Segir vegið að grundvallarreglum á vinnumarkaði og undirbúa málsókn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. ágúst 2020 13:24 Magnús Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, segir mikilvægt að fá úr því skorið hvort útspil Icelandair í kjaradeilu við Flugfreyjufélag Íslands hafi verið lögmætt. Alþýðusamband Íslands hyggst stefna Icelandair fyrir félagsdómi vegna framgöngu félagsins í kjaradeilu við flugfreyjur. Lögfræðingur ASÍ segir Icelandair hafa vegið að grundvallarreglum á vinnumarkaði. Á miðstjórnarfundi Alþýðusambands Íslands í síðustu viku fjallaði Magnús Norðdahl lögræðingur sambandsins um kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Eftir langar og strangar viðræður deilenda, þar sem hvorki gekk né rak, greip Icelandair, þann 17. júlí, til þess ráðs að slíta viðræðum við Flugfreyjufélagið og segja upp öllum flugfreyjum- og þjónum félagsins. Stjórnendurnir sögðust í kjölfarið ætla að hefja viðræður við annan samningsaðila. Á miðstjórnarfundinum var samþykkt að hafinn yrði undirbúningur að Félagsdómsmáli gegn Icelandair. Magnús telur að félagið hafi farið á svig við lög um stéttarfélög og vinnudeilur. „Þetta er meginregla sem ekki var höfð í heiðri. Í staðinn fyrir að bregðast við innan ramma laganna þá var gripið til þess ráðs að segja upp öllum félagsmönnum stéttarfélagsins og lýsa því yfir að tilgangurinn sé sá að semja við einhvern annan óskilgreindan aðila. Þetta er ólögmætt og það er meira að segja til sérstakt ákvæði í lögunum sem mælir fyrir um að það sé bannað að nota uppsagnir eða hótanir um slíkt til að hafa áhrif í vinnudeilum. Þarna er verið að vega að grundvallarreglum í samskiptum aðila á vinnumarkaði.“ Magnús var spurður hvort hann teldi að útspil Icelandair myndi hafa frekari afleiðingar í för með sér fyrir vinnumarkaðinn í heild. „Það þori ég nú ekki að leggja mat á – hverjar afleiðingarnar verða til framtíðar. Það þarf hins vegar að leysa úr því og fá það staðfest að þarna hafi verið framið brot. Það er iðulega gert þegar verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur takast á fyrir félagsdómi um það hvernig eigi að haga sér í vinnudeilum.“ Eru fordæmi fyrir þessu? „Fordæmin sem þú getur fundið um svona hegðun, þau liggja ansi langt aftur í fortíðinni.“ Vinnumarkaður Kjaramál Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flugfreyjur Icelandair næstu tvo mánuði verði um 200 talsins Forstjóri Icelandair Group segir um 200 flugfreyjur og flugþjónar verði á mála hjá félaginu í ágúst og september, þetta kom fram í viðtali við Boga Nils í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 27. júlí 2020 19:09 „Fólk er að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar“ Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það ekki koma á óvart að nýr kjarasamningur hafi verið samþykktur í dag. Atkvæðagreiðslan hafi ekki einungis snúist um nýjan kjarasamning heldur einnig um það hvort Flugfreyjufélagið yrði áfram stéttarfélag flugfreyja. 27. júlí 2020 13:21 Flugfreyjur samþykkja nýjan kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta Flugfreyjur samþykktu nýjan kjarasamning við Icelandair í dag. Samningurinn var samþykktur með 83,5 prósentum greiddra atkvæða og greiddu 88,2 prósent félagsmanna atkvæði. 27. júlí 2020 12:54 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Alþýðusamband Íslands hyggst stefna Icelandair fyrir félagsdómi vegna framgöngu félagsins í kjaradeilu við flugfreyjur. Lögfræðingur ASÍ segir Icelandair hafa vegið að grundvallarreglum á vinnumarkaði. Á miðstjórnarfundi Alþýðusambands Íslands í síðustu viku fjallaði Magnús Norðdahl lögræðingur sambandsins um kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Eftir langar og strangar viðræður deilenda, þar sem hvorki gekk né rak, greip Icelandair, þann 17. júlí, til þess ráðs að slíta viðræðum við Flugfreyjufélagið og segja upp öllum flugfreyjum- og þjónum félagsins. Stjórnendurnir sögðust í kjölfarið ætla að hefja viðræður við annan samningsaðila. Á miðstjórnarfundinum var samþykkt að hafinn yrði undirbúningur að Félagsdómsmáli gegn Icelandair. Magnús telur að félagið hafi farið á svig við lög um stéttarfélög og vinnudeilur. „Þetta er meginregla sem ekki var höfð í heiðri. Í staðinn fyrir að bregðast við innan ramma laganna þá var gripið til þess ráðs að segja upp öllum félagsmönnum stéttarfélagsins og lýsa því yfir að tilgangurinn sé sá að semja við einhvern annan óskilgreindan aðila. Þetta er ólögmætt og það er meira að segja til sérstakt ákvæði í lögunum sem mælir fyrir um að það sé bannað að nota uppsagnir eða hótanir um slíkt til að hafa áhrif í vinnudeilum. Þarna er verið að vega að grundvallarreglum í samskiptum aðila á vinnumarkaði.“ Magnús var spurður hvort hann teldi að útspil Icelandair myndi hafa frekari afleiðingar í för með sér fyrir vinnumarkaðinn í heild. „Það þori ég nú ekki að leggja mat á – hverjar afleiðingarnar verða til framtíðar. Það þarf hins vegar að leysa úr því og fá það staðfest að þarna hafi verið framið brot. Það er iðulega gert þegar verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur takast á fyrir félagsdómi um það hvernig eigi að haga sér í vinnudeilum.“ Eru fordæmi fyrir þessu? „Fordæmin sem þú getur fundið um svona hegðun, þau liggja ansi langt aftur í fortíðinni.“
Vinnumarkaður Kjaramál Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flugfreyjur Icelandair næstu tvo mánuði verði um 200 talsins Forstjóri Icelandair Group segir um 200 flugfreyjur og flugþjónar verði á mála hjá félaginu í ágúst og september, þetta kom fram í viðtali við Boga Nils í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 27. júlí 2020 19:09 „Fólk er að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar“ Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það ekki koma á óvart að nýr kjarasamningur hafi verið samþykktur í dag. Atkvæðagreiðslan hafi ekki einungis snúist um nýjan kjarasamning heldur einnig um það hvort Flugfreyjufélagið yrði áfram stéttarfélag flugfreyja. 27. júlí 2020 13:21 Flugfreyjur samþykkja nýjan kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta Flugfreyjur samþykktu nýjan kjarasamning við Icelandair í dag. Samningurinn var samþykktur með 83,5 prósentum greiddra atkvæða og greiddu 88,2 prósent félagsmanna atkvæði. 27. júlí 2020 12:54 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Flugfreyjur Icelandair næstu tvo mánuði verði um 200 talsins Forstjóri Icelandair Group segir um 200 flugfreyjur og flugþjónar verði á mála hjá félaginu í ágúst og september, þetta kom fram í viðtali við Boga Nils í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 27. júlí 2020 19:09
„Fólk er að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar“ Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það ekki koma á óvart að nýr kjarasamningur hafi verið samþykktur í dag. Atkvæðagreiðslan hafi ekki einungis snúist um nýjan kjarasamning heldur einnig um það hvort Flugfreyjufélagið yrði áfram stéttarfélag flugfreyja. 27. júlí 2020 13:21
Flugfreyjur samþykkja nýjan kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta Flugfreyjur samþykktu nýjan kjarasamning við Icelandair í dag. Samningurinn var samþykktur með 83,5 prósentum greiddra atkvæða og greiddu 88,2 prósent félagsmanna atkvæði. 27. júlí 2020 12:54