Rifu niður styttu af fyrsta forsætisráðherranum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. ágúst 2020 11:38 Styttan sem um ræðir. Mynd/Getty Mótmælendur í borginni Montreal í Kanada felldu í gær styttu af Sir John A. Macdonald, fyrsta forsætisráðherra landsins. Mótmælendurnir segja hann hafa verið hluta af mótun grimmilegrar stefnu sem leiddi til dauða fjölda innfæddra Kanadabúa seint á 19. öld. Á samfélagsmiðlum hafa birst myndbönd af því þegar styttan var rifin niður. Við það losnaði höfuð styttunnar af og heyra mátti mikinn fögnuð viðstaddra þegar hún féll til jarðar. Statue taken down today in so-called #Montreal #BlackLivesMatter #DefundPolice #manifencours #decolonize Kanada pic.twitter.com/0TYGayWUiK— Nore (@noreornot) August 29, 2020 Forsætisráðherra Québec, fylkisins þar sem Montreal er staðsett, hefur fordæmt athæfi mótmælendanna. „Að eyðileggja hluta úr sögu okkar er engin lausn,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir François Legault forsætisráðherra. Lögreglan hefur ekki handtekið neinn vegna málsins. Macdonald var forsætisráðherra Kanada á árunum 1867 til 1873 og aftur frá 1878 til 1891. Hann lagði meðal annars grunninn að svæðisskólakerfi Kanada. Í meira en öld var kerfið notað til þess að fjarlægja yfir 150.000 innfædd börn af heimilum sínum og flytja þau í heimavistarskóla á vegum ríkisins. Í skólunum var innfæddum börnum bannað að tala móðurmál sitt og lifa eftir sinni menningu. Þá voru mörg barnanna misnotuð og sum dóu í skólunum. Í skýrslu sem kanadíska ríkisstjórnin gaf út árið 2015 voru aðfarirnar kallaðar „menningarlegt þjóðarmorð.“ Þá hefur Macdonald verið sakaður um að leyfa hungursneyð og sjúkdómum að grassera í samfélögum innfæddra. Ríkisstjórn hans er sögð hafa neytt samfélög innfæddra til þess að yfirgefa heimaslóðir sínar með því að neita þeim um mat og vistir uns fólkið færði sig um set. Kanada Tengdar fréttir Fjarlægja styttur af Kristófer Kólumbus Tvær styttur af 15. aldar landkönnuðinum Kristófer Kólumbus hafa verið teknar niður í bandarísku borginni Chicago, að skipun borgarstjórans. 24. júlí 2020 23:21 Unnu skemmdarverk á styttu af umdeildum rithöfundi sem þau kalla rasista og nauðgara Mótmælendur í Mílanó á Ítalíu sem mótmælt hafa kynþáttafordómum hafa unnið skemmdarverk á styttu af ítalska blaðamanninum Indro Montanelli. Styttan var þakin blóðrauðri málningu og orðin „rasisti“ og „nauðgari“ voru rituð á stall sem styttan stendur á. 14. júní 2020 22:28 Rifu niður umdeilda styttu af þrælasala og hentu henni í höfnina Mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður styttu af Edward Colston, þrælasala sem uppi var á átjándu öldinni, og hentu henni í höfnina í borginni. 7. júní 2020 20:45 Rifu niður styttu af hershöfðingja Suðurríkjanna Lítill hópur mótmælanda reif niður styttu af suðurríkjaleiðtoganum Williams Carter Wickham hershöfðingja sem stóð í borginni Richmond í Virginíu. 7. júní 2020 15:18 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Mótmælendur í borginni Montreal í Kanada felldu í gær styttu af Sir John A. Macdonald, fyrsta forsætisráðherra landsins. Mótmælendurnir segja hann hafa verið hluta af mótun grimmilegrar stefnu sem leiddi til dauða fjölda innfæddra Kanadabúa seint á 19. öld. Á samfélagsmiðlum hafa birst myndbönd af því þegar styttan var rifin niður. Við það losnaði höfuð styttunnar af og heyra mátti mikinn fögnuð viðstaddra þegar hún féll til jarðar. Statue taken down today in so-called #Montreal #BlackLivesMatter #DefundPolice #manifencours #decolonize Kanada pic.twitter.com/0TYGayWUiK— Nore (@noreornot) August 29, 2020 Forsætisráðherra Québec, fylkisins þar sem Montreal er staðsett, hefur fordæmt athæfi mótmælendanna. „Að eyðileggja hluta úr sögu okkar er engin lausn,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir François Legault forsætisráðherra. Lögreglan hefur ekki handtekið neinn vegna málsins. Macdonald var forsætisráðherra Kanada á árunum 1867 til 1873 og aftur frá 1878 til 1891. Hann lagði meðal annars grunninn að svæðisskólakerfi Kanada. Í meira en öld var kerfið notað til þess að fjarlægja yfir 150.000 innfædd börn af heimilum sínum og flytja þau í heimavistarskóla á vegum ríkisins. Í skólunum var innfæddum börnum bannað að tala móðurmál sitt og lifa eftir sinni menningu. Þá voru mörg barnanna misnotuð og sum dóu í skólunum. Í skýrslu sem kanadíska ríkisstjórnin gaf út árið 2015 voru aðfarirnar kallaðar „menningarlegt þjóðarmorð.“ Þá hefur Macdonald verið sakaður um að leyfa hungursneyð og sjúkdómum að grassera í samfélögum innfæddra. Ríkisstjórn hans er sögð hafa neytt samfélög innfæddra til þess að yfirgefa heimaslóðir sínar með því að neita þeim um mat og vistir uns fólkið færði sig um set.
Kanada Tengdar fréttir Fjarlægja styttur af Kristófer Kólumbus Tvær styttur af 15. aldar landkönnuðinum Kristófer Kólumbus hafa verið teknar niður í bandarísku borginni Chicago, að skipun borgarstjórans. 24. júlí 2020 23:21 Unnu skemmdarverk á styttu af umdeildum rithöfundi sem þau kalla rasista og nauðgara Mótmælendur í Mílanó á Ítalíu sem mótmælt hafa kynþáttafordómum hafa unnið skemmdarverk á styttu af ítalska blaðamanninum Indro Montanelli. Styttan var þakin blóðrauðri málningu og orðin „rasisti“ og „nauðgari“ voru rituð á stall sem styttan stendur á. 14. júní 2020 22:28 Rifu niður umdeilda styttu af þrælasala og hentu henni í höfnina Mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður styttu af Edward Colston, þrælasala sem uppi var á átjándu öldinni, og hentu henni í höfnina í borginni. 7. júní 2020 20:45 Rifu niður styttu af hershöfðingja Suðurríkjanna Lítill hópur mótmælanda reif niður styttu af suðurríkjaleiðtoganum Williams Carter Wickham hershöfðingja sem stóð í borginni Richmond í Virginíu. 7. júní 2020 15:18 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Fjarlægja styttur af Kristófer Kólumbus Tvær styttur af 15. aldar landkönnuðinum Kristófer Kólumbus hafa verið teknar niður í bandarísku borginni Chicago, að skipun borgarstjórans. 24. júlí 2020 23:21
Unnu skemmdarverk á styttu af umdeildum rithöfundi sem þau kalla rasista og nauðgara Mótmælendur í Mílanó á Ítalíu sem mótmælt hafa kynþáttafordómum hafa unnið skemmdarverk á styttu af ítalska blaðamanninum Indro Montanelli. Styttan var þakin blóðrauðri málningu og orðin „rasisti“ og „nauðgari“ voru rituð á stall sem styttan stendur á. 14. júní 2020 22:28
Rifu niður umdeilda styttu af þrælasala og hentu henni í höfnina Mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður styttu af Edward Colston, þrælasala sem uppi var á átjándu öldinni, og hentu henni í höfnina í borginni. 7. júní 2020 20:45
Rifu niður styttu af hershöfðingja Suðurríkjanna Lítill hópur mótmælanda reif niður styttu af suðurríkjaleiðtoganum Williams Carter Wickham hershöfðingja sem stóð í borginni Richmond í Virginíu. 7. júní 2020 15:18