HMS fjallar um kosti og galla óverðtryggðra lána: „Við erum ekki að vara fólk við því taka þessi lán“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. september 2020 10:35 Í tilkynningu á vef HMS er tekið dæmi af óverðtryggðu húsnæðisláni með breytilegum vöxtum og hvernig afborganirnar sveiflast með vaxtastiginu. Fyrir fjórum árum voru afborganirnar um 130 þúsund krónur á mánuði, fyrir ári voru afborganirnar um 108 þúsund á mánuði og í dag eru þær rúmlega 80 þúsund krónur á mánuði. Vísir/Vilhelm Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) áréttar í nýrri umfjöllun á vef sínum um kosti og galla óverðtryggðra húsnæðislána með breytilegum vöxtum að varnaðarorð stofnunarinnar í liðinni viku vegna slíkra lána „fyrst og fremst verið beint að þeim sem hafa lítið svigrúm til að mæta mögulegum hækkunum á greiðslubyrði lána ef vextir fara að hækka að nýju.“ Karlotta Halldórsdóttir, sérfræðingur hjá hagdeild HMS, segir stofnunina ekki vera að vara fólk við því að taka óverðtryggð húsnæðislán með breytilegum vöxtum heldur vilji hún hvetja lántakendur til að vera meðvitaða og vakandi fyrir því ef stýrivextir hækka því þá hækki greiðslubyrðin af láninu. Stofnunin hafi kannski fyrst og fremst áhyggjur af því að fólk átti sig á þessari áhættu sem fylgi óverðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum því núna hafi greiðslubyrðin af slíkum lánum lækkað það mikið. „Segjum að þú sért til dæmis að kaupa þína fyrstu íbúð og ert kannski að hámarka greiðslugetuna þína miðað við núverandi vexti. Við erum ekki að sjá fram á að vextir hækki á næstunni en það er mjög líklegt að það gerist eftir nokkur ár eða jafnvel styttri tíma og þegar það gerist þá munu afborganirnar fara hækkandi á þessum lánum,“ segir Karlotta í samtali við Vísi. Hún leggur áherslu á að fólk sé viðbúið því að afborganirnar geti hækkað. „Og að þú sért ekki búin að spenna bogann þinn það hátt að þú sért búin að hámarka greiðslugetuna þína miðað við núverandi vexti. Svo hækka vextirnir og þú kemur alveg af fjöllum.“ Greiðslubyrðin 30 þúsund krónum hærri fyrir ári síðan Í umfjöllun á vef HMS, sem birt var í gær, er tekið dæmi af óverðtryggðu húsnæðisláni með breytilegum vöxtum og hvernig greiðslubyrðin sveiflast með vaxtastiginu. Fyrir fjórum árum var greiðslubyrðin um 130 þúsund krónur á mánuði, fyrir ári var hún um 108 þúsund á mánuði og í dag eru hún rúmlega 80 þúsund krónur á mánuði. „Það er ekkert að þessum lánum og auðvitað eru þau að mörgu leyti betri en verðtryggðu lánin þannig að við erum ekki að vara fólk við því taka þessi lán. Þetta er bara það að þú sért í stakk búin, ef greiðslur hækka, að þá getur þú mætt því,“ segir Karlotta. Aðspurð hvort ekki sé síðan alltaf hægt að endurfjármagna lánin, og færa sig til dæmis yfir í 100 prósent verðtryggt, segir Karlotta svo vera. „Það er líka svo sem það sem er gott við breytilegu vextina að það er ekki uppgreiðslugjald og það er líka hægt að gera skilmálabreytingu og festa vextina. Þannig að þetta er líka það að fólk sé að fylgjast með, um leið og vextir byrja að hækka eða verðbólga er að aukast að þá geti fólk haft samband og annað hvort fest vextina, en þá veistu náttúrulega ekki hvaða vextir eru í boði á þeim tímapunkti. Þeir hafa kannski hækkað eitthvað en við viljum bara viljum að lántakendur séu vakandi fyrir því. Það eru svo margir sem tóku 40 ára húsnæðislánið sitt og svo er það bara þannig. Núna erum við að hvetja fólk til að vera meira vakandi og fylgjast með. En jú, auðvitað er alltaf hægt að endurfjármagna og fólk þarf að vera meðvitað um það,“ segir Karlotta. Umfjöllun HMS um óverðtryggð lán má lesa í heild sinni hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Húsnæðismál Neytendur Íslenskir bankar Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) áréttar í nýrri umfjöllun á vef sínum um kosti og galla óverðtryggðra húsnæðislána með breytilegum vöxtum að varnaðarorð stofnunarinnar í liðinni viku vegna slíkra lána „fyrst og fremst verið beint að þeim sem hafa lítið svigrúm til að mæta mögulegum hækkunum á greiðslubyrði lána ef vextir fara að hækka að nýju.“ Karlotta Halldórsdóttir, sérfræðingur hjá hagdeild HMS, segir stofnunina ekki vera að vara fólk við því að taka óverðtryggð húsnæðislán með breytilegum vöxtum heldur vilji hún hvetja lántakendur til að vera meðvitaða og vakandi fyrir því ef stýrivextir hækka því þá hækki greiðslubyrðin af láninu. Stofnunin hafi kannski fyrst og fremst áhyggjur af því að fólk átti sig á þessari áhættu sem fylgi óverðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum því núna hafi greiðslubyrðin af slíkum lánum lækkað það mikið. „Segjum að þú sért til dæmis að kaupa þína fyrstu íbúð og ert kannski að hámarka greiðslugetuna þína miðað við núverandi vexti. Við erum ekki að sjá fram á að vextir hækki á næstunni en það er mjög líklegt að það gerist eftir nokkur ár eða jafnvel styttri tíma og þegar það gerist þá munu afborganirnar fara hækkandi á þessum lánum,“ segir Karlotta í samtali við Vísi. Hún leggur áherslu á að fólk sé viðbúið því að afborganirnar geti hækkað. „Og að þú sért ekki búin að spenna bogann þinn það hátt að þú sért búin að hámarka greiðslugetuna þína miðað við núverandi vexti. Svo hækka vextirnir og þú kemur alveg af fjöllum.“ Greiðslubyrðin 30 þúsund krónum hærri fyrir ári síðan Í umfjöllun á vef HMS, sem birt var í gær, er tekið dæmi af óverðtryggðu húsnæðisláni með breytilegum vöxtum og hvernig greiðslubyrðin sveiflast með vaxtastiginu. Fyrir fjórum árum var greiðslubyrðin um 130 þúsund krónur á mánuði, fyrir ári var hún um 108 þúsund á mánuði og í dag eru hún rúmlega 80 þúsund krónur á mánuði. „Það er ekkert að þessum lánum og auðvitað eru þau að mörgu leyti betri en verðtryggðu lánin þannig að við erum ekki að vara fólk við því taka þessi lán. Þetta er bara það að þú sért í stakk búin, ef greiðslur hækka, að þá getur þú mætt því,“ segir Karlotta. Aðspurð hvort ekki sé síðan alltaf hægt að endurfjármagna lánin, og færa sig til dæmis yfir í 100 prósent verðtryggt, segir Karlotta svo vera. „Það er líka svo sem það sem er gott við breytilegu vextina að það er ekki uppgreiðslugjald og það er líka hægt að gera skilmálabreytingu og festa vextina. Þannig að þetta er líka það að fólk sé að fylgjast með, um leið og vextir byrja að hækka eða verðbólga er að aukast að þá geti fólk haft samband og annað hvort fest vextina, en þá veistu náttúrulega ekki hvaða vextir eru í boði á þeim tímapunkti. Þeir hafa kannski hækkað eitthvað en við viljum bara viljum að lántakendur séu vakandi fyrir því. Það eru svo margir sem tóku 40 ára húsnæðislánið sitt og svo er það bara þannig. Núna erum við að hvetja fólk til að vera meira vakandi og fylgjast með. En jú, auðvitað er alltaf hægt að endurfjármagna og fólk þarf að vera meðvitað um það,“ segir Karlotta. Umfjöllun HMS um óverðtryggð lán má lesa í heild sinni hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Húsnæðismál Neytendur Íslenskir bankar Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira