„Virðist meira hugsað um leik Íslands og Englands en félögin í landinu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. ágúst 2020 20:00 Rúnar í góðri fjarlægð í dag. vísir/skjáskot Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, skaut aðeins á forsvarsmenn KSÍ í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason en KR-ingar losna úr sóttkví á miðnætti. KR mætir Val á miðvikudaginn í fyrsta leiknum eftir sóttkvína frægu en KR-ingar fóru í sóttkví eftir ferðina til Skotlands. Flautað verður til leiks á Meistaravöllum klukkan 17.00 og leikurinn að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Við fengum svar að við gátum byrjað í þessari vinnusóttkví eða hvað sem þetta kallast, seint á föstudagskvöld, svo við byrjuðum að æfa á laugardagsmorgni,“ sagði Rúnar, í góðri fjarlægð. „Við æfðum laugardag og sunnudag og svo aftur í dag [mánudag]. Versta við þetta er að við gátum ekkert æft miðvikudag til föstudags. Það hefði verið betra að fá einhverjar æfingar en þetta breytir kannski ekki öllu.“ Rúnar segir að hann hafi viljað sjá öðruvísi stjórnarhætti hjá KSÍ og segir að landsleikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni virðist hafa átt hug allra hjá KSÍ. „Þetta er bara staðan. Við verðum að sætta okkur við þetta og keyra á þetta áfram. Við erum ekkert öðruvísi en aðrir og maður hefði viljað sjá KSÍ beita sér meira fyrir félögin í landinu, frekar en, eins og þetta virðist vera, að það sé meira verið að hugsa um leik Englands og Íslands.“ „Það virðist vera hugsað meira um þann leik en félögin.“ Hann segir að allir þeir sem höfðu fengið svör úr síðari skimuninni, þegar viðtalið var tekið, hafi reynst neikvæðir. „Við erum búnir að vera fá svör í dag flest allir en það eru nokkrir sem hafa ekki fengið svar. Allir eru neikvæðir en ætla að koma jákvæðir á æfingu. Það eru gleðifréttir og vonandi geta týnast inn síðustu nöfnin á eftir og þá erum við orðnir frjálsir aftur,“ sagði Rúnar. Viðtalið við Rúnar má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Rúnar Kristinsson Pepsi Max-deild karla KR KSÍ Tengdar fréttir „Ekki séns“ að KR spili á miðvikudag losni þeir úr sóttkví á þriðjudag Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir að liðið sé enn í sóttkví eftir ferðina til Skotlands er liðið spilaði leik í forkeppni Meistaradeildarinnar gegn Celtic. 21. ágúst 2020 12:00 KR-ingar í sóttkví - Verður mögulega breytt í vinnusóttkví Íslensk fótboltalið sem taka þátt í Evrópukeppnum, Meistaradeild Evrópu eða Evrópudeildinni, mega fara í vinnusóttkví eftir að þau koma heim til Íslands. 20. ágúst 2020 18:30 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, skaut aðeins á forsvarsmenn KSÍ í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason en KR-ingar losna úr sóttkví á miðnætti. KR mætir Val á miðvikudaginn í fyrsta leiknum eftir sóttkvína frægu en KR-ingar fóru í sóttkví eftir ferðina til Skotlands. Flautað verður til leiks á Meistaravöllum klukkan 17.00 og leikurinn að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Við fengum svar að við gátum byrjað í þessari vinnusóttkví eða hvað sem þetta kallast, seint á föstudagskvöld, svo við byrjuðum að æfa á laugardagsmorgni,“ sagði Rúnar, í góðri fjarlægð. „Við æfðum laugardag og sunnudag og svo aftur í dag [mánudag]. Versta við þetta er að við gátum ekkert æft miðvikudag til föstudags. Það hefði verið betra að fá einhverjar æfingar en þetta breytir kannski ekki öllu.“ Rúnar segir að hann hafi viljað sjá öðruvísi stjórnarhætti hjá KSÍ og segir að landsleikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni virðist hafa átt hug allra hjá KSÍ. „Þetta er bara staðan. Við verðum að sætta okkur við þetta og keyra á þetta áfram. Við erum ekkert öðruvísi en aðrir og maður hefði viljað sjá KSÍ beita sér meira fyrir félögin í landinu, frekar en, eins og þetta virðist vera, að það sé meira verið að hugsa um leik Englands og Íslands.“ „Það virðist vera hugsað meira um þann leik en félögin.“ Hann segir að allir þeir sem höfðu fengið svör úr síðari skimuninni, þegar viðtalið var tekið, hafi reynst neikvæðir. „Við erum búnir að vera fá svör í dag flest allir en það eru nokkrir sem hafa ekki fengið svar. Allir eru neikvæðir en ætla að koma jákvæðir á æfingu. Það eru gleðifréttir og vonandi geta týnast inn síðustu nöfnin á eftir og þá erum við orðnir frjálsir aftur,“ sagði Rúnar. Viðtalið við Rúnar má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Rúnar Kristinsson
Pepsi Max-deild karla KR KSÍ Tengdar fréttir „Ekki séns“ að KR spili á miðvikudag losni þeir úr sóttkví á þriðjudag Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir að liðið sé enn í sóttkví eftir ferðina til Skotlands er liðið spilaði leik í forkeppni Meistaradeildarinnar gegn Celtic. 21. ágúst 2020 12:00 KR-ingar í sóttkví - Verður mögulega breytt í vinnusóttkví Íslensk fótboltalið sem taka þátt í Evrópukeppnum, Meistaradeild Evrópu eða Evrópudeildinni, mega fara í vinnusóttkví eftir að þau koma heim til Íslands. 20. ágúst 2020 18:30 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
„Ekki séns“ að KR spili á miðvikudag losni þeir úr sóttkví á þriðjudag Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir að liðið sé enn í sóttkví eftir ferðina til Skotlands er liðið spilaði leik í forkeppni Meistaradeildarinnar gegn Celtic. 21. ágúst 2020 12:00
KR-ingar í sóttkví - Verður mögulega breytt í vinnusóttkví Íslensk fótboltalið sem taka þátt í Evrópukeppnum, Meistaradeild Evrópu eða Evrópudeildinni, mega fara í vinnusóttkví eftir að þau koma heim til Íslands. 20. ágúst 2020 18:30