„September hefst með látum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. september 2020 11:35 Gular viðvaranir eru í gildi fyrir fimmtudag og föstudag. Mynd/Veðurstofa Ísland „September hefst með látum.“ Svo hljóðar upphafið á Facebook-færslu Veðurstofunnar þar sem greint er frá því að gefnar hafi verið út gular viðvaranir fyrir fjögur spásvæði síðar í vikunni. Viðvaranirnar ná yfir Norðurland vestra, Norðurland eystra, Miðhálendið og Austurland að Glettingi og eru þær í gildi frá því klukkan 17 á fimmtudaginn fram að miðnætti á föstudag, hið minnsta. „Útlit er fyrir norðan hvassviðri eða storm, 15-20 m/s og talsverða úrkomu, sem fellur ýmist sem slydda eða snjókoma til fjalla. Veðrið gæti skapað vandræði fyrir búfénaði, einkum kindum til fjalla. Líklegt er að færð spillist á fjallvegum og ferðalangar á svæðinu ættu að huga vel að veðurspám,“ segir á Facebook-síðu Veðurstofunnar. Ekki djúp en kröpp Eiríkur Örn Jóhannsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að sökudólgurinn sé lægð sem sé að koma upp að landinu. „Ekkert sérstaklega djúp en svolítið kröpp,“ segir hann. Það muni koma betur í ljós næstu daga hvernig lægðin muni haga sér en þó sé ekki viðbúið að hún nái inn í helgina. Hvetur hann íbúa á svæðunum sem viðvaranirnar ná til til þess að huga að lausamunum í görðum og nærliggjandi svæðum, enda muni talsvert hvassviðri fylgja lægðinni. Veðurhorfur á landinu Suðvestan 3-10 m/s og skúrir, einkum sunnan- og vestanlands. Snýst í norðaustan 8-13 á Vestfjörðum undir kvöld, en lægir heldur í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustantil. Gengur í norðaustan 8-15 með rigningu á morgun, en úrkomuminna norðvestantil. Kólnar heldur fyrir norðan. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Norðan 10-18 m/s, hvassast norðvestantil. Rigning, talsverð norðaustan- og austanlands, en úrkomulítið um landið suðvestanvert. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast syðst. Á föstudag: Norðvestan 8-15 m/s, en 15-20 norðan- og austanlands fram að kvöldi. Rigning á Norður- og Austurlandi og slydda til fjalla, en annars þurrt að kalla. Dregur úr vindi og léttir til sunnan- og vestantil seinnipartinn. Hiti 2 til 9 stig, svalast norðanlands. Á laugardag: Breytileg átt, 3-8 m/s og bjartviðri, en lítilsháttar væta norðaustanlands. Hlýnar heldur í veðri. Á sunnudag: Sunnan strekkingur eða allhvass vindur og rigning, en lengst af þurrt norðaustantil. Hlýnandi. Á mánudag: Allhvöss sunnan og síðar vestanátt. Rigning, einkum vestantil og milt veður. Veður Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
„September hefst með látum.“ Svo hljóðar upphafið á Facebook-færslu Veðurstofunnar þar sem greint er frá því að gefnar hafi verið út gular viðvaranir fyrir fjögur spásvæði síðar í vikunni. Viðvaranirnar ná yfir Norðurland vestra, Norðurland eystra, Miðhálendið og Austurland að Glettingi og eru þær í gildi frá því klukkan 17 á fimmtudaginn fram að miðnætti á föstudag, hið minnsta. „Útlit er fyrir norðan hvassviðri eða storm, 15-20 m/s og talsverða úrkomu, sem fellur ýmist sem slydda eða snjókoma til fjalla. Veðrið gæti skapað vandræði fyrir búfénaði, einkum kindum til fjalla. Líklegt er að færð spillist á fjallvegum og ferðalangar á svæðinu ættu að huga vel að veðurspám,“ segir á Facebook-síðu Veðurstofunnar. Ekki djúp en kröpp Eiríkur Örn Jóhannsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að sökudólgurinn sé lægð sem sé að koma upp að landinu. „Ekkert sérstaklega djúp en svolítið kröpp,“ segir hann. Það muni koma betur í ljós næstu daga hvernig lægðin muni haga sér en þó sé ekki viðbúið að hún nái inn í helgina. Hvetur hann íbúa á svæðunum sem viðvaranirnar ná til til þess að huga að lausamunum í görðum og nærliggjandi svæðum, enda muni talsvert hvassviðri fylgja lægðinni. Veðurhorfur á landinu Suðvestan 3-10 m/s og skúrir, einkum sunnan- og vestanlands. Snýst í norðaustan 8-13 á Vestfjörðum undir kvöld, en lægir heldur í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustantil. Gengur í norðaustan 8-15 með rigningu á morgun, en úrkomuminna norðvestantil. Kólnar heldur fyrir norðan. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Norðan 10-18 m/s, hvassast norðvestantil. Rigning, talsverð norðaustan- og austanlands, en úrkomulítið um landið suðvestanvert. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast syðst. Á föstudag: Norðvestan 8-15 m/s, en 15-20 norðan- og austanlands fram að kvöldi. Rigning á Norður- og Austurlandi og slydda til fjalla, en annars þurrt að kalla. Dregur úr vindi og léttir til sunnan- og vestantil seinnipartinn. Hiti 2 til 9 stig, svalast norðanlands. Á laugardag: Breytileg átt, 3-8 m/s og bjartviðri, en lítilsháttar væta norðaustanlands. Hlýnar heldur í veðri. Á sunnudag: Sunnan strekkingur eða allhvass vindur og rigning, en lengst af þurrt norðaustantil. Hlýnandi. Á mánudag: Allhvöss sunnan og síðar vestanátt. Rigning, einkum vestantil og milt veður.
Suðvestan 3-10 m/s og skúrir, einkum sunnan- og vestanlands. Snýst í norðaustan 8-13 á Vestfjörðum undir kvöld, en lægir heldur í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustantil. Gengur í norðaustan 8-15 með rigningu á morgun, en úrkomuminna norðvestantil. Kólnar heldur fyrir norðan.
Á fimmtudag: Norðan 10-18 m/s, hvassast norðvestantil. Rigning, talsverð norðaustan- og austanlands, en úrkomulítið um landið suðvestanvert. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast syðst. Á föstudag: Norðvestan 8-15 m/s, en 15-20 norðan- og austanlands fram að kvöldi. Rigning á Norður- og Austurlandi og slydda til fjalla, en annars þurrt að kalla. Dregur úr vindi og léttir til sunnan- og vestantil seinnipartinn. Hiti 2 til 9 stig, svalast norðanlands. Á laugardag: Breytileg átt, 3-8 m/s og bjartviðri, en lítilsháttar væta norðaustanlands. Hlýnar heldur í veðri. Á sunnudag: Sunnan strekkingur eða allhvass vindur og rigning, en lengst af þurrt norðaustantil. Hlýnandi. Á mánudag: Allhvöss sunnan og síðar vestanátt. Rigning, einkum vestantil og milt veður.
Veður Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira