Uppsagnirnar á Herjólfi „hrikalega þungbærar“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2020 12:35 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/Jóhann K. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir það afar þungbært að öllum starfsmönnum Herjólfs ohf. Hafi verið sagt upp störfum í gær. Allt verði gert til þess að halda uppi óbreyttum samgöngum til og frá Vestmannaeyjum. Þá séu uppsagnirnar í Herjólfi ekki sambærilegar uppsögnum hjá Icelandair í vor. Alls var 68 starfsmönnum Herjólfs sagt upp í gær. Herjólfur ohf., félag í eigu Vestmannaeyjabæjar sem sér um rekstur ferjunnar, sagði í tilkynningu í gær að uppsagnirnar skrifuðust bæði á kórónuveirufaraldurinn og stöðu sem uppi er í deilu við ríkið um efndir á þjónustusamningi. Félagið telur ríkið ekki hafa staðið við sinn hluta samningsins upp á 400 milljónir króna. „Þetta er hrikalega þungbært að stjórn félagsins telji sig þurfa að grípa til þessara aðgerða sem eru nauðsynlegar til að endurskipuleggja reksturinn. En þetta þýðir það að það liggur fyrir að staðan á félaginu er alvarleg eins og hefur margoft komið fram í fjölmiðlum,“ sagði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „En auðvitað er þetta þannig að Herjólfur siglir áfram og það verða áfram störf þarna um borð. En þetta er bara ekki einfalt. Það er ekki einfalt að hald uppi samgöngum við Vestmannaeyjar eins og verið hefur.“ Innt eftir því hvort uppsagnirnar á Herjólfi væru af svipuðum meiði og þegar Icelandair sagði upp um 2000 starfsmönnum í vor sagði Íris að hún teldi svo ekki vera. „Nei, það held ég nú ekki. Þá voru menn ekkert að fljúga. Þetta er ekki þannig. Þetta er svigrúm sem stjórnin telur sig þurfa til að geta endurskipulagt reksturinn, af því að auðvitað finnst mér að það ætti að vera borðleggjandi að ríkið greiði samkvæmt þeim samningi sem er á borðinu. En ef peningarnir koma ekki þá þarf stjórn félagsins að hafa eitthvað svigrúm til að sjá hvað hún getur gert,“ sagði Íris. „Það sem er algjör lykill er að ferðatíðnin verði varin. Við erum ekki tilbúin að fara til baka, hvorki við sem stýrum sveitarfélaginu né samfélagið í Vestmannaeyjum. Við ætlum okkur að halda þessari ferðatíðini. […] Það er enginn að fara að bjóða upp á það að það verði enginn Herjólfur.“ Vestmannaeyjar Herjólfur Samgöngur Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öllum starfsmönnum Herjólfs sagt upp Öllum starfsmönnum Herjólfs hefur verið sagt upp samkvæmt heimildum fréttastofu. 31. ágúst 2020 15:18 Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44 Lífróður í ólgusjó verkfalla Alvarleg staða ríkir í samgöngumálum okkar Eyjamanna. Herjólfur er okkar þjóðvegur og gegnir lykilhlutverki í samgöngum við Eyjar. 17. júlí 2020 11:51 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Sjá meira
Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir það afar þungbært að öllum starfsmönnum Herjólfs ohf. Hafi verið sagt upp störfum í gær. Allt verði gert til þess að halda uppi óbreyttum samgöngum til og frá Vestmannaeyjum. Þá séu uppsagnirnar í Herjólfi ekki sambærilegar uppsögnum hjá Icelandair í vor. Alls var 68 starfsmönnum Herjólfs sagt upp í gær. Herjólfur ohf., félag í eigu Vestmannaeyjabæjar sem sér um rekstur ferjunnar, sagði í tilkynningu í gær að uppsagnirnar skrifuðust bæði á kórónuveirufaraldurinn og stöðu sem uppi er í deilu við ríkið um efndir á þjónustusamningi. Félagið telur ríkið ekki hafa staðið við sinn hluta samningsins upp á 400 milljónir króna. „Þetta er hrikalega þungbært að stjórn félagsins telji sig þurfa að grípa til þessara aðgerða sem eru nauðsynlegar til að endurskipuleggja reksturinn. En þetta þýðir það að það liggur fyrir að staðan á félaginu er alvarleg eins og hefur margoft komið fram í fjölmiðlum,“ sagði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „En auðvitað er þetta þannig að Herjólfur siglir áfram og það verða áfram störf þarna um borð. En þetta er bara ekki einfalt. Það er ekki einfalt að hald uppi samgöngum við Vestmannaeyjar eins og verið hefur.“ Innt eftir því hvort uppsagnirnar á Herjólfi væru af svipuðum meiði og þegar Icelandair sagði upp um 2000 starfsmönnum í vor sagði Íris að hún teldi svo ekki vera. „Nei, það held ég nú ekki. Þá voru menn ekkert að fljúga. Þetta er ekki þannig. Þetta er svigrúm sem stjórnin telur sig þurfa til að geta endurskipulagt reksturinn, af því að auðvitað finnst mér að það ætti að vera borðleggjandi að ríkið greiði samkvæmt þeim samningi sem er á borðinu. En ef peningarnir koma ekki þá þarf stjórn félagsins að hafa eitthvað svigrúm til að sjá hvað hún getur gert,“ sagði Íris. „Það sem er algjör lykill er að ferðatíðnin verði varin. Við erum ekki tilbúin að fara til baka, hvorki við sem stýrum sveitarfélaginu né samfélagið í Vestmannaeyjum. Við ætlum okkur að halda þessari ferðatíðini. […] Það er enginn að fara að bjóða upp á það að það verði enginn Herjólfur.“
Vestmannaeyjar Herjólfur Samgöngur Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öllum starfsmönnum Herjólfs sagt upp Öllum starfsmönnum Herjólfs hefur verið sagt upp samkvæmt heimildum fréttastofu. 31. ágúst 2020 15:18 Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44 Lífróður í ólgusjó verkfalla Alvarleg staða ríkir í samgöngumálum okkar Eyjamanna. Herjólfur er okkar þjóðvegur og gegnir lykilhlutverki í samgöngum við Eyjar. 17. júlí 2020 11:51 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Sjá meira
Öllum starfsmönnum Herjólfs sagt upp Öllum starfsmönnum Herjólfs hefur verið sagt upp samkvæmt heimildum fréttastofu. 31. ágúst 2020 15:18
Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44
Lífróður í ólgusjó verkfalla Alvarleg staða ríkir í samgöngumálum okkar Eyjamanna. Herjólfur er okkar þjóðvegur og gegnir lykilhlutverki í samgöngum við Eyjar. 17. júlí 2020 11:51