Segir mestu óvissuna liggja í því hversu djúpstæð og löng kreppan verður Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 31. ágúst 2020 12:55 Hagfræðingur Landsbankans segir að rekja megi mikinn samdrátt í útflutningi á árinu til samdráttar í ferðaþjónustu. Myndin er tekin á Þingvöllum í júlí en undanfarin sumur hefur vart verið þverfótað fyrir ferðamönnum í þjóðgarðinum. Vísir/Vilhelm Landsframleiðsla hér á landi hefur dregist saman um 9,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2020 og er það mesti samdráttur frá upphafi mælinga. Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir að hér sér skollin á kreppa. Mesta óvissan liggi í því hversu djúpstæð og löng hún verður. Hann er þó bjartsýnn á að hún verði ekki löng en það velti á því hversu fljótt bóluefni við Covid-19 líti dagsins ljós. Áætlað er að landsframleiðsla hafi dregist saman um 9,3 prósent að raungildi á öðrum ársfjórðungi borið saman við sama tímabil í fyrra. Það er mesti samdráttur sem mælst hefur síðan mælingar hófust hér á landi. Heildarfjöldi vinnustunda hefur dregist saman um 11,3 prósent á ársfjórðungnum miðað við sama tímabil í fyrra, þjóðarútgjöld drógust saman um 7,1 prósent og samdráttur í einkaneyslu mældist 8,3 prósent. Útflutningur dróst saman um 38,8 prósent en samdráttur í innflutningi mældist 34,8 prósent. Gústaf segir að rekja megi þennan mikla samdrátt í útflutningi til samdráttar í ferðaþjónustu. „Það er náttúrulega met samdráttur í útflutningi og það er fyrst og fremst það sem er að skýra þennan samdrátt,“ segir Gústaf. Almenn skilgreining á kreppu er sú að landsframleiðsla dragist saman tvo ársfjórðunga í röð. Á fyrri ársfjórðungi þessa árs dróst landsframleiðsla saman um 5,7 prósent og má því segja að á sé skollin kreppa. „Þetta er í sjálfu sér kreppa og mesta óvissan liggur í því hversu djúpstæð og löng hún verður,“ segir Gústaf. Í mælingum gætir merkjanlegra áhrifa af heimsfaraldri COVID-19 „Orsökin er fyrst og fremst Covid og það sem Covid hefur haft áhrif á hér heima er ferðaþjónustan sem hefur leitt til uppsagna í greininni og sér kannski ekki fyrir endann á því,“ segir Gústaf. Takmarkanir á ferðalögum fólks á milli landa hafi haft veruleg áhrif á bæði inn- og útflutning þjónustu. „Það hefur dregið mjög mikið úr ferðalögum Íslendinga erlendis og það hefur dregið mjög mikið úr þessum samdrætti þannig að þetta hefur bæði jákvæð og neikvæð áhrif á hagvöxt.“ Fyrstu niðurstöður alþjóðlegs samanburðar benda til þess að samdrátturinn hafi víða verið umtalsvert meiri en hér á landi. Það á sérstaklega við um þau ríki þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið skæðastur. Samdráttur er þó sögulega mikill hér á landi og mestur ef horft er á Norðurlöndin. Gústaf segir að innviðirnir séu sterkir og er bjartsýnn á að tímabilið verði ekki langt. „Ef að bóluefni kemur fljótlega og ferðatakmarkanir í heiminum líða fljótlega undir lok er ég frekar bjartsýnn á að við verðum tiltölulega fljót að koma okkur upp úr þessari lægð,“ segir Gústaf. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Sögulegur samdráttur í landsframleiðslu Áætlað er að landsframleiðsla hér á landi hafi dregist saman um 9,3% að raungildi á 2. ársfjórðungi þessa árs borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. ágúst 2020 10:04 Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Landsframleiðsla hér á landi hefur dregist saman um 9,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2020 og er það mesti samdráttur frá upphafi mælinga. Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir að hér sér skollin á kreppa. Mesta óvissan liggi í því hversu djúpstæð og löng hún verður. Hann er þó bjartsýnn á að hún verði ekki löng en það velti á því hversu fljótt bóluefni við Covid-19 líti dagsins ljós. Áætlað er að landsframleiðsla hafi dregist saman um 9,3 prósent að raungildi á öðrum ársfjórðungi borið saman við sama tímabil í fyrra. Það er mesti samdráttur sem mælst hefur síðan mælingar hófust hér á landi. Heildarfjöldi vinnustunda hefur dregist saman um 11,3 prósent á ársfjórðungnum miðað við sama tímabil í fyrra, þjóðarútgjöld drógust saman um 7,1 prósent og samdráttur í einkaneyslu mældist 8,3 prósent. Útflutningur dróst saman um 38,8 prósent en samdráttur í innflutningi mældist 34,8 prósent. Gústaf segir að rekja megi þennan mikla samdrátt í útflutningi til samdráttar í ferðaþjónustu. „Það er náttúrulega met samdráttur í útflutningi og það er fyrst og fremst það sem er að skýra þennan samdrátt,“ segir Gústaf. Almenn skilgreining á kreppu er sú að landsframleiðsla dragist saman tvo ársfjórðunga í röð. Á fyrri ársfjórðungi þessa árs dróst landsframleiðsla saman um 5,7 prósent og má því segja að á sé skollin kreppa. „Þetta er í sjálfu sér kreppa og mesta óvissan liggur í því hversu djúpstæð og löng hún verður,“ segir Gústaf. Í mælingum gætir merkjanlegra áhrifa af heimsfaraldri COVID-19 „Orsökin er fyrst og fremst Covid og það sem Covid hefur haft áhrif á hér heima er ferðaþjónustan sem hefur leitt til uppsagna í greininni og sér kannski ekki fyrir endann á því,“ segir Gústaf. Takmarkanir á ferðalögum fólks á milli landa hafi haft veruleg áhrif á bæði inn- og útflutning þjónustu. „Það hefur dregið mjög mikið úr ferðalögum Íslendinga erlendis og það hefur dregið mjög mikið úr þessum samdrætti þannig að þetta hefur bæði jákvæð og neikvæð áhrif á hagvöxt.“ Fyrstu niðurstöður alþjóðlegs samanburðar benda til þess að samdrátturinn hafi víða verið umtalsvert meiri en hér á landi. Það á sérstaklega við um þau ríki þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið skæðastur. Samdráttur er þó sögulega mikill hér á landi og mestur ef horft er á Norðurlöndin. Gústaf segir að innviðirnir séu sterkir og er bjartsýnn á að tímabilið verði ekki langt. „Ef að bóluefni kemur fljótlega og ferðatakmarkanir í heiminum líða fljótlega undir lok er ég frekar bjartsýnn á að við verðum tiltölulega fljót að koma okkur upp úr þessari lægð,“ segir Gústaf.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Sögulegur samdráttur í landsframleiðslu Áætlað er að landsframleiðsla hér á landi hafi dregist saman um 9,3% að raungildi á 2. ársfjórðungi þessa árs borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. ágúst 2020 10:04 Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Sögulegur samdráttur í landsframleiðslu Áætlað er að landsframleiðsla hér á landi hafi dregist saman um 9,3% að raungildi á 2. ársfjórðungi þessa árs borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. ágúst 2020 10:04