„Virðist meira hugsað um leik Íslands og Englands en félögin í landinu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. ágúst 2020 20:00 Rúnar í góðri fjarlægð í dag. vísir/skjáskot Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, skaut aðeins á forsvarsmenn KSÍ í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason en KR-ingar losna úr sóttkví á miðnætti. KR mætir Val á miðvikudaginn í fyrsta leiknum eftir sóttkvína frægu en KR-ingar fóru í sóttkví eftir ferðina til Skotlands. Flautað verður til leiks á Meistaravöllum klukkan 17.00 og leikurinn að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Við fengum svar að við gátum byrjað í þessari vinnusóttkví eða hvað sem þetta kallast, seint á föstudagskvöld, svo við byrjuðum að æfa á laugardagsmorgni,“ sagði Rúnar, í góðri fjarlægð. „Við æfðum laugardag og sunnudag og svo aftur í dag [mánudag]. Versta við þetta er að við gátum ekkert æft miðvikudag til föstudags. Það hefði verið betra að fá einhverjar æfingar en þetta breytir kannski ekki öllu.“ Rúnar segir að hann hafi viljað sjá öðruvísi stjórnarhætti hjá KSÍ og segir að landsleikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni virðist hafa átt hug allra hjá KSÍ. „Þetta er bara staðan. Við verðum að sætta okkur við þetta og keyra á þetta áfram. Við erum ekkert öðruvísi en aðrir og maður hefði viljað sjá KSÍ beita sér meira fyrir félögin í landinu, frekar en, eins og þetta virðist vera, að það sé meira verið að hugsa um leik Englands og Íslands.“ „Það virðist vera hugsað meira um þann leik en félögin.“ Hann segir að allir þeir sem höfðu fengið svör úr síðari skimuninni, þegar viðtalið var tekið, hafi reynst neikvæðir. „Við erum búnir að vera fá svör í dag flest allir en það eru nokkrir sem hafa ekki fengið svar. Allir eru neikvæðir en ætla að koma jákvæðir á æfingu. Það eru gleðifréttir og vonandi geta týnast inn síðustu nöfnin á eftir og þá erum við orðnir frjálsir aftur,“ sagði Rúnar. Viðtalið við Rúnar má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Rúnar Kristinsson Pepsi Max-deild karla KR KSÍ Tengdar fréttir „Ekki séns“ að KR spili á miðvikudag losni þeir úr sóttkví á þriðjudag Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir að liðið sé enn í sóttkví eftir ferðina til Skotlands er liðið spilaði leik í forkeppni Meistaradeildarinnar gegn Celtic. 21. ágúst 2020 12:00 KR-ingar í sóttkví - Verður mögulega breytt í vinnusóttkví Íslensk fótboltalið sem taka þátt í Evrópukeppnum, Meistaradeild Evrópu eða Evrópudeildinni, mega fara í vinnusóttkví eftir að þau koma heim til Íslands. 20. ágúst 2020 18:30 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, skaut aðeins á forsvarsmenn KSÍ í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason en KR-ingar losna úr sóttkví á miðnætti. KR mætir Val á miðvikudaginn í fyrsta leiknum eftir sóttkvína frægu en KR-ingar fóru í sóttkví eftir ferðina til Skotlands. Flautað verður til leiks á Meistaravöllum klukkan 17.00 og leikurinn að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Við fengum svar að við gátum byrjað í þessari vinnusóttkví eða hvað sem þetta kallast, seint á föstudagskvöld, svo við byrjuðum að æfa á laugardagsmorgni,“ sagði Rúnar, í góðri fjarlægð. „Við æfðum laugardag og sunnudag og svo aftur í dag [mánudag]. Versta við þetta er að við gátum ekkert æft miðvikudag til föstudags. Það hefði verið betra að fá einhverjar æfingar en þetta breytir kannski ekki öllu.“ Rúnar segir að hann hafi viljað sjá öðruvísi stjórnarhætti hjá KSÍ og segir að landsleikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni virðist hafa átt hug allra hjá KSÍ. „Þetta er bara staðan. Við verðum að sætta okkur við þetta og keyra á þetta áfram. Við erum ekkert öðruvísi en aðrir og maður hefði viljað sjá KSÍ beita sér meira fyrir félögin í landinu, frekar en, eins og þetta virðist vera, að það sé meira verið að hugsa um leik Englands og Íslands.“ „Það virðist vera hugsað meira um þann leik en félögin.“ Hann segir að allir þeir sem höfðu fengið svör úr síðari skimuninni, þegar viðtalið var tekið, hafi reynst neikvæðir. „Við erum búnir að vera fá svör í dag flest allir en það eru nokkrir sem hafa ekki fengið svar. Allir eru neikvæðir en ætla að koma jákvæðir á æfingu. Það eru gleðifréttir og vonandi geta týnast inn síðustu nöfnin á eftir og þá erum við orðnir frjálsir aftur,“ sagði Rúnar. Viðtalið við Rúnar má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Rúnar Kristinsson
Pepsi Max-deild karla KR KSÍ Tengdar fréttir „Ekki séns“ að KR spili á miðvikudag losni þeir úr sóttkví á þriðjudag Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir að liðið sé enn í sóttkví eftir ferðina til Skotlands er liðið spilaði leik í forkeppni Meistaradeildarinnar gegn Celtic. 21. ágúst 2020 12:00 KR-ingar í sóttkví - Verður mögulega breytt í vinnusóttkví Íslensk fótboltalið sem taka þátt í Evrópukeppnum, Meistaradeild Evrópu eða Evrópudeildinni, mega fara í vinnusóttkví eftir að þau koma heim til Íslands. 20. ágúst 2020 18:30 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Fleiri fréttir Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Sjá meira
„Ekki séns“ að KR spili á miðvikudag losni þeir úr sóttkví á þriðjudag Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir að liðið sé enn í sóttkví eftir ferðina til Skotlands er liðið spilaði leik í forkeppni Meistaradeildarinnar gegn Celtic. 21. ágúst 2020 12:00
KR-ingar í sóttkví - Verður mögulega breytt í vinnusóttkví Íslensk fótboltalið sem taka þátt í Evrópukeppnum, Meistaradeild Evrópu eða Evrópudeildinni, mega fara í vinnusóttkví eftir að þau koma heim til Íslands. 20. ágúst 2020 18:30