Telja of mikla bjartsýni ríkja í Svörtuloftum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. ágúst 2020 17:53 Samtök atvinnulífsins telja að spá Seðlabankans sé of bjartsýn. Seðlabankinn gerir ráð fyrir sjö prósenta samdrætti í landsframleiðslu í ár og tíu prósenta atvinnuleysi í lok árs. Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, segist velta fyrir sér hvort Seðlabankinn vanmeti mögulega áhrif sóttvarnaraðgerða á stærstu atvinnugrein landsins og bendir á að í könnun Gallup kemur fram að 38% fyrirtækja geri ráð fyrir að fækka starfsfólki á næsta hálfa ári. „Það er talað um skuggaatvinnuleysi í peningamálum sem tekur tillit til þeirra sem mælast utan vinnumarkaðar. Ef við bætum svo við þeim sem eru á hlutabótum þá er atvinnuleysið í raun nær 16 prósentum en því sem opinberar tölur gefa til kynna.“ Í ljósi þessa sé áhugavert að vita hvaða forsendur séu á bakvið spá bankans um atvinnuleysi í lok árs. Á fundi fjármála-og efnahagsnefndar Alþingis í morgun sagði seðlabankastjóri að honum hafi verið legið á hálsi á vormánuðum fyrir of mikla bjartsýni en sagði að gagnrýnendurnir hafi ekki áttað sig á umfangi mótvægisaðgerða hagstjórnaryfirvalda. Anna segir að allt bendi til þess að staðan á vinnumarkaði eigi eftir að versna með haustinu. „Svo veltir maður fyrir sér áhrifum einkaneyslu. Það var vissulega meiri bjartsýni eftir sumarið þegar það kom í ljós að Íslendingar voru að ferðast mun meira innanlands heldur en við áttum von á fyrir fram. Það er ólíklegt að þessi þróun geti haldið áfram í ljósi þess að það er líklegt að atvinnuhorfur geti orðið mun verri í haust. Svo teljum við að spá um fjárfestingu geti verið of bjartsýn.“ Mikil óvissa ríki í rekstrarumhverfi fyrirtækja og áhrifin gætu því verið enn verri en Seðlabankinn geri ráð fyrir. Anna segir að gagnlegt hefði verið að fá gögn um óvissubil og sviðsmyndagreiningu. Óvissa sé aldrei góð í rekstrarumhverfi fyrirtækja. Þeim mun meiri upplýsingar sem hægt sé að veita á hverjum tíma, því betra fyrir allt atvinnulífið, segir Anna. „Það hefði verið mjög gagnlegt að sjá sviðsmyndagreiningu frá Seðlabankanum því punktmat á þessum helstu undirliggjandi þáttum hagvaxtarspár gefa svo takmarkaðar upplýsingar um stöðuna þegar aðstæður eru líkt og nú. Það er í rauninni gríðarleg óvissa um hvern einasta þátt spárinnar.“ Anna kveðst gera sér grein fyrir að spá Seðlabankans byggi á bestu mögulegu upplýsingum á hverjum tíma og að það sé erfitt fyrir hagstjórnaryfirvöld að gefa skýr svör þegar óvissa ríki um framhaldið og margar af þeim breytum sem spárnar byggja á. „Þróunin er svo ör og það verður að bregðast skjótt við aðstæðum hverju sinni. Auðvitað hefur maður fullan skilning á því og það er ekkert hægt að krefjast þess að það ríki fullkominn fyrirsjáanleiki um allt en við þurfum að róa öll í sömu átt og að sama markmiði. Þeim mun meiri upplýsingar sem hægt er að veita á hverjum tíma, því betra fyrir allt atvinnulífið.“ Seðlabankinn Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 1%. 26. ágúst 2020 09:05 Engin lausn að skapa neyð hjá atvinnulausum í kreppu Þingmaður Samfylkingarinnar vill hækka atvinnuleysisbætur á tímum faraldurs og efnahagsþrenginga. Það sé mikill munur á atvinnuleysi í góðæri og atvinnuleysi í kreppu. 27. ágúst 2020 13:40 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Samtök atvinnulífsins telja að spá Seðlabankans sé of bjartsýn. Seðlabankinn gerir ráð fyrir sjö prósenta samdrætti í landsframleiðslu í ár og tíu prósenta atvinnuleysi í lok árs. Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, segist velta fyrir sér hvort Seðlabankinn vanmeti mögulega áhrif sóttvarnaraðgerða á stærstu atvinnugrein landsins og bendir á að í könnun Gallup kemur fram að 38% fyrirtækja geri ráð fyrir að fækka starfsfólki á næsta hálfa ári. „Það er talað um skuggaatvinnuleysi í peningamálum sem tekur tillit til þeirra sem mælast utan vinnumarkaðar. Ef við bætum svo við þeim sem eru á hlutabótum þá er atvinnuleysið í raun nær 16 prósentum en því sem opinberar tölur gefa til kynna.“ Í ljósi þessa sé áhugavert að vita hvaða forsendur séu á bakvið spá bankans um atvinnuleysi í lok árs. Á fundi fjármála-og efnahagsnefndar Alþingis í morgun sagði seðlabankastjóri að honum hafi verið legið á hálsi á vormánuðum fyrir of mikla bjartsýni en sagði að gagnrýnendurnir hafi ekki áttað sig á umfangi mótvægisaðgerða hagstjórnaryfirvalda. Anna segir að allt bendi til þess að staðan á vinnumarkaði eigi eftir að versna með haustinu. „Svo veltir maður fyrir sér áhrifum einkaneyslu. Það var vissulega meiri bjartsýni eftir sumarið þegar það kom í ljós að Íslendingar voru að ferðast mun meira innanlands heldur en við áttum von á fyrir fram. Það er ólíklegt að þessi þróun geti haldið áfram í ljósi þess að það er líklegt að atvinnuhorfur geti orðið mun verri í haust. Svo teljum við að spá um fjárfestingu geti verið of bjartsýn.“ Mikil óvissa ríki í rekstrarumhverfi fyrirtækja og áhrifin gætu því verið enn verri en Seðlabankinn geri ráð fyrir. Anna segir að gagnlegt hefði verið að fá gögn um óvissubil og sviðsmyndagreiningu. Óvissa sé aldrei góð í rekstrarumhverfi fyrirtækja. Þeim mun meiri upplýsingar sem hægt sé að veita á hverjum tíma, því betra fyrir allt atvinnulífið, segir Anna. „Það hefði verið mjög gagnlegt að sjá sviðsmyndagreiningu frá Seðlabankanum því punktmat á þessum helstu undirliggjandi þáttum hagvaxtarspár gefa svo takmarkaðar upplýsingar um stöðuna þegar aðstæður eru líkt og nú. Það er í rauninni gríðarleg óvissa um hvern einasta þátt spárinnar.“ Anna kveðst gera sér grein fyrir að spá Seðlabankans byggi á bestu mögulegu upplýsingum á hverjum tíma og að það sé erfitt fyrir hagstjórnaryfirvöld að gefa skýr svör þegar óvissa ríki um framhaldið og margar af þeim breytum sem spárnar byggja á. „Þróunin er svo ör og það verður að bregðast skjótt við aðstæðum hverju sinni. Auðvitað hefur maður fullan skilning á því og það er ekkert hægt að krefjast þess að það ríki fullkominn fyrirsjáanleiki um allt en við þurfum að róa öll í sömu átt og að sama markmiði. Þeim mun meiri upplýsingar sem hægt er að veita á hverjum tíma, því betra fyrir allt atvinnulífið.“
Seðlabankinn Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 1%. 26. ágúst 2020 09:05 Engin lausn að skapa neyð hjá atvinnulausum í kreppu Þingmaður Samfylkingarinnar vill hækka atvinnuleysisbætur á tímum faraldurs og efnahagsþrenginga. Það sé mikill munur á atvinnuleysi í góðæri og atvinnuleysi í kreppu. 27. ágúst 2020 13:40 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 1%. 26. ágúst 2020 09:05
Engin lausn að skapa neyð hjá atvinnulausum í kreppu Þingmaður Samfylkingarinnar vill hækka atvinnuleysisbætur á tímum faraldurs og efnahagsþrenginga. Það sé mikill munur á atvinnuleysi í góðæri og atvinnuleysi í kreppu. 27. ágúst 2020 13:40