Banna fólki að graðga í sig í beinni til að auka fæðuöryggi Samúel Karl Ólason skrifar 22. ágúst 2020 11:37 Meðal annars hefur verið gripið til aðgerða gegn aðilum sem borða mat í beinni útsendingu á netinu, en vinsældir slíkra útsendinga hafa aukist til muna á undanförnum árum. Vísir/Getty Ríkisstjórn Xi Jinping, forseta Kína, er um þessar mundir að berjast af miklu afli gegn matarsóun. Xi segir Kínverja sóa óhugnanlega miklu af mat og er hluti markmiða átaksins, sem ber heitið Hreinn diskur, að tryggja fæðuöryggi ríkisins. Meðal annars hefur verið gripið til aðgerða gegn aðilum sem borða mat í beinni útsendingu á netinu, en vinsældir slíkra útsendinga, sem kallast Mukbang, hafa aukist til muna á undanförnum árum. Auk þess hafa forsvarsmenn minnst eins skóla sagt að nemendur sem sói miklum mat geti ekki sótt um skólastyrki og á einum veitingastað hefur vigt verið komið fyrir þar svo gestir geti vigtað sig. Í Wuhan hefur verið sett á sú regla að gestir veitingastaða megi ekki panta jafn marga eða fleiri rétti en eru í hópnum. Það er að segja, ef fimm manns fara saman á veitingastað, mega þau bara panta fjóra rétti. NY Times segir átakið einnig vera lið í því að auka efnahagslegt sjálfstæði Kína vegna viðskiptadeilna ríkisins við Bandaríkin og önnur ríki. Óttast er að deilurnar, ef þær yrðu alvarlegri, í samblandi við umfangsmikil flóð sem hafa skemmt ræktunarland og uppskeru gætu sett stórt skarð í fæðubirgðir Kína. Til marks um það hækkaði matvælaverð um þrettán prósent í júlí, samanborið við júlí í fyrra. Verð svínakjöts hækkaði um 85 prósent þar sem flóð hafa komið verulega niður á svínarækt og flutningum svínakjöts. Málið snýr þó að menningu og hefðum Kína. Mikill matur þykir til marks um gestrisni og umhyggju fyrir gestum. Það að matur sem er í boði klárist þykir hins vegar dónalegt. Þetta hefur leitt til þess að samkvæmt opinberum tölum henda Kínverjar um 17 til 18 milljónum tonna af mat á ári hverju. Þann mat væri hægt að nota til að fæða 30 til 50 milljónir manna. Einn viðmælandi NYT, hin 21 árs gamla Pan, sagði til að mynda að hún hefði rétt á því að panta eins mikinn mat og henni sýndist. Ef hún vildi sóa matnum, væri það hennar réttur. Hún sagði þetta átak vera leiðinlegt og gagnslaust. Eigendur veitingahúsa virðast þeirrar skoðunar að átakið sé jákvætt. Hins vegar vilja þeir ekki tapa tekjum vegna þess. Stóru-maga konungarnir í klandri Það eru þó aðgerðirnar gegn „stóru-maga konungunum“ svokölluðu sem hafa vakið mesta athygli. Þar er um að ræða fólk sem hefur orðið frægt af því að borða gífurlegt magn matar í beinni útsendingu á netinu. Þeir hafa orðið fyrir gagnrýni í Kína á undanförnum vikum en fyrir rúmri viku virðast yfirvöld hafa fengið nóg. Þann 14. ágúst gáfu yfirvöld í Kína frá sér yfirlýsingu um að streymisveitur ættu alfarið að banna útsendingar þar sem fólk ýtir undir hegðun sem leiðir til matarsóunar. Stærstu fyrirtækin í þessum geira hafa sagst ætla að fylgja skipuninni. BBC segir að þeir sem leiti að orðinu „Mukbang“ eða öðrum til að finna myndbönd og útsýningar af mataráti, fái upp viðvörun um matarsóun og að myndbönd umræddra aðila hafi verið afmáð. Einn slíkur streymari, sem borðaði eitt sinn heilt lamb í beinni útsendingu (það myndband hefur verið fjarlægt), birti nýverið myndband þar sem hún hvatti ellefu milljónir fylgjenda sinna til að fylgja átaki yfirvalda. Hún kallaðist áður Big Stomach Mini en hefur nú breytt nafni sínu í Dimple Mini, og sagði ekkert að því að njóta góðs matar. Fólk ætti hins vegar ekki að sóa mat. Kína Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Ríkisstjórn Xi Jinping, forseta Kína, er um þessar mundir að berjast af miklu afli gegn matarsóun. Xi segir Kínverja sóa óhugnanlega miklu af mat og er hluti markmiða átaksins, sem ber heitið Hreinn diskur, að tryggja fæðuöryggi ríkisins. Meðal annars hefur verið gripið til aðgerða gegn aðilum sem borða mat í beinni útsendingu á netinu, en vinsældir slíkra útsendinga, sem kallast Mukbang, hafa aukist til muna á undanförnum árum. Auk þess hafa forsvarsmenn minnst eins skóla sagt að nemendur sem sói miklum mat geti ekki sótt um skólastyrki og á einum veitingastað hefur vigt verið komið fyrir þar svo gestir geti vigtað sig. Í Wuhan hefur verið sett á sú regla að gestir veitingastaða megi ekki panta jafn marga eða fleiri rétti en eru í hópnum. Það er að segja, ef fimm manns fara saman á veitingastað, mega þau bara panta fjóra rétti. NY Times segir átakið einnig vera lið í því að auka efnahagslegt sjálfstæði Kína vegna viðskiptadeilna ríkisins við Bandaríkin og önnur ríki. Óttast er að deilurnar, ef þær yrðu alvarlegri, í samblandi við umfangsmikil flóð sem hafa skemmt ræktunarland og uppskeru gætu sett stórt skarð í fæðubirgðir Kína. Til marks um það hækkaði matvælaverð um þrettán prósent í júlí, samanborið við júlí í fyrra. Verð svínakjöts hækkaði um 85 prósent þar sem flóð hafa komið verulega niður á svínarækt og flutningum svínakjöts. Málið snýr þó að menningu og hefðum Kína. Mikill matur þykir til marks um gestrisni og umhyggju fyrir gestum. Það að matur sem er í boði klárist þykir hins vegar dónalegt. Þetta hefur leitt til þess að samkvæmt opinberum tölum henda Kínverjar um 17 til 18 milljónum tonna af mat á ári hverju. Þann mat væri hægt að nota til að fæða 30 til 50 milljónir manna. Einn viðmælandi NYT, hin 21 árs gamla Pan, sagði til að mynda að hún hefði rétt á því að panta eins mikinn mat og henni sýndist. Ef hún vildi sóa matnum, væri það hennar réttur. Hún sagði þetta átak vera leiðinlegt og gagnslaust. Eigendur veitingahúsa virðast þeirrar skoðunar að átakið sé jákvætt. Hins vegar vilja þeir ekki tapa tekjum vegna þess. Stóru-maga konungarnir í klandri Það eru þó aðgerðirnar gegn „stóru-maga konungunum“ svokölluðu sem hafa vakið mesta athygli. Þar er um að ræða fólk sem hefur orðið frægt af því að borða gífurlegt magn matar í beinni útsendingu á netinu. Þeir hafa orðið fyrir gagnrýni í Kína á undanförnum vikum en fyrir rúmri viku virðast yfirvöld hafa fengið nóg. Þann 14. ágúst gáfu yfirvöld í Kína frá sér yfirlýsingu um að streymisveitur ættu alfarið að banna útsendingar þar sem fólk ýtir undir hegðun sem leiðir til matarsóunar. Stærstu fyrirtækin í þessum geira hafa sagst ætla að fylgja skipuninni. BBC segir að þeir sem leiti að orðinu „Mukbang“ eða öðrum til að finna myndbönd og útsýningar af mataráti, fái upp viðvörun um matarsóun og að myndbönd umræddra aðila hafi verið afmáð. Einn slíkur streymari, sem borðaði eitt sinn heilt lamb í beinni útsendingu (það myndband hefur verið fjarlægt), birti nýverið myndband þar sem hún hvatti ellefu milljónir fylgjenda sinna til að fylgja átaki yfirvalda. Hún kallaðist áður Big Stomach Mini en hefur nú breytt nafni sínu í Dimple Mini, og sagði ekkert að því að njóta góðs matar. Fólk ætti hins vegar ekki að sóa mat.
Kína Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira