Hugleiðingar í kjölfar atvinnumissis í ferðaþjónustu Björn Jónsson skrifar 1. september 2020 10:30 Fyrir nokkrum mánuðum, í upphafi heimsfaraldursins, skrifaði ég smá hugleiðingar mínar um stöðu ferðaþjónustunnar og hversu mikilvægt það væri að hjálpa fyrirtækjum og starfsfólki í greininni. Greininni þar sem um 25.000 manns starfa, um land allt. Greininni sem hefur skapað íslensku þjóðarbúi hundruð milljarða í gjaldeyristekjur á undanförnum árum og þannig byggt upp, að stórum hluta, þá velsæld sem hér í raun ríkir. Við skulum ekki gleyma því að hér varð algjört efnahagslegt hrun fyrir rúmum 10 árum. Með hjálp ferðaþjónustunnar og erlendra ferðamanna hefur okkur tekist að byggja upp sameiginlega sjóði og innviði, sem hjálpa okkur í dag að takast á við þá efnahagslegu erfiðleika sem nú blasa við. Nú er hins vegar búið að skrúfa nokkurn veginn algjörlega fyrir þessa tekjuöflun þjóðarinnar um óákveðinn tíma. Afleiðingarnar eru slæmar og virðist versta niðurstaðan, sem ég leiddi hugann að í vor, vera nú að raungerast. Fullt af góðu fólki er að missa vinnuna, fyrirtæki verða gjaldþrota og önnur loka tímabundið, í von um betri tíð síðar. Eitthvað sem enginn getur sagt til um með vissu hvort eða hvenær verði. Þau fyrirtæki sem eftir standa, verða ekki svipur hjá sjón, miðað við fyrir heimsfaraldur. Ákvarðanirnar sem þessu valda, virðast hafa verið teknar án samtals við þá sem þær bitna einna helst á og áætlun um næstu skref virðist ekki vera til staðar. Eins og oft hefur verið nefnt lifum við á fordæmalausum tímum og í raun veit enginn nákvæmlega hvernig við eigum að takast á við vandann. Allir hafa hins vegar skoðanir á því. Öll höfum við líka hagsmuni af þeim ákvörðunum sem eru teknar, sem og þeim sem ekki eru teknar. Okkur líður öllum alls konar og ekkert okkar vill vera í þeirri stöðu sem við erum í. Veiran hefur heft frelsi okkar, við megum ekki hitta hvern þann sem við viljum, fáum ekki að ferðast óheft, megum ekki safnast saman og við megum ekki gera hluti, sem okkur þóttu eðlislægir, fyrir ekki svo mörgum mánuðum. Skyndilega getur of mikil nálægð við annað fólk reynst hættuleg. Veiran hefur svipt marga atvinnunni og möguleikum til tekjuöflunar og þar með skert lífsgæði þeirra. Verst er þó að veiran hefur svipt suma heilsunni og jafnvel lífinu. Fólk hefur misst ástvini. Allt þetta skapar tilfinningar hjá okkur og er eðlilegt að þessar tilfinningar finni sér farveg. Einn farvegurinn er að finna sökudólga, finna einhvern (eða eitthvað) til að kenna um ástandið. Ég er ekki viss um að það hjálpi okkur, í þeirri stöðu sem við erum í, að finna sökudólga. Það mun svo sannarlega ekki leysa vandann eða færa okkur nær lausninni, að benda á allt og alla og skamma einstaklinga eða úthrópa fyrirtækjum, stjórnvöldum eða hagsmunasamtökum. Það að leita sökudólga er í besta falli fóður fyrir kjaftasögur á kaffistofunni, en í versta falli leið til að sundra fólki og særa. Ferðaþjónustan hefur ekki farið varhluta af þessu og margir kennt henni um að veiran hafi sprottið upp aftur. Vinsælt tónlistarfólk hefur m.a. öskrað hátt á samfélagsmiðlum og háskólaprófessorar sagt nánast að réttlætanlegt sé að fórna ferðaþjónustunni, að því virðist vera án rökstuðnings. Samfélagsmiðlar eru stútfullir af pistlum og athugasemdum um græðgi og frekju fyrirtækjanna í ferðaþjónustu, sem hugsa bara um eigin hagsmuni og vilji einungis græða peninga á erlendum ferðamönnum. Það eina sem þessi fyrirtæki eru þó að reyna, er að bjarga störfum og verðmætum. Fyrirtæki eru lítið annað en fólkið sem þar vinnur. Það er ekki græðgi að vilja bjarga störfum fólks og skapa verðmæti, svo hægt sé að borga fólki laun. Laun sem fólk notar út í samfélaginu. Oft er talað um að halda verði uppi menningarlífi í landinu og til þess þurfum við að takmarka aðgang útlendinga að landinu. Hvað ætli sé eitt af því fyrsta sem atvinnulaust fólk neitar sér um? Sennilega eru menning og listir ofarlega á þeim lista. Það eru því hagsmunir okkar allra, að sem flestir hafi vinnu. Við erum í þessu saman og við þurfum að finna sameiginlegar og skynsamlegar lausnir. Við erum jú einu sinni samfélag. Þessar hugleiðingar mínar skrifa ég, í stöðu sem ég hef ekki áður verið í á lífsleiðinni, en þ.e. án atvinnu. Ég er einn fjölmargra sem þurfa nú að kveðja frábæran vinnustað, yndislega samstarfsfélaga og góða vini. Það er sárt. Það er líka sárt að lesa um og heyra talað um græðgi ferðaþjónustannar. En eins og áður segir, líður okkur öllum alls konar. Við erum öll að reyna okkar besta. Reyna að fóta okkur í veruleika sem sem við fæst kærum okkur um. Ég er hins vegar sannfærður um að við komumst í gegnum þetta ástand m.a. með auknu umburðarlyndi, færri ásökunum og auknum skilningi á mismunandi aðstæðum. Bóluefni myndi heldur ekki skemma fyrir. Ég er líka sannfærður um það, að fljótlega munum við aftur taka á móti erlendum ferðamönnum, með sama myndarskap og við höfum gert í gegnum árin. Eftir rúman áratug á besta vinnustað landsins, taka við nýir tímar hjá mér. Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, en ég veit þó að hún býður upp á ný tækifæri og valmöguleika. Það er mitt að nýta það. Það er best að takast á við það með jákvæðni, opnum hug og muna að gleyma ekki gleðinni. Höfundur er fyrrum starfsmaður í ferðaþjónustufyrirtæki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum mánuðum, í upphafi heimsfaraldursins, skrifaði ég smá hugleiðingar mínar um stöðu ferðaþjónustunnar og hversu mikilvægt það væri að hjálpa fyrirtækjum og starfsfólki í greininni. Greininni þar sem um 25.000 manns starfa, um land allt. Greininni sem hefur skapað íslensku þjóðarbúi hundruð milljarða í gjaldeyristekjur á undanförnum árum og þannig byggt upp, að stórum hluta, þá velsæld sem hér í raun ríkir. Við skulum ekki gleyma því að hér varð algjört efnahagslegt hrun fyrir rúmum 10 árum. Með hjálp ferðaþjónustunnar og erlendra ferðamanna hefur okkur tekist að byggja upp sameiginlega sjóði og innviði, sem hjálpa okkur í dag að takast á við þá efnahagslegu erfiðleika sem nú blasa við. Nú er hins vegar búið að skrúfa nokkurn veginn algjörlega fyrir þessa tekjuöflun þjóðarinnar um óákveðinn tíma. Afleiðingarnar eru slæmar og virðist versta niðurstaðan, sem ég leiddi hugann að í vor, vera nú að raungerast. Fullt af góðu fólki er að missa vinnuna, fyrirtæki verða gjaldþrota og önnur loka tímabundið, í von um betri tíð síðar. Eitthvað sem enginn getur sagt til um með vissu hvort eða hvenær verði. Þau fyrirtæki sem eftir standa, verða ekki svipur hjá sjón, miðað við fyrir heimsfaraldur. Ákvarðanirnar sem þessu valda, virðast hafa verið teknar án samtals við þá sem þær bitna einna helst á og áætlun um næstu skref virðist ekki vera til staðar. Eins og oft hefur verið nefnt lifum við á fordæmalausum tímum og í raun veit enginn nákvæmlega hvernig við eigum að takast á við vandann. Allir hafa hins vegar skoðanir á því. Öll höfum við líka hagsmuni af þeim ákvörðunum sem eru teknar, sem og þeim sem ekki eru teknar. Okkur líður öllum alls konar og ekkert okkar vill vera í þeirri stöðu sem við erum í. Veiran hefur heft frelsi okkar, við megum ekki hitta hvern þann sem við viljum, fáum ekki að ferðast óheft, megum ekki safnast saman og við megum ekki gera hluti, sem okkur þóttu eðlislægir, fyrir ekki svo mörgum mánuðum. Skyndilega getur of mikil nálægð við annað fólk reynst hættuleg. Veiran hefur svipt marga atvinnunni og möguleikum til tekjuöflunar og þar með skert lífsgæði þeirra. Verst er þó að veiran hefur svipt suma heilsunni og jafnvel lífinu. Fólk hefur misst ástvini. Allt þetta skapar tilfinningar hjá okkur og er eðlilegt að þessar tilfinningar finni sér farveg. Einn farvegurinn er að finna sökudólga, finna einhvern (eða eitthvað) til að kenna um ástandið. Ég er ekki viss um að það hjálpi okkur, í þeirri stöðu sem við erum í, að finna sökudólga. Það mun svo sannarlega ekki leysa vandann eða færa okkur nær lausninni, að benda á allt og alla og skamma einstaklinga eða úthrópa fyrirtækjum, stjórnvöldum eða hagsmunasamtökum. Það að leita sökudólga er í besta falli fóður fyrir kjaftasögur á kaffistofunni, en í versta falli leið til að sundra fólki og særa. Ferðaþjónustan hefur ekki farið varhluta af þessu og margir kennt henni um að veiran hafi sprottið upp aftur. Vinsælt tónlistarfólk hefur m.a. öskrað hátt á samfélagsmiðlum og háskólaprófessorar sagt nánast að réttlætanlegt sé að fórna ferðaþjónustunni, að því virðist vera án rökstuðnings. Samfélagsmiðlar eru stútfullir af pistlum og athugasemdum um græðgi og frekju fyrirtækjanna í ferðaþjónustu, sem hugsa bara um eigin hagsmuni og vilji einungis græða peninga á erlendum ferðamönnum. Það eina sem þessi fyrirtæki eru þó að reyna, er að bjarga störfum og verðmætum. Fyrirtæki eru lítið annað en fólkið sem þar vinnur. Það er ekki græðgi að vilja bjarga störfum fólks og skapa verðmæti, svo hægt sé að borga fólki laun. Laun sem fólk notar út í samfélaginu. Oft er talað um að halda verði uppi menningarlífi í landinu og til þess þurfum við að takmarka aðgang útlendinga að landinu. Hvað ætli sé eitt af því fyrsta sem atvinnulaust fólk neitar sér um? Sennilega eru menning og listir ofarlega á þeim lista. Það eru því hagsmunir okkar allra, að sem flestir hafi vinnu. Við erum í þessu saman og við þurfum að finna sameiginlegar og skynsamlegar lausnir. Við erum jú einu sinni samfélag. Þessar hugleiðingar mínar skrifa ég, í stöðu sem ég hef ekki áður verið í á lífsleiðinni, en þ.e. án atvinnu. Ég er einn fjölmargra sem þurfa nú að kveðja frábæran vinnustað, yndislega samstarfsfélaga og góða vini. Það er sárt. Það er líka sárt að lesa um og heyra talað um græðgi ferðaþjónustannar. En eins og áður segir, líður okkur öllum alls konar. Við erum öll að reyna okkar besta. Reyna að fóta okkur í veruleika sem sem við fæst kærum okkur um. Ég er hins vegar sannfærður um að við komumst í gegnum þetta ástand m.a. með auknu umburðarlyndi, færri ásökunum og auknum skilningi á mismunandi aðstæðum. Bóluefni myndi heldur ekki skemma fyrir. Ég er líka sannfærður um það, að fljótlega munum við aftur taka á móti erlendum ferðamönnum, með sama myndarskap og við höfum gert í gegnum árin. Eftir rúman áratug á besta vinnustað landsins, taka við nýir tímar hjá mér. Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, en ég veit þó að hún býður upp á ný tækifæri og valmöguleika. Það er mitt að nýta það. Það er best að takast á við það með jákvæðni, opnum hug og muna að gleyma ekki gleðinni. Höfundur er fyrrum starfsmaður í ferðaþjónustufyrirtæki.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun