Segir mestu óvissuna liggja í því hversu djúpstæð og löng kreppan verður Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 31. ágúst 2020 12:55 Hagfræðingur Landsbankans segir að rekja megi mikinn samdrátt í útflutningi á árinu til samdráttar í ferðaþjónustu. Myndin er tekin á Þingvöllum í júlí en undanfarin sumur hefur vart verið þverfótað fyrir ferðamönnum í þjóðgarðinum. Vísir/Vilhelm Landsframleiðsla hér á landi hefur dregist saman um 9,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2020 og er það mesti samdráttur frá upphafi mælinga. Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir að hér sér skollin á kreppa. Mesta óvissan liggi í því hversu djúpstæð og löng hún verður. Hann er þó bjartsýnn á að hún verði ekki löng en það velti á því hversu fljótt bóluefni við Covid-19 líti dagsins ljós. Áætlað er að landsframleiðsla hafi dregist saman um 9,3 prósent að raungildi á öðrum ársfjórðungi borið saman við sama tímabil í fyrra. Það er mesti samdráttur sem mælst hefur síðan mælingar hófust hér á landi. Heildarfjöldi vinnustunda hefur dregist saman um 11,3 prósent á ársfjórðungnum miðað við sama tímabil í fyrra, þjóðarútgjöld drógust saman um 7,1 prósent og samdráttur í einkaneyslu mældist 8,3 prósent. Útflutningur dróst saman um 38,8 prósent en samdráttur í innflutningi mældist 34,8 prósent. Gústaf segir að rekja megi þennan mikla samdrátt í útflutningi til samdráttar í ferðaþjónustu. „Það er náttúrulega met samdráttur í útflutningi og það er fyrst og fremst það sem er að skýra þennan samdrátt,“ segir Gústaf. Almenn skilgreining á kreppu er sú að landsframleiðsla dragist saman tvo ársfjórðunga í röð. Á fyrri ársfjórðungi þessa árs dróst landsframleiðsla saman um 5,7 prósent og má því segja að á sé skollin kreppa. „Þetta er í sjálfu sér kreppa og mesta óvissan liggur í því hversu djúpstæð og löng hún verður,“ segir Gústaf. Í mælingum gætir merkjanlegra áhrifa af heimsfaraldri COVID-19 „Orsökin er fyrst og fremst Covid og það sem Covid hefur haft áhrif á hér heima er ferðaþjónustan sem hefur leitt til uppsagna í greininni og sér kannski ekki fyrir endann á því,“ segir Gústaf. Takmarkanir á ferðalögum fólks á milli landa hafi haft veruleg áhrif á bæði inn- og útflutning þjónustu. „Það hefur dregið mjög mikið úr ferðalögum Íslendinga erlendis og það hefur dregið mjög mikið úr þessum samdrætti þannig að þetta hefur bæði jákvæð og neikvæð áhrif á hagvöxt.“ Fyrstu niðurstöður alþjóðlegs samanburðar benda til þess að samdrátturinn hafi víða verið umtalsvert meiri en hér á landi. Það á sérstaklega við um þau ríki þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið skæðastur. Samdráttur er þó sögulega mikill hér á landi og mestur ef horft er á Norðurlöndin. Gústaf segir að innviðirnir séu sterkir og er bjartsýnn á að tímabilið verði ekki langt. „Ef að bóluefni kemur fljótlega og ferðatakmarkanir í heiminum líða fljótlega undir lok er ég frekar bjartsýnn á að við verðum tiltölulega fljót að koma okkur upp úr þessari lægð,“ segir Gústaf. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Sögulegur samdráttur í landsframleiðslu Áætlað er að landsframleiðsla hér á landi hafi dregist saman um 9,3% að raungildi á 2. ársfjórðungi þessa árs borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. ágúst 2020 10:04 Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Landsframleiðsla hér á landi hefur dregist saman um 9,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2020 og er það mesti samdráttur frá upphafi mælinga. Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir að hér sér skollin á kreppa. Mesta óvissan liggi í því hversu djúpstæð og löng hún verður. Hann er þó bjartsýnn á að hún verði ekki löng en það velti á því hversu fljótt bóluefni við Covid-19 líti dagsins ljós. Áætlað er að landsframleiðsla hafi dregist saman um 9,3 prósent að raungildi á öðrum ársfjórðungi borið saman við sama tímabil í fyrra. Það er mesti samdráttur sem mælst hefur síðan mælingar hófust hér á landi. Heildarfjöldi vinnustunda hefur dregist saman um 11,3 prósent á ársfjórðungnum miðað við sama tímabil í fyrra, þjóðarútgjöld drógust saman um 7,1 prósent og samdráttur í einkaneyslu mældist 8,3 prósent. Útflutningur dróst saman um 38,8 prósent en samdráttur í innflutningi mældist 34,8 prósent. Gústaf segir að rekja megi þennan mikla samdrátt í útflutningi til samdráttar í ferðaþjónustu. „Það er náttúrulega met samdráttur í útflutningi og það er fyrst og fremst það sem er að skýra þennan samdrátt,“ segir Gústaf. Almenn skilgreining á kreppu er sú að landsframleiðsla dragist saman tvo ársfjórðunga í röð. Á fyrri ársfjórðungi þessa árs dróst landsframleiðsla saman um 5,7 prósent og má því segja að á sé skollin kreppa. „Þetta er í sjálfu sér kreppa og mesta óvissan liggur í því hversu djúpstæð og löng hún verður,“ segir Gústaf. Í mælingum gætir merkjanlegra áhrifa af heimsfaraldri COVID-19 „Orsökin er fyrst og fremst Covid og það sem Covid hefur haft áhrif á hér heima er ferðaþjónustan sem hefur leitt til uppsagna í greininni og sér kannski ekki fyrir endann á því,“ segir Gústaf. Takmarkanir á ferðalögum fólks á milli landa hafi haft veruleg áhrif á bæði inn- og útflutning þjónustu. „Það hefur dregið mjög mikið úr ferðalögum Íslendinga erlendis og það hefur dregið mjög mikið úr þessum samdrætti þannig að þetta hefur bæði jákvæð og neikvæð áhrif á hagvöxt.“ Fyrstu niðurstöður alþjóðlegs samanburðar benda til þess að samdrátturinn hafi víða verið umtalsvert meiri en hér á landi. Það á sérstaklega við um þau ríki þar sem kórónuveirufaraldurinn hefur verið skæðastur. Samdráttur er þó sögulega mikill hér á landi og mestur ef horft er á Norðurlöndin. Gústaf segir að innviðirnir séu sterkir og er bjartsýnn á að tímabilið verði ekki langt. „Ef að bóluefni kemur fljótlega og ferðatakmarkanir í heiminum líða fljótlega undir lok er ég frekar bjartsýnn á að við verðum tiltölulega fljót að koma okkur upp úr þessari lægð,“ segir Gústaf.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Sögulegur samdráttur í landsframleiðslu Áætlað er að landsframleiðsla hér á landi hafi dregist saman um 9,3% að raungildi á 2. ársfjórðungi þessa árs borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. ágúst 2020 10:04 Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Sögulegur samdráttur í landsframleiðslu Áætlað er að landsframleiðsla hér á landi hafi dregist saman um 9,3% að raungildi á 2. ársfjórðungi þessa árs borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. ágúst 2020 10:04