi verið fylgt eftir með því að hætta framkvæmdum á verkstað. Riftunin kom verulega á óvart Birki hélt því fram fyrir dómi að andvirði reikningsins hafi verið notað til að greiða fyrir efni vegna verksamningsins. Efnið hafi verið afhent Kötlu. Riftunaryfirlýsingin hafi komið Birki mjög á óvart og félaginu fundist sem svo að verið væri að reyna að hagnast með ólögmætum hætti á kostnað þess. Félagið hafi talið nauðsynlegt að tryggja hagsmuni sína með kyrrsetningu fasteignar Kötlu í nóvember 2019. Katla hélt því fram að framkvæmdirnar hjá Birki hafi gengið illa og „því ítrekað hótað að ganga frá verkinu“, að því er segir í dómi. Þeir reikningar sem Katla hafði greitt félaginu um haustið 2019 hafi verið langt umfram raunverulegt vinnuframlag. Þá hélt Katla því fram að undirritun forsvarsmanns á reikninginn hafi aðeins falið í sér staðfestingu á vitneskju um að reikningurinn hafi verið framseldur til reikningakaupafyrirtækisins – ekki samþykki á honum. Um þetta var deilt í málinu, þ.e. hvort Katla hafi með áritun sinni samþykkt reikninginn og um leið misst rétt til þess að hafa uppi mótbárur við greiðslu hans. Dómurinn áleit það svo að áritunin hafi gefið Birki tilefni til að treysta því að reikningurinn hafi verið samþykktur. „Þá hlaut fyrirsvarsmanni stefnda að vera það ljóst að til stæði að nota yfirlýsingu hans sem skilríki í lögskiptum við þriðja mann. Eins og að framan greinir segir í greinargerð stefnda að greitt hafi verið umfram framvindu og það hafi átt að gera upp síðar,“ segir í dómnum. Forsvarsmaðurinn hafi því sýnt af sér gáleysi með því að undirrita reikninginn. Dómurinn komst að endingu að þeirri niðurstöðu að Katla skuli greiða reikningakaupafyrirtækinu A faktoring skuld samkvæmt umræddum reikningi, um 20,8 milljónir króna. Hins vegar var felld úr gildi kyrrsetning á fasteign Kötlu á Dalvík. Þá var Kötlu gert að greiða A faktoring 750 þúsund krónur í málskostnað. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dalvíkurbyggð Dómsmál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira