Allt er breytingum háð Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 31. ágúst 2020 07:30 Börnin eru að hefja nám í nýjum skólum þessa dagana. Nýtt umhverfi, nýir kennarar, nýir skólafélagar. Spennandi og kvíðavænlegt í senn. Óljóst hvernig framgangan verður og eflaust þarf lítið til að útaf bregði og takturinn í deginum feli í sér þyngri skref og hug. Nýjar áskoranir í leik og starfi sem teygja og toga hið hefðbundna og þekkta. Við fullorðna fólkið erum að upplifa það sama. Umhverfi okkar hefur verið kollvarpað af smáskratta – veiru sem eirir engu og hlýðir illa því skipulagi sem við vorum búin að stilla upp og temja okkur. Við vorum fegin sólinni í sumar, ekki síst þegar við máttum stækka svæðið okkar til að lifa lítillega. En við erum ennþá varfærin, fetandi hálfgert einstigi í von um að stígurinn breikki og grænki von bráðar. Hvað er gott að hafa í huga við breytingar? Jákvætt hugarfar hraðar för. Skilningur á aðstæðum gefur forskot – breytingar eru óumflýjanlegar og knýja oftar en ekki vöxt og þroska – jafnvel hraðar en í eðlilegu árferði. Iðulega leynast tækifæri í breytingum og þar spilar hugarfar grósku og framfara miklu máli til að opna fyrir sköpunina sem leynist á milli krefjandi áskorana. Óttinn hefur lamandi áhrif og tefur dýnamískt ferli sem fer af stað við breytingar. Þolgæði, þrautseigja og þolinmæði eru sterkir samferðaaðilar til að þola þann titring sem fylgir óvissu umhverfis breytingar. Lærdómsferlið sem breytingar bjóða upp á færa með sér tækifæri til þroska og jafnvel visku. En ætli lykilinnihaldsefnin séu ekki að tala, hugsa og framkvæma áfram og upp. Við erum öll hæfileikarík, dugmikil og kröftug og eigum að styðja hvert annað til dáða. Sýnin mín til þín: Láttu ljós þitt skína og megi endurkastið speglast í sem flestum öðrum einstaklingum og efla ljósið þeirra. Höfundur er í stjórn FKA, eigin atvinnurekstri og fjögurra barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Sjá meira
Börnin eru að hefja nám í nýjum skólum þessa dagana. Nýtt umhverfi, nýir kennarar, nýir skólafélagar. Spennandi og kvíðavænlegt í senn. Óljóst hvernig framgangan verður og eflaust þarf lítið til að útaf bregði og takturinn í deginum feli í sér þyngri skref og hug. Nýjar áskoranir í leik og starfi sem teygja og toga hið hefðbundna og þekkta. Við fullorðna fólkið erum að upplifa það sama. Umhverfi okkar hefur verið kollvarpað af smáskratta – veiru sem eirir engu og hlýðir illa því skipulagi sem við vorum búin að stilla upp og temja okkur. Við vorum fegin sólinni í sumar, ekki síst þegar við máttum stækka svæðið okkar til að lifa lítillega. En við erum ennþá varfærin, fetandi hálfgert einstigi í von um að stígurinn breikki og grænki von bráðar. Hvað er gott að hafa í huga við breytingar? Jákvætt hugarfar hraðar för. Skilningur á aðstæðum gefur forskot – breytingar eru óumflýjanlegar og knýja oftar en ekki vöxt og þroska – jafnvel hraðar en í eðlilegu árferði. Iðulega leynast tækifæri í breytingum og þar spilar hugarfar grósku og framfara miklu máli til að opna fyrir sköpunina sem leynist á milli krefjandi áskorana. Óttinn hefur lamandi áhrif og tefur dýnamískt ferli sem fer af stað við breytingar. Þolgæði, þrautseigja og þolinmæði eru sterkir samferðaaðilar til að þola þann titring sem fylgir óvissu umhverfis breytingar. Lærdómsferlið sem breytingar bjóða upp á færa með sér tækifæri til þroska og jafnvel visku. En ætli lykilinnihaldsefnin séu ekki að tala, hugsa og framkvæma áfram og upp. Við erum öll hæfileikarík, dugmikil og kröftug og eigum að styðja hvert annað til dáða. Sýnin mín til þín: Láttu ljós þitt skína og megi endurkastið speglast í sem flestum öðrum einstaklingum og efla ljósið þeirra. Höfundur er í stjórn FKA, eigin atvinnurekstri og fjögurra barna móðir.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun