Gestir á kaffistofunni þakklátir fyrir að fá að borða þrátt fyrir samkomubann Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. ágúst 2020 21:00 Gestir kaffistofu Samhjálpar eru afar þakklátir fyrir að fá alltaf að borða þrátt fyrir samkomubann. Framkvæmdastjóri Samhjálpar segir að þó svo að reksturinn hafi þyngst vegna faraldursins komi ekki til greina að hætta að gefa fátæku fólki mat. Kaffistofa Samhjálpar hefur verið með opið í gegn um allan faraldurinn. Þegar smitum hefur fjölgað hefur sá háttur verið hafður á að fólk má ekki borða á staðnum en getur þó sótt sér matarbakka. Valdimar Þór Svavarsson, framkvæmdastjóri Samhjálpar segir að þá vanti félagsskapinn. „Að ganga inn í kærleiksríkt andrúmsloft og fá góðar viðtökur. Hér kynnist fólk og í mörgum tilvikum er þetta eini staðurinn sem sumir fara á til að hitta aðra og tala saman,“ segir Valdimar. Eins og staðan er í dag sé þess gætt að ekki séu fleiri en hundrað í einu en að jafnaði koma um 160 til 180 manns á kaffistofuna á dag. Það hafi þó fækkað í hópnum í faraldrinum. Starfsfólk gæti þess að fjarlægðarmörk séu virt. „Við gerðum það að skyldu að hér ættu allir að þvo á sér hendurnar og við höfum verið með spritt og aukið þrif á staðnum,“ segir Valdimar. Georg Jónasson hefur verið reglulegur gestur á kaffistofunni í um þrjú ár. Hann er mjög þakklátur því að Kaffistofan hafi verið opin í gegn um allann faraldurinn. Hefur þú einhvern tímann ekki þorað að mæta, til dæmis þegar smitin voru mest? „Nei, þeir sem koma hingað þurfa að borða. Þeir eru svangir,“ segir Georg. Rekstur Samhjálpar hefur þyngst í faraldrinum en Valdimar segir að það komi ekki til greina að hætta að gefa fólki mat. „Það er að berast minna af mat af ýmsum ástæðum. Mörg mötuneyti hafa til dæmis bara hætt út af Covid,“ segir Valdimar sem hvetur alla sem geta að styrkja Samhjálp með matargjöfum. Aðrir gestir samhjálpar sem fréttastofa ræddi við eru afar þakklátir fyrir að fá að borða þrátt fyrir samkomubann. Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Félagsmál Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Gestir kaffistofu Samhjálpar eru afar þakklátir fyrir að fá alltaf að borða þrátt fyrir samkomubann. Framkvæmdastjóri Samhjálpar segir að þó svo að reksturinn hafi þyngst vegna faraldursins komi ekki til greina að hætta að gefa fátæku fólki mat. Kaffistofa Samhjálpar hefur verið með opið í gegn um allan faraldurinn. Þegar smitum hefur fjölgað hefur sá háttur verið hafður á að fólk má ekki borða á staðnum en getur þó sótt sér matarbakka. Valdimar Þór Svavarsson, framkvæmdastjóri Samhjálpar segir að þá vanti félagsskapinn. „Að ganga inn í kærleiksríkt andrúmsloft og fá góðar viðtökur. Hér kynnist fólk og í mörgum tilvikum er þetta eini staðurinn sem sumir fara á til að hitta aðra og tala saman,“ segir Valdimar. Eins og staðan er í dag sé þess gætt að ekki séu fleiri en hundrað í einu en að jafnaði koma um 160 til 180 manns á kaffistofuna á dag. Það hafi þó fækkað í hópnum í faraldrinum. Starfsfólk gæti þess að fjarlægðarmörk séu virt. „Við gerðum það að skyldu að hér ættu allir að þvo á sér hendurnar og við höfum verið með spritt og aukið þrif á staðnum,“ segir Valdimar. Georg Jónasson hefur verið reglulegur gestur á kaffistofunni í um þrjú ár. Hann er mjög þakklátur því að Kaffistofan hafi verið opin í gegn um allann faraldurinn. Hefur þú einhvern tímann ekki þorað að mæta, til dæmis þegar smitin voru mest? „Nei, þeir sem koma hingað þurfa að borða. Þeir eru svangir,“ segir Georg. Rekstur Samhjálpar hefur þyngst í faraldrinum en Valdimar segir að það komi ekki til greina að hætta að gefa fólki mat. „Það er að berast minna af mat af ýmsum ástæðum. Mörg mötuneyti hafa til dæmis bara hætt út af Covid,“ segir Valdimar sem hvetur alla sem geta að styrkja Samhjálp með matargjöfum. Aðrir gestir samhjálpar sem fréttastofa ræddi við eru afar þakklátir fyrir að fá að borða þrátt fyrir samkomubann.
Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Félagsmál Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira