Ásdís endaði magnaðan feril með mögnuðum degi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 12:00 Ásdís Hjálmsdóttir Annerud með sínu fólki eftir lokamótið en myndin er af fésbókarsíðu hennar. Mynd/Fésbókin Ásdís Hjálmsdóttir Annerud endaði á dögunum magnaðan feril sinn þegar hún keppti í síðasta skiptið á Castorama mótinu í Svíþjóð. Ásdís Hjálmsdóttir Annerud er þekktust fyrir árangur sinn í spjótkasti en hún hefur einnig keppt í öðrum kastgreinum á ferlinum. Frjálsíþróttasambandið sagði frá mögnuðum endi á mögnuðum ferli hennar. Ásdís ákvað að enda síðasta mótið á því að keppa í öllum fjórum kastgreinunum á sama degi. Ásdís keppti þannig í kastgreinunum fjórum; kúluvarpi, spjótkasti, kringlukasti og sleggjukasti. Í kúluvarpi kastaði hún 15,78 metra, í spjótkasti 60,49 metra, í kringlukasti 52,29 metra og 42,43 metra í sleggjukasti. Ásdís Hjálmsdóttir Annerud keppti í gær í síðasta skiptið á ferlinum á Castorama mótinu í Svíþjóð. ...Posted by Frjálsíþróttasamband Íslands on Miðvikudagur, 26. ágúst 2020 Íslandsmet Ásdísar í spjótkasti er 63,43 metrar sem hún setti í Finnlandi í júlí árið 2017. Ásdís bætti metið fyrst árið 2005 þegar hún kastaði 57,10 metra og bætti það í heildina sjö sinnum. Ásdís á einnig Íslandsmetið í kúluvarpi utanhúss. Hún setti það í október á síðasta ári og þá hafði metið staðið í 27 ár. Ásdís hefur átt magnaðan íþróttaferil og verið með þeim fremstu í heiminum í sinni grein í meira en áratug. Hún hefur keppt á fimm Evrópumeistaramótum og fimm Heimsmeistaramótum. Á Evrópumotnu náði hún bestum árangri þegar hún lenti í áttunda sæti í Hollandi árið 2016 og á heimsmeistaramótinu var besti árangurinn hennar þegar hún varð ellefta í London 2017. Ásdís keppti á þrennum Ólympíuleikum, árin 2008, 2012 og 2016. Ásdís komst í úrslit á Ólympíuleikunum í London 2012. Ásdís hafði sett stefnuna á að keppa á sínum fjórðu leikum í Tókýó í sumar en þeim var frestað um eitt ár og fara því fram sumarið 2021. En þrennir Ólympíuleikar á ferlinum er árangur sem allir heimsklassa íþróttamenn geta verið stoltir af. Castorama record 3732 points What a way to finish! Right now I am in awe and have no words about how...Posted by Ásdís Hjálmsdóttir Annerud on Þriðjudagur, 25. ágúst 2020 Frjálsar íþróttir Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir Annerud endaði á dögunum magnaðan feril sinn þegar hún keppti í síðasta skiptið á Castorama mótinu í Svíþjóð. Ásdís Hjálmsdóttir Annerud er þekktust fyrir árangur sinn í spjótkasti en hún hefur einnig keppt í öðrum kastgreinum á ferlinum. Frjálsíþróttasambandið sagði frá mögnuðum endi á mögnuðum ferli hennar. Ásdís ákvað að enda síðasta mótið á því að keppa í öllum fjórum kastgreinunum á sama degi. Ásdís keppti þannig í kastgreinunum fjórum; kúluvarpi, spjótkasti, kringlukasti og sleggjukasti. Í kúluvarpi kastaði hún 15,78 metra, í spjótkasti 60,49 metra, í kringlukasti 52,29 metra og 42,43 metra í sleggjukasti. Ásdís Hjálmsdóttir Annerud keppti í gær í síðasta skiptið á ferlinum á Castorama mótinu í Svíþjóð. ...Posted by Frjálsíþróttasamband Íslands on Miðvikudagur, 26. ágúst 2020 Íslandsmet Ásdísar í spjótkasti er 63,43 metrar sem hún setti í Finnlandi í júlí árið 2017. Ásdís bætti metið fyrst árið 2005 þegar hún kastaði 57,10 metra og bætti það í heildina sjö sinnum. Ásdís á einnig Íslandsmetið í kúluvarpi utanhúss. Hún setti það í október á síðasta ári og þá hafði metið staðið í 27 ár. Ásdís hefur átt magnaðan íþróttaferil og verið með þeim fremstu í heiminum í sinni grein í meira en áratug. Hún hefur keppt á fimm Evrópumeistaramótum og fimm Heimsmeistaramótum. Á Evrópumotnu náði hún bestum árangri þegar hún lenti í áttunda sæti í Hollandi árið 2016 og á heimsmeistaramótinu var besti árangurinn hennar þegar hún varð ellefta í London 2017. Ásdís keppti á þrennum Ólympíuleikum, árin 2008, 2012 og 2016. Ásdís komst í úrslit á Ólympíuleikunum í London 2012. Ásdís hafði sett stefnuna á að keppa á sínum fjórðu leikum í Tókýó í sumar en þeim var frestað um eitt ár og fara því fram sumarið 2021. En þrennir Ólympíuleikar á ferlinum er árangur sem allir heimsklassa íþróttamenn geta verið stoltir af. Castorama record 3732 points What a way to finish! Right now I am in awe and have no words about how...Posted by Ásdís Hjálmsdóttir Annerud on Þriðjudagur, 25. ágúst 2020
Frjálsar íþróttir Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sjá meira