Friðarviðræður gætu hafist á næstu dögum Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2020 08:42 Afganskur hermaður stendur vörð við vettvang bílasprengju Talibana, þar sem tólf dóu þann 25. ágúst. Vísir/AP Ríkisstjórn Afganistan vinnur nú að því að ljúka fangaskiptum, sem eru skilyrði friðarviðræðna, við Talibana. Nærri því 200 af síðustu 400 föngunum hefur verið sleppt. Í friðarsamkomulagi Talibana og Bandaríkjamanna frá því í febrúar kröfðust Talibanar þess að um fimm þúsund meðlimum þeirra yrði sleppt úr haldi ríkisstjórnarinnar. Í staðinn myndu þeir sleppa um þúsund föngum sínum og friðarviðræður þeirra gætu ekki hafist fyrr. Ríkisstjórn Afganistan hefur þó ekki viljað sleppa öllum föngunum. Sérstaklega hefur ekki verið vilji til að sleppa 400 manna hópi sem hafa verið kallaðir „harðkjarna“ Talibanar. Þeir eru sagðir hafa komið að einhverjum verstu árásum landsins og yfirvöld í Frakklandi og Ástralíu hafa sett sig gegn því að einhverjum þeirra verði sleppt. Viðkomandi Talibanar hafi komið að árásum gegn ríkisborgurum þessa landa. Í ágúst samþykkti öldungaráð Afganistan að sleppa síðustu föngunum og Talibanar frelsuðu 24 sérsveitarmenn og flugmenn að fyrra bragði. Í samtali við blaðamann Reuters segja embættismenn í Afganistan að mönnunum hafi verið sleppt á mánudaginn og þriðjudaginn. Á sama tíma hafi Talibanar sleppt sex sérsveitarmönnum sem voru í haldi þeirra. Nú eru einungis 200 Talibanar eftir af þeim fimm þúsund sem krafist var að yrði sleppt. Heimildarmenn Reuters segja að fangaskiptunum gæti lokið í dag. Friðarviðræður ættu þá að geta hafist fljótt í Katar. Talibanar voru hrakktir frá völdum í innrás Bandaríkjanna árið 2001. Þá hafði ríkisstjórn Talibana stutt al-Qaeda í árásunum á Tvíburaturnanna í New York. Síðan þá hefur þeim þó vaxið ásmegin og stjórna þeir nú meira landsvæði en nokkurn tímann áður í kjölfar innrásarinnar. Afganistan Tengdar fréttir Fyrsta leikstýra Afganistan skotin Saba Sahar, leikkona og fyrsta leikstýra Afganistan, var skotin í dag. Hún var flutt á sjúkrahús eftir að þrír menn hófu skothríð á bíl hennar þegar hún var á leið í vinnu. 25. ágúst 2020 16:04 Afgönsk yfirvöld leysa 900 Talíbana úr haldi Afgönsk yfirvöld tilkynntu í dag að þau hyggðust leysa 900 vígamenn Talíbana úr haldi og báðu hryðjuverkahópinn jafnframt að framlengja þriggja daga vopnahlé sem á að enda á þriðjudagskvöld. 26. maí 2020 18:07 Ghani og Abdullah ná loks samkomulagi um að deila völdum Pattstaða hefur verið í afgönskum stjórnmálum eftir forsetakosningarnar í landinu á síðasta ári. 17. maí 2020 17:41 Saka ISIS um fjöldamorðið á fæðingardeildinni Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. 15. maí 2020 08:28 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Ríkisstjórn Afganistan vinnur nú að því að ljúka fangaskiptum, sem eru skilyrði friðarviðræðna, við Talibana. Nærri því 200 af síðustu 400 föngunum hefur verið sleppt. Í friðarsamkomulagi Talibana og Bandaríkjamanna frá því í febrúar kröfðust Talibanar þess að um fimm þúsund meðlimum þeirra yrði sleppt úr haldi ríkisstjórnarinnar. Í staðinn myndu þeir sleppa um þúsund föngum sínum og friðarviðræður þeirra gætu ekki hafist fyrr. Ríkisstjórn Afganistan hefur þó ekki viljað sleppa öllum föngunum. Sérstaklega hefur ekki verið vilji til að sleppa 400 manna hópi sem hafa verið kallaðir „harðkjarna“ Talibanar. Þeir eru sagðir hafa komið að einhverjum verstu árásum landsins og yfirvöld í Frakklandi og Ástralíu hafa sett sig gegn því að einhverjum þeirra verði sleppt. Viðkomandi Talibanar hafi komið að árásum gegn ríkisborgurum þessa landa. Í ágúst samþykkti öldungaráð Afganistan að sleppa síðustu föngunum og Talibanar frelsuðu 24 sérsveitarmenn og flugmenn að fyrra bragði. Í samtali við blaðamann Reuters segja embættismenn í Afganistan að mönnunum hafi verið sleppt á mánudaginn og þriðjudaginn. Á sama tíma hafi Talibanar sleppt sex sérsveitarmönnum sem voru í haldi þeirra. Nú eru einungis 200 Talibanar eftir af þeim fimm þúsund sem krafist var að yrði sleppt. Heimildarmenn Reuters segja að fangaskiptunum gæti lokið í dag. Friðarviðræður ættu þá að geta hafist fljótt í Katar. Talibanar voru hrakktir frá völdum í innrás Bandaríkjanna árið 2001. Þá hafði ríkisstjórn Talibana stutt al-Qaeda í árásunum á Tvíburaturnanna í New York. Síðan þá hefur þeim þó vaxið ásmegin og stjórna þeir nú meira landsvæði en nokkurn tímann áður í kjölfar innrásarinnar.
Afganistan Tengdar fréttir Fyrsta leikstýra Afganistan skotin Saba Sahar, leikkona og fyrsta leikstýra Afganistan, var skotin í dag. Hún var flutt á sjúkrahús eftir að þrír menn hófu skothríð á bíl hennar þegar hún var á leið í vinnu. 25. ágúst 2020 16:04 Afgönsk yfirvöld leysa 900 Talíbana úr haldi Afgönsk yfirvöld tilkynntu í dag að þau hyggðust leysa 900 vígamenn Talíbana úr haldi og báðu hryðjuverkahópinn jafnframt að framlengja þriggja daga vopnahlé sem á að enda á þriðjudagskvöld. 26. maí 2020 18:07 Ghani og Abdullah ná loks samkomulagi um að deila völdum Pattstaða hefur verið í afgönskum stjórnmálum eftir forsetakosningarnar í landinu á síðasta ári. 17. maí 2020 17:41 Saka ISIS um fjöldamorðið á fæðingardeildinni Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. 15. maí 2020 08:28 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Fyrsta leikstýra Afganistan skotin Saba Sahar, leikkona og fyrsta leikstýra Afganistan, var skotin í dag. Hún var flutt á sjúkrahús eftir að þrír menn hófu skothríð á bíl hennar þegar hún var á leið í vinnu. 25. ágúst 2020 16:04
Afgönsk yfirvöld leysa 900 Talíbana úr haldi Afgönsk yfirvöld tilkynntu í dag að þau hyggðust leysa 900 vígamenn Talíbana úr haldi og báðu hryðjuverkahópinn jafnframt að framlengja þriggja daga vopnahlé sem á að enda á þriðjudagskvöld. 26. maí 2020 18:07
Ghani og Abdullah ná loks samkomulagi um að deila völdum Pattstaða hefur verið í afgönskum stjórnmálum eftir forsetakosningarnar í landinu á síðasta ári. 17. maí 2020 17:41
Saka ISIS um fjöldamorðið á fæðingardeildinni Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. 15. maí 2020 08:28