Viðbrögð Merkel sögðu sitt um það hvort Trump heillaði hana Samúel Karl Ólason skrifar 28. ágúst 2020 12:30 Angela Merkel brosti við þegar hún var spurð út í það hvort Trump hefði heillað hana. EPA/Henning Schacht Angela Merkel, kanslari Þýskalands, virtist hissa þegar hún var spurð að því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði heillað hana. Það kom fram í ræðu Richard Grenell, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi og fyrrverandi starfandi yfirmanni leyniþjónusta Bandaríkjanna, á landsfundi Repúblikanaflokksins í vikunni. Grenell hélt því fram á miðvikudaginn að hann hefði fylgst með Trump heilla Merkel á fundi þeirra og á sama tíma krafist þess að Þýskaland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Atlantshafsbandalaginu. Hann sagðist hafa verið í aðstöðu til að sjá með berum augum hvernig „Bandaríkin fyrst“ utanríkisstefna Trump hefði hagnast Bandaríkjamönnum og hvernig Trump semdi við aðra þjóðarleiðtoga. Merkel sjálf var spurð út í þessi ummæli á blaðamannafundi í morgun. Í fyrstu virtist hún mjög hissa og bað blaðamanninn um að endurtaka það sem Grenell hefði sagt. Þá vottaði fyrir glotti á Merkel og blaðamenn í salnum hlógu. Kanslarinn sagði þó að hún vildi ekki tjá sig um einkasamskipti hennar og Trump. Fólki þykir viðbrögð hennar og líkamstjáning þó vera nægileg svör. German Chancellor Angela Merkel's reaction when asked whether she could confirm that @realDonaldTrump "charmed her." pic.twitter.com/kokn7QLrfD— DW News (@dwnews) August 28, 2020 Vert er að rifja upp að samband Trump og Merkel hefur aldrei virst gott. Meðal annars er Trump sagður hafa kallað hana heimska í síma og hefur hann reglulega gagnrýnt hana harðlega opinberlega. Árið 2017, eftir fund þeirra tveggja í Hvíta húsinu virtist Trump einnig hunsa Merkel allfarið við myndatöku eftir fundinn. Þá virtist hún einnig skemmta sér yfir hegðun Trump. Bandaríkin Þýskaland Donald Trump Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, virtist hissa þegar hún var spurð að því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði heillað hana. Það kom fram í ræðu Richard Grenell, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi og fyrrverandi starfandi yfirmanni leyniþjónusta Bandaríkjanna, á landsfundi Repúblikanaflokksins í vikunni. Grenell hélt því fram á miðvikudaginn að hann hefði fylgst með Trump heilla Merkel á fundi þeirra og á sama tíma krafist þess að Þýskaland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Atlantshafsbandalaginu. Hann sagðist hafa verið í aðstöðu til að sjá með berum augum hvernig „Bandaríkin fyrst“ utanríkisstefna Trump hefði hagnast Bandaríkjamönnum og hvernig Trump semdi við aðra þjóðarleiðtoga. Merkel sjálf var spurð út í þessi ummæli á blaðamannafundi í morgun. Í fyrstu virtist hún mjög hissa og bað blaðamanninn um að endurtaka það sem Grenell hefði sagt. Þá vottaði fyrir glotti á Merkel og blaðamenn í salnum hlógu. Kanslarinn sagði þó að hún vildi ekki tjá sig um einkasamskipti hennar og Trump. Fólki þykir viðbrögð hennar og líkamstjáning þó vera nægileg svör. German Chancellor Angela Merkel's reaction when asked whether she could confirm that @realDonaldTrump "charmed her." pic.twitter.com/kokn7QLrfD— DW News (@dwnews) August 28, 2020 Vert er að rifja upp að samband Trump og Merkel hefur aldrei virst gott. Meðal annars er Trump sagður hafa kallað hana heimska í síma og hefur hann reglulega gagnrýnt hana harðlega opinberlega. Árið 2017, eftir fund þeirra tveggja í Hvíta húsinu virtist Trump einnig hunsa Merkel allfarið við myndatöku eftir fundinn. Þá virtist hún einnig skemmta sér yfir hegðun Trump.
Bandaríkin Þýskaland Donald Trump Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira