Öllum starfsmönnum Herjólfs sagt upp Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 15:18 Herjólfur. Vísir/vilhelm Öllum starfsmönnum Herjólfs ohf. hefur verið sagt upp. Uppsagnirnar ná til allra starfsmanna fyrirtækisins í öllum deildum þess. Í tilkynningu frá stjórn Herjólfs ohf. sem send var fjölmiðlum seint á fjórða tímanum í dag segir að þann 20. ágúst hafi félagið byrjað ferli að hópuppsögn allra starfsmanna. Á þeim tímapunkti hafi endanleg niðurstaða þó ekki legið fyrir. Það hafi ekki verið fyrr en í dag, 31. ágúst, að stjórn Herjólfs tók „þá sársaukafullu ákvörðun“ að segja öllum starfsmönnum upp. „Er það gert í varúðarskyni þar sem stjórnin telur óábyrgt að halda út í frekari óvissu með rekstur félagsins að öllu óbreyttu,“ segir í tilkynningu. Ekki kemur fram í tilkynningu hversu margir missa vinnuna í uppsögnum dagsins en samkvæmt starfsmannalista á heimasíðu Herjólfs starfa hátt í sextíu manns hjá fyrirtækinu. Kórónuveira og meintar vanefndir ríkisins Í tilkynningu eru áhrif kórónuveirunnar á reksturinn sögð ein ástæðan að baki uppsögnunum. Ekki liggi heldur fyrir niðurstaða eða ákvörðun ríkisins um að „bæta í núverandi þjónustusamning vegna áhrifa á reksturinn.“ „Einnig telur stjórn félagsins að ekki hafi verið staðið fyllilega við gerðan þjónustusamning vegna ferjusiglinga milli lands og Eyja,“ segir í tilkynningu Herjólfs ohf. Þá sé vinna við endurskoðun á frekari fjárframlögum og á rekstri félagsins í gangi þó engin niðurstaða liggi fyrir. Þeirri vinnu verði hraðað eins og kostur er. Ekki hefur náðst í Guðbjart Ellert Jónsson framkvæmdastjóra Herjólfs vegna málsins í dag. Í frétt Eyjafrétta um málið segir að tilkynnt hafi verið um uppsagnir starfsmanna á starfsmannafundi Herjólfs ohf. sem lauk nú síðdegis. Þá hafi starfsfólkið þriggja mánaða uppsagnarfrest og Herjólfur muni því sigla með óbreyttu sniði til 1. desember. Vestmannaeyjaferjan Herjólfur hefur verið rekin með miklu tapi undanfarin misseri, einkum vegna kórónuveirufaraldursins. Greint var frá því í Morgunblaðinu um helgina að Herjólfur ohf. hafi gert rúmlega 400 milljóna kröfu á ríkið vegna styrkja sem félagið telur sig hafa verið hlunnfarið um. Fréttin hefur verið uppfærð. Herjólfur Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjómannafélagið hafi fundið fyrir miklum þrýstingi Formaður Sjómannafélags Íslands segir félagið hafa fundið fyrir miklum þrýstingi en hann sé vongóður um að samningar náist fyrir rest. 21. júlí 2020 12:00 Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44 Lífróður í ólgusjó verkfalla Alvarleg staða ríkir í samgöngumálum okkar Eyjamanna. Herjólfur er okkar þjóðvegur og gegnir lykilhlutverki í samgöngum við Eyjar. 17. júlí 2020 11:51 Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Öllum starfsmönnum Herjólfs ohf. hefur verið sagt upp. Uppsagnirnar ná til allra starfsmanna fyrirtækisins í öllum deildum þess. Í tilkynningu frá stjórn Herjólfs ohf. sem send var fjölmiðlum seint á fjórða tímanum í dag segir að þann 20. ágúst hafi félagið byrjað ferli að hópuppsögn allra starfsmanna. Á þeim tímapunkti hafi endanleg niðurstaða þó ekki legið fyrir. Það hafi ekki verið fyrr en í dag, 31. ágúst, að stjórn Herjólfs tók „þá sársaukafullu ákvörðun“ að segja öllum starfsmönnum upp. „Er það gert í varúðarskyni þar sem stjórnin telur óábyrgt að halda út í frekari óvissu með rekstur félagsins að öllu óbreyttu,“ segir í tilkynningu. Ekki kemur fram í tilkynningu hversu margir missa vinnuna í uppsögnum dagsins en samkvæmt starfsmannalista á heimasíðu Herjólfs starfa hátt í sextíu manns hjá fyrirtækinu. Kórónuveira og meintar vanefndir ríkisins Í tilkynningu eru áhrif kórónuveirunnar á reksturinn sögð ein ástæðan að baki uppsögnunum. Ekki liggi heldur fyrir niðurstaða eða ákvörðun ríkisins um að „bæta í núverandi þjónustusamning vegna áhrifa á reksturinn.“ „Einnig telur stjórn félagsins að ekki hafi verið staðið fyllilega við gerðan þjónustusamning vegna ferjusiglinga milli lands og Eyja,“ segir í tilkynningu Herjólfs ohf. Þá sé vinna við endurskoðun á frekari fjárframlögum og á rekstri félagsins í gangi þó engin niðurstaða liggi fyrir. Þeirri vinnu verði hraðað eins og kostur er. Ekki hefur náðst í Guðbjart Ellert Jónsson framkvæmdastjóra Herjólfs vegna málsins í dag. Í frétt Eyjafrétta um málið segir að tilkynnt hafi verið um uppsagnir starfsmanna á starfsmannafundi Herjólfs ohf. sem lauk nú síðdegis. Þá hafi starfsfólkið þriggja mánaða uppsagnarfrest og Herjólfur muni því sigla með óbreyttu sniði til 1. desember. Vestmannaeyjaferjan Herjólfur hefur verið rekin með miklu tapi undanfarin misseri, einkum vegna kórónuveirufaraldursins. Greint var frá því í Morgunblaðinu um helgina að Herjólfur ohf. hafi gert rúmlega 400 milljóna kröfu á ríkið vegna styrkja sem félagið telur sig hafa verið hlunnfarið um. Fréttin hefur verið uppfærð.
Herjólfur Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjómannafélagið hafi fundið fyrir miklum þrýstingi Formaður Sjómannafélags Íslands segir félagið hafa fundið fyrir miklum þrýstingi en hann sé vongóður um að samningar náist fyrir rest. 21. júlí 2020 12:00 Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44 Lífróður í ólgusjó verkfalla Alvarleg staða ríkir í samgöngumálum okkar Eyjamanna. Herjólfur er okkar þjóðvegur og gegnir lykilhlutverki í samgöngum við Eyjar. 17. júlí 2020 11:51 Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Sjómannafélagið hafi fundið fyrir miklum þrýstingi Formaður Sjómannafélags Íslands segir félagið hafa fundið fyrir miklum þrýstingi en hann sé vongóður um að samningar náist fyrir rest. 21. júlí 2020 12:00
Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44
Lífróður í ólgusjó verkfalla Alvarleg staða ríkir í samgöngumálum okkar Eyjamanna. Herjólfur er okkar þjóðvegur og gegnir lykilhlutverki í samgöngum við Eyjar. 17. júlí 2020 11:51