„Virðist meira hugsað um leik Íslands og Englands en félögin í landinu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. ágúst 2020 20:00 Rúnar í góðri fjarlægð í dag. vísir/skjáskot Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, skaut aðeins á forsvarsmenn KSÍ í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason en KR-ingar losna úr sóttkví á miðnætti. KR mætir Val á miðvikudaginn í fyrsta leiknum eftir sóttkvína frægu en KR-ingar fóru í sóttkví eftir ferðina til Skotlands. Flautað verður til leiks á Meistaravöllum klukkan 17.00 og leikurinn að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Við fengum svar að við gátum byrjað í þessari vinnusóttkví eða hvað sem þetta kallast, seint á föstudagskvöld, svo við byrjuðum að æfa á laugardagsmorgni,“ sagði Rúnar, í góðri fjarlægð. „Við æfðum laugardag og sunnudag og svo aftur í dag [mánudag]. Versta við þetta er að við gátum ekkert æft miðvikudag til föstudags. Það hefði verið betra að fá einhverjar æfingar en þetta breytir kannski ekki öllu.“ Rúnar segir að hann hafi viljað sjá öðruvísi stjórnarhætti hjá KSÍ og segir að landsleikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni virðist hafa átt hug allra hjá KSÍ. „Þetta er bara staðan. Við verðum að sætta okkur við þetta og keyra á þetta áfram. Við erum ekkert öðruvísi en aðrir og maður hefði viljað sjá KSÍ beita sér meira fyrir félögin í landinu, frekar en, eins og þetta virðist vera, að það sé meira verið að hugsa um leik Englands og Íslands.“ „Það virðist vera hugsað meira um þann leik en félögin.“ Hann segir að allir þeir sem höfðu fengið svör úr síðari skimuninni, þegar viðtalið var tekið, hafi reynst neikvæðir. „Við erum búnir að vera fá svör í dag flest allir en það eru nokkrir sem hafa ekki fengið svar. Allir eru neikvæðir en ætla að koma jákvæðir á æfingu. Það eru gleðifréttir og vonandi geta týnast inn síðustu nöfnin á eftir og þá erum við orðnir frjálsir aftur,“ sagði Rúnar. Viðtalið við Rúnar má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Rúnar Kristinsson Pepsi Max-deild karla KR KSÍ Tengdar fréttir „Ekki séns“ að KR spili á miðvikudag losni þeir úr sóttkví á þriðjudag Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir að liðið sé enn í sóttkví eftir ferðina til Skotlands er liðið spilaði leik í forkeppni Meistaradeildarinnar gegn Celtic. 21. ágúst 2020 12:00 KR-ingar í sóttkví - Verður mögulega breytt í vinnusóttkví Íslensk fótboltalið sem taka þátt í Evrópukeppnum, Meistaradeild Evrópu eða Evrópudeildinni, mega fara í vinnusóttkví eftir að þau koma heim til Íslands. 20. ágúst 2020 18:30 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, skaut aðeins á forsvarsmenn KSÍ í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason en KR-ingar losna úr sóttkví á miðnætti. KR mætir Val á miðvikudaginn í fyrsta leiknum eftir sóttkvína frægu en KR-ingar fóru í sóttkví eftir ferðina til Skotlands. Flautað verður til leiks á Meistaravöllum klukkan 17.00 og leikurinn að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Við fengum svar að við gátum byrjað í þessari vinnusóttkví eða hvað sem þetta kallast, seint á föstudagskvöld, svo við byrjuðum að æfa á laugardagsmorgni,“ sagði Rúnar, í góðri fjarlægð. „Við æfðum laugardag og sunnudag og svo aftur í dag [mánudag]. Versta við þetta er að við gátum ekkert æft miðvikudag til föstudags. Það hefði verið betra að fá einhverjar æfingar en þetta breytir kannski ekki öllu.“ Rúnar segir að hann hafi viljað sjá öðruvísi stjórnarhætti hjá KSÍ og segir að landsleikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni virðist hafa átt hug allra hjá KSÍ. „Þetta er bara staðan. Við verðum að sætta okkur við þetta og keyra á þetta áfram. Við erum ekkert öðruvísi en aðrir og maður hefði viljað sjá KSÍ beita sér meira fyrir félögin í landinu, frekar en, eins og þetta virðist vera, að það sé meira verið að hugsa um leik Englands og Íslands.“ „Það virðist vera hugsað meira um þann leik en félögin.“ Hann segir að allir þeir sem höfðu fengið svör úr síðari skimuninni, þegar viðtalið var tekið, hafi reynst neikvæðir. „Við erum búnir að vera fá svör í dag flest allir en það eru nokkrir sem hafa ekki fengið svar. Allir eru neikvæðir en ætla að koma jákvæðir á æfingu. Það eru gleðifréttir og vonandi geta týnast inn síðustu nöfnin á eftir og þá erum við orðnir frjálsir aftur,“ sagði Rúnar. Viðtalið við Rúnar má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Rúnar Kristinsson
Pepsi Max-deild karla KR KSÍ Tengdar fréttir „Ekki séns“ að KR spili á miðvikudag losni þeir úr sóttkví á þriðjudag Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir að liðið sé enn í sóttkví eftir ferðina til Skotlands er liðið spilaði leik í forkeppni Meistaradeildarinnar gegn Celtic. 21. ágúst 2020 12:00 KR-ingar í sóttkví - Verður mögulega breytt í vinnusóttkví Íslensk fótboltalið sem taka þátt í Evrópukeppnum, Meistaradeild Evrópu eða Evrópudeildinni, mega fara í vinnusóttkví eftir að þau koma heim til Íslands. 20. ágúst 2020 18:30 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
„Ekki séns“ að KR spili á miðvikudag losni þeir úr sóttkví á þriðjudag Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir að liðið sé enn í sóttkví eftir ferðina til Skotlands er liðið spilaði leik í forkeppni Meistaradeildarinnar gegn Celtic. 21. ágúst 2020 12:00
KR-ingar í sóttkví - Verður mögulega breytt í vinnusóttkví Íslensk fótboltalið sem taka þátt í Evrópukeppnum, Meistaradeild Evrópu eða Evrópudeildinni, mega fara í vinnusóttkví eftir að þau koma heim til Íslands. 20. ágúst 2020 18:30