Áhorfendur hitamældir áður en þeir fara á völlinn í einu fótboltadeild Evrópu Arnar Geir Halldórsson skrifar 29. mars 2020 12:00 Frá leik í Hvíta-Rússlandi um helgina vísir/getty Nær allt íþróttastarf liggur niðri um gjörvalla veröld í kjölfar útbreiðslu kórónaveirufaraldurs sem hefur breitt úr sér í öllum heimsálfum. Allar stærstu deildir Evrópu hafa verið stöðvaðar auk allra móta á vegum UEFA en þó er enn verið að spila fótbolta í efstu deild Hvíta-Rússlands. Þar spilar einn Íslendingur en Willum Þór Willumsson var á skotskónum þegar lið hans, BATE Borisov, beið lægri hlut fyrir Slavia Mozyr í gær. Tímabilið í Hvíta-Rússlandi hófst um síðustu helgi en þá var búið að stoppa nær allt íþróttastarf í Evrópu. Forseti knattspyrnusambandsins í Hvíta-Rússlandi sá þó enga ástæðu til þess að gera slíkt hið sama og er ekki einu sinni leikið fyrir luktum dyrum. „Af hvaða ástæðu ættum við ekki að spila? Það hefur ekki verið lýst yfir neyðarástandi í landinu og ekkert krísuástand í gangi hér,“ sagði forseti knattspyrnusambandsins, Vladimir Bazanov. Það er þó ekki svo að kórónaveiran hafi ekki náð til Hvíta-Rússlands. Hún hefur þó ekki náð mikilli útbreiðslu enn sem komið er ef marka má tölur þaðan en 86 manns hafa sýkst af veirunni. Íbúafjöldi Hvíta-Rússlands eru tæpar 10 milljónir. Knattspyrnusambandið nýtur stuðnings frá forseta landsins, hinum umdeilda Aleksandr Lukashenko, en hann hefur gert lítið úr kórónaveirufaraldrinum opinberlega; hefur látið hafa eftir sér að aðgerðir nágrannaþjóða og sérstaklega Vestur-Evrópu séu heimskulegar og telur jafnframt að múgæsingur í kjölfar faraldursins muni hafa verri áhrif en veiran sjálf. Tveir leikir eru á dagskrá hvít-rússnesku deildarinnar í dag og fjórir leikir fóru fram í gær. Þar var þó gripið til einhverra aðgerða vegna kórónaveirunnar þar sem áhorfendur voru hitamældir áður en þeir fengu inngöngu á vellina. Deildin í Hvíta-Rússlandi er sú eina í Evrópu sem er í gangi. Eftir því sem fram kemur á ESPN eru efstu deildirnar í Níkaragva, Túrkmenistan, Búrundí og Myanmar einnig í fullum gangi. Þá hafa einhver neðri deildar lið á Norðurlöndunum, aðallega í Svíþjóð, verið að spila æfingaleiki að undanförnu.Football everywhere has come to a haltExcept in Belarus, where the Minsk derby was played on Saturdayhttps://t.co/m6FMty1YGo pic.twitter.com/tOgTY3IMdt— MARCA in English (@MARCAinENGLISH) March 29, 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Hvíta-Rússland Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Nær allt íþróttastarf liggur niðri um gjörvalla veröld í kjölfar útbreiðslu kórónaveirufaraldurs sem hefur breitt úr sér í öllum heimsálfum. Allar stærstu deildir Evrópu hafa verið stöðvaðar auk allra móta á vegum UEFA en þó er enn verið að spila fótbolta í efstu deild Hvíta-Rússlands. Þar spilar einn Íslendingur en Willum Þór Willumsson var á skotskónum þegar lið hans, BATE Borisov, beið lægri hlut fyrir Slavia Mozyr í gær. Tímabilið í Hvíta-Rússlandi hófst um síðustu helgi en þá var búið að stoppa nær allt íþróttastarf í Evrópu. Forseti knattspyrnusambandsins í Hvíta-Rússlandi sá þó enga ástæðu til þess að gera slíkt hið sama og er ekki einu sinni leikið fyrir luktum dyrum. „Af hvaða ástæðu ættum við ekki að spila? Það hefur ekki verið lýst yfir neyðarástandi í landinu og ekkert krísuástand í gangi hér,“ sagði forseti knattspyrnusambandsins, Vladimir Bazanov. Það er þó ekki svo að kórónaveiran hafi ekki náð til Hvíta-Rússlands. Hún hefur þó ekki náð mikilli útbreiðslu enn sem komið er ef marka má tölur þaðan en 86 manns hafa sýkst af veirunni. Íbúafjöldi Hvíta-Rússlands eru tæpar 10 milljónir. Knattspyrnusambandið nýtur stuðnings frá forseta landsins, hinum umdeilda Aleksandr Lukashenko, en hann hefur gert lítið úr kórónaveirufaraldrinum opinberlega; hefur látið hafa eftir sér að aðgerðir nágrannaþjóða og sérstaklega Vestur-Evrópu séu heimskulegar og telur jafnframt að múgæsingur í kjölfar faraldursins muni hafa verri áhrif en veiran sjálf. Tveir leikir eru á dagskrá hvít-rússnesku deildarinnar í dag og fjórir leikir fóru fram í gær. Þar var þó gripið til einhverra aðgerða vegna kórónaveirunnar þar sem áhorfendur voru hitamældir áður en þeir fengu inngöngu á vellina. Deildin í Hvíta-Rússlandi er sú eina í Evrópu sem er í gangi. Eftir því sem fram kemur á ESPN eru efstu deildirnar í Níkaragva, Túrkmenistan, Búrundí og Myanmar einnig í fullum gangi. Þá hafa einhver neðri deildar lið á Norðurlöndunum, aðallega í Svíþjóð, verið að spila æfingaleiki að undanförnu.Football everywhere has come to a haltExcept in Belarus, where the Minsk derby was played on Saturdayhttps://t.co/m6FMty1YGo pic.twitter.com/tOgTY3IMdt— MARCA in English (@MARCAinENGLISH) March 29, 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Hvíta-Rússland Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira