Southgate mætir með sterkt lið til Íslands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. ágúst 2020 16:00 Southgate ætlar sér ekki að tapa gegn Íslandi né Danmörku. vísir/getty Þann 5. september mætast Ísland og England í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. Gareth Southgate, landsliðseinvaldur enska karlalandsliðsins, ætlar að mæta með eins sterkt lið og mögulegt er í leikinn. Þetta kemur fram í Sky Sports um komandi landsliðsverkefni Englands. Honum virðist slétt sama þó leikmenn Manchester United, Manchester City og Chelsea séu varla komnir í sumarfrí. Hann ætlar að boða alla þá sem hann telur eiga skilið í komandi landsliðsverkefni. Harry Maguire gæti sloppið einfaldlega vegna þessa að hann var handtekinn á grísku eyjunni Mykonos. Mögulega gæti landsliðssæti Harry verið í hættu en Southgate vill að sínir leikmenn hagi sér öllum stundum, allan ársins hring. Leikmenn munu hittast á St. George´s vellinum – æfingasvæði enska landsliðsins – þann 30. ágúst og hefja undirbúning fyrir leikinn gegn Íslandi. Það þýðir að þeir leikmenn Man United sem verða valdir hafa aðeins fengið 13 daga í sumarfrí. Leikmenn Man City munu aðeins hafa fengið 14 daga sumarfrí. Virðist sem Southgate noti önnur lönd sem fordæmi en David De Gea, markvörður United, er til að mynda í spænska landsliðshópnum. Athygli vekur að ensku félögin höfðu samið við enska knattspyrnusambandið sem og leikmenn sína um þeir myndu fá 30 daga í frí. Þeir fá ekki einu sinni helminginn af því. Talið er að Ben Chilwell, Luke Shaw, Alex Oxlade-Chamberlain, James Maddison og Jordan Henderson missi allir af verkefninu vegna meiðsla. Þá er óvissa með Harry Kane þar sem hann er í sóttkví eftir að hafa farið í frí til Bahamsas. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig hópurinn verður og hvernig þeim leikmönnum sem hafa fengið hvað minnsta hvíld mun ganga á komandi vikum og mánuðum. Knattspyrnumenn eru nú mannlegir eftir allt saman. Fótbolti Enski boltinn KSÍ Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjá meira
Þann 5. september mætast Ísland og England í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. Gareth Southgate, landsliðseinvaldur enska karlalandsliðsins, ætlar að mæta með eins sterkt lið og mögulegt er í leikinn. Þetta kemur fram í Sky Sports um komandi landsliðsverkefni Englands. Honum virðist slétt sama þó leikmenn Manchester United, Manchester City og Chelsea séu varla komnir í sumarfrí. Hann ætlar að boða alla þá sem hann telur eiga skilið í komandi landsliðsverkefni. Harry Maguire gæti sloppið einfaldlega vegna þessa að hann var handtekinn á grísku eyjunni Mykonos. Mögulega gæti landsliðssæti Harry verið í hættu en Southgate vill að sínir leikmenn hagi sér öllum stundum, allan ársins hring. Leikmenn munu hittast á St. George´s vellinum – æfingasvæði enska landsliðsins – þann 30. ágúst og hefja undirbúning fyrir leikinn gegn Íslandi. Það þýðir að þeir leikmenn Man United sem verða valdir hafa aðeins fengið 13 daga í sumarfrí. Leikmenn Man City munu aðeins hafa fengið 14 daga sumarfrí. Virðist sem Southgate noti önnur lönd sem fordæmi en David De Gea, markvörður United, er til að mynda í spænska landsliðshópnum. Athygli vekur að ensku félögin höfðu samið við enska knattspyrnusambandið sem og leikmenn sína um þeir myndu fá 30 daga í frí. Þeir fá ekki einu sinni helminginn af því. Talið er að Ben Chilwell, Luke Shaw, Alex Oxlade-Chamberlain, James Maddison og Jordan Henderson missi allir af verkefninu vegna meiðsla. Þá er óvissa með Harry Kane þar sem hann er í sóttkví eftir að hafa farið í frí til Bahamsas. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig hópurinn verður og hvernig þeim leikmönnum sem hafa fengið hvað minnsta hvíld mun ganga á komandi vikum og mánuðum. Knattspyrnumenn eru nú mannlegir eftir allt saman.
Fótbolti Enski boltinn KSÍ Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjá meira