Íslensk jarðarber og hindber slá í gegn hjá neytendum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. maí 2020 19:30 Ný íslensk jarðarber og hindber hafa heldur betur slegið í gegn hjá landsmönnum því eftir að þau komu á markað fyrir nokkrum vikum seljast þau eins og heitar lummur. Ræktunarstjóri segir ánægjulegt að sjá hvað Íslendingar eru sólgnir í afurðir garðyrkjubænda á tímum kórónuveirunnar. Í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð er mikið að gerast þegar um ræktun berja er að ræða því Íslendingar virðast vera sólgnir í íslensk jarðarber og hindber. Það er gaman að koma í garðyrkjustöðina Kvista og sjá öll fallegu jarðarberin og hindberin, sem vaxa þar á plöntunum og sjá starfsfólkið týna berin í öskjurnar. Gróðurhúsin eru um fjögur þúsund fermetrar. „Það gengur bara mjög vel, við erum búin að vera heppin með sól í vor þannig að berin roðna mjög vel og eru mjög safarík, stór og fín,“ segir Sigurjón Sæland, ræktunarstjóri á Kvistum. Sigurjón segir að landsmenn bíða alltaf eftir berjunum á vorin enda eru þau ekki á markaðnum yfir háveturinn. En verður til nóg af berjum í sumar? „Já, það verður algjörlega nóg fyrir sumarið, það verður alveg séð til þess,“ segir Sigurjón og hlær.Sigurjón Sæland, ræktunarstjóri á Kvistum í Reykholti í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sigurjón segist ekki skilja af hverju það er verið að flytja inn til landsins jarðarber á meðan það er til nóg af íslenskum berjum. „Nei, því að kolefnisfótspor þessara berja, sem eru flutt hér inn er gríðarlega hátt. Við myndum bæði spara gjaldeyri og við myndum koma á móts við Parísarsamkomulagið ef við hugsuðum svolítið um okkur sjálf og værum svolítið meðvituð um það sem við erum að gera og það sem við erum að framleiða.“Það er nóg að gera hjá starfsmönnum við að tína jarðarberin og hindberin í öskjur áður en þau fara í verslanir til sölu. Það er einnig hægt að koma heim að Kvistum og kaupa berin beint þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sigurjón segir skemmtilegt vinna við að rækta ber og hugsa um þau. „Jú, og sérstaklega að vera líka með býflugurnar hérna í kringum sig og heyra suðið í þeim á morgnanna þegar þær eru alveg á fullu að vinna fyrir okkur. Þetta er alveg yndislegt að geta alltaf verið inni í logni og góðu veðri,“ segir Sigurjón. Bláskógabyggð Garðyrkja Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Ný íslensk jarðarber og hindber hafa heldur betur slegið í gegn hjá landsmönnum því eftir að þau komu á markað fyrir nokkrum vikum seljast þau eins og heitar lummur. Ræktunarstjóri segir ánægjulegt að sjá hvað Íslendingar eru sólgnir í afurðir garðyrkjubænda á tímum kórónuveirunnar. Í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð er mikið að gerast þegar um ræktun berja er að ræða því Íslendingar virðast vera sólgnir í íslensk jarðarber og hindber. Það er gaman að koma í garðyrkjustöðina Kvista og sjá öll fallegu jarðarberin og hindberin, sem vaxa þar á plöntunum og sjá starfsfólkið týna berin í öskjurnar. Gróðurhúsin eru um fjögur þúsund fermetrar. „Það gengur bara mjög vel, við erum búin að vera heppin með sól í vor þannig að berin roðna mjög vel og eru mjög safarík, stór og fín,“ segir Sigurjón Sæland, ræktunarstjóri á Kvistum. Sigurjón segir að landsmenn bíða alltaf eftir berjunum á vorin enda eru þau ekki á markaðnum yfir háveturinn. En verður til nóg af berjum í sumar? „Já, það verður algjörlega nóg fyrir sumarið, það verður alveg séð til þess,“ segir Sigurjón og hlær.Sigurjón Sæland, ræktunarstjóri á Kvistum í Reykholti í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sigurjón segist ekki skilja af hverju það er verið að flytja inn til landsins jarðarber á meðan það er til nóg af íslenskum berjum. „Nei, því að kolefnisfótspor þessara berja, sem eru flutt hér inn er gríðarlega hátt. Við myndum bæði spara gjaldeyri og við myndum koma á móts við Parísarsamkomulagið ef við hugsuðum svolítið um okkur sjálf og værum svolítið meðvituð um það sem við erum að gera og það sem við erum að framleiða.“Það er nóg að gera hjá starfsmönnum við að tína jarðarberin og hindberin í öskjur áður en þau fara í verslanir til sölu. Það er einnig hægt að koma heim að Kvistum og kaupa berin beint þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sigurjón segir skemmtilegt vinna við að rækta ber og hugsa um þau. „Jú, og sérstaklega að vera líka með býflugurnar hérna í kringum sig og heyra suðið í þeim á morgnanna þegar þær eru alveg á fullu að vinna fyrir okkur. Þetta er alveg yndislegt að geta alltaf verið inni í logni og góðu veðri,“ segir Sigurjón.
Bláskógabyggð Garðyrkja Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira