Danir breyta lögum um nauðgun: Kynlíf skuli byggt á samþykki Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2020 14:31 Það eru þingmenn Jafnaðarmannaflokksins, auk stuðningsflokkanna De Radikale, Sósíalíska þjóðarflokksins og Einingarlistans sem náðu samkomulagi um breytingarnar. Getty Meirihluti danskra þingmanna hefur náð samkomulagi um breytingar sem skuli gerðar á lögum um nauðgun. Framvegis skuli tryggt að allir viðkomandi aðilar séu þess samþykkir áður en kynlíf er stundað. „Við förum úr kerfi, þar sem þvingun og ofbeldi þurfti að vera fyrir hendi, til að það flokkaðist sem nauðgun,“ segir Nick Hækkerup dómsmálaráðherra landsins í samtali við danska fjölmiðla. Það eru þingmenn Jafnaðarmannaflokksins, auk stuðningsflokkanna De Radikale, Sósíalíska þjóðarflokksins og Einingarlistans sem náðu samkomulagi um breytingarnar. „Þetta þýðir að það er um að ræða nauðgun, þegar fólk ekki er sammála,“ segir dómsmálaráðherrann. Hækkerup segir að samþykki þurfi ekki endilega að liggja fyrir með berum orðum og sömuleiðis sé ekki þörf á skriflegu samkomulagi. Að neðan má sjá Facebook-færslu Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, þar sem hún fagnar áfanganum. Vi har sagt det meget klart: Sex skal altid være hundrede procent frivilligt. Er der tvivl, er der noget galt. Voldtægt...Posted by Mette Frederiksen on Tuesday, 1 September 2020 Aðspurður um hvernig samþykki skuli veitt segir Hækkerup að það sé hægt með því að spyrja. „En það er líka hægt að gera það óbeint,“ segir ráðherrann, og bendir þar á snertingu og hegðun. „Menn eiga ekki að taka fram pappír og penna,“ segir Hækkerup sem vonast til að lögin geti tekið gildi um áramótin. Danmörk Kynferðisofbeldi Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Meirihluti danskra þingmanna hefur náð samkomulagi um breytingar sem skuli gerðar á lögum um nauðgun. Framvegis skuli tryggt að allir viðkomandi aðilar séu þess samþykkir áður en kynlíf er stundað. „Við förum úr kerfi, þar sem þvingun og ofbeldi þurfti að vera fyrir hendi, til að það flokkaðist sem nauðgun,“ segir Nick Hækkerup dómsmálaráðherra landsins í samtali við danska fjölmiðla. Það eru þingmenn Jafnaðarmannaflokksins, auk stuðningsflokkanna De Radikale, Sósíalíska þjóðarflokksins og Einingarlistans sem náðu samkomulagi um breytingarnar. „Þetta þýðir að það er um að ræða nauðgun, þegar fólk ekki er sammála,“ segir dómsmálaráðherrann. Hækkerup segir að samþykki þurfi ekki endilega að liggja fyrir með berum orðum og sömuleiðis sé ekki þörf á skriflegu samkomulagi. Að neðan má sjá Facebook-færslu Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, þar sem hún fagnar áfanganum. Vi har sagt det meget klart: Sex skal altid være hundrede procent frivilligt. Er der tvivl, er der noget galt. Voldtægt...Posted by Mette Frederiksen on Tuesday, 1 September 2020 Aðspurður um hvernig samþykki skuli veitt segir Hækkerup að það sé hægt með því að spyrja. „En það er líka hægt að gera það óbeint,“ segir ráðherrann, og bendir þar á snertingu og hegðun. „Menn eiga ekki að taka fram pappír og penna,“ segir Hækkerup sem vonast til að lögin geti tekið gildi um áramótin.
Danmörk Kynferðisofbeldi Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira