Allt er breytingum háð Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 31. ágúst 2020 07:30 Börnin eru að hefja nám í nýjum skólum þessa dagana. Nýtt umhverfi, nýir kennarar, nýir skólafélagar. Spennandi og kvíðavænlegt í senn. Óljóst hvernig framgangan verður og eflaust þarf lítið til að útaf bregði og takturinn í deginum feli í sér þyngri skref og hug. Nýjar áskoranir í leik og starfi sem teygja og toga hið hefðbundna og þekkta. Við fullorðna fólkið erum að upplifa það sama. Umhverfi okkar hefur verið kollvarpað af smáskratta – veiru sem eirir engu og hlýðir illa því skipulagi sem við vorum búin að stilla upp og temja okkur. Við vorum fegin sólinni í sumar, ekki síst þegar við máttum stækka svæðið okkar til að lifa lítillega. En við erum ennþá varfærin, fetandi hálfgert einstigi í von um að stígurinn breikki og grænki von bráðar. Hvað er gott að hafa í huga við breytingar? Jákvætt hugarfar hraðar för. Skilningur á aðstæðum gefur forskot – breytingar eru óumflýjanlegar og knýja oftar en ekki vöxt og þroska – jafnvel hraðar en í eðlilegu árferði. Iðulega leynast tækifæri í breytingum og þar spilar hugarfar grósku og framfara miklu máli til að opna fyrir sköpunina sem leynist á milli krefjandi áskorana. Óttinn hefur lamandi áhrif og tefur dýnamískt ferli sem fer af stað við breytingar. Þolgæði, þrautseigja og þolinmæði eru sterkir samferðaaðilar til að þola þann titring sem fylgir óvissu umhverfis breytingar. Lærdómsferlið sem breytingar bjóða upp á færa með sér tækifæri til þroska og jafnvel visku. En ætli lykilinnihaldsefnin séu ekki að tala, hugsa og framkvæma áfram og upp. Við erum öll hæfileikarík, dugmikil og kröftug og eigum að styðja hvert annað til dáða. Sýnin mín til þín: Láttu ljós þitt skína og megi endurkastið speglast í sem flestum öðrum einstaklingum og efla ljósið þeirra. Höfundur er í stjórn FKA, eigin atvinnurekstri og fjögurra barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Börnin eru að hefja nám í nýjum skólum þessa dagana. Nýtt umhverfi, nýir kennarar, nýir skólafélagar. Spennandi og kvíðavænlegt í senn. Óljóst hvernig framgangan verður og eflaust þarf lítið til að útaf bregði og takturinn í deginum feli í sér þyngri skref og hug. Nýjar áskoranir í leik og starfi sem teygja og toga hið hefðbundna og þekkta. Við fullorðna fólkið erum að upplifa það sama. Umhverfi okkar hefur verið kollvarpað af smáskratta – veiru sem eirir engu og hlýðir illa því skipulagi sem við vorum búin að stilla upp og temja okkur. Við vorum fegin sólinni í sumar, ekki síst þegar við máttum stækka svæðið okkar til að lifa lítillega. En við erum ennþá varfærin, fetandi hálfgert einstigi í von um að stígurinn breikki og grænki von bráðar. Hvað er gott að hafa í huga við breytingar? Jákvætt hugarfar hraðar för. Skilningur á aðstæðum gefur forskot – breytingar eru óumflýjanlegar og knýja oftar en ekki vöxt og þroska – jafnvel hraðar en í eðlilegu árferði. Iðulega leynast tækifæri í breytingum og þar spilar hugarfar grósku og framfara miklu máli til að opna fyrir sköpunina sem leynist á milli krefjandi áskorana. Óttinn hefur lamandi áhrif og tefur dýnamískt ferli sem fer af stað við breytingar. Þolgæði, þrautseigja og þolinmæði eru sterkir samferðaaðilar til að þola þann titring sem fylgir óvissu umhverfis breytingar. Lærdómsferlið sem breytingar bjóða upp á færa með sér tækifæri til þroska og jafnvel visku. En ætli lykilinnihaldsefnin séu ekki að tala, hugsa og framkvæma áfram og upp. Við erum öll hæfileikarík, dugmikil og kröftug og eigum að styðja hvert annað til dáða. Sýnin mín til þín: Láttu ljós þitt skína og megi endurkastið speglast í sem flestum öðrum einstaklingum og efla ljósið þeirra. Höfundur er í stjórn FKA, eigin atvinnurekstri og fjögurra barna móðir.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun