Ferðakostnaður ríkisins lækkað um 1,1 milljarð milli ára Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. ágúst 2020 09:45 Hluti ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, sem hefur ferðast minna en áður. vísir/vilhelm Ríkið segir ferðakostnað sinn hafa lækkað um 1,1 milljarð á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við sama tímabil í fyrra. Sé það rétt nemur lækkunin 55 prósenti en ætla má að rekja megi hana til heimsfaraldurs kórónuveiru. Í útskýringum ríkisins segir að „ferðakostnaður“ taki til ferðalaga og upphalds, jafnt á Íslandi og í útlöndum. „Tölurnar ná til A-hluta stofnana ríkisins sem eru um 160 talsins. Þar undir eru ráðuneytin og undirstofnanir þeirra, svo sem framhaldsskólar, háskólar, sjúkrahús, heilbrigðisstofnanir, sýslumanns- og lögreglustjóraembætti,“ segir í orðsendingu Stjórnarráðsins. Þar er jafnframt örlítil sundurliðun á sparnaðinum. Ferðakostnaður ráðuneyta er þannig sagður hafa lækkað um 100 milljónir á milli ára, sem samsvarar 64 prósenta lækkun. Mesta hlutfallslækkun ferðakostnaðar er sögð hafa orðið í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, þar sem lækkunin er sögð 81 prósent, en minnsta lækkun kostnaðarins á að hafa verið í mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem fullyrt er að ferðakostnaður hafi lækkað um 54 prósent á milli ára. „Þegar skoðaður er ferðakostnaður einstakra stofnana sést að mest lækkun milli áranna 2019 og 2020 er hjá Háskóla Íslands, Landspítala og Landhelgisgæslu Íslands“ segir enn fremur í sundurliðun hins opinbera. Uppfært kl. 11:55 Stjórnvöld sendu frá sér leiðréttingu rétt fyrir hádegi. Lækkun ferðakostnaðar hafi ekki numið 2,7 milljörðum króna eins og upphaflega var talið heldur 1,1 milljarði. Fréttin hér að ofan hefur verið uppfærð í samræmi við nýja útreikninga Stjórnarráðsins. Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Ríkið segir ferðakostnað sinn hafa lækkað um 1,1 milljarð á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við sama tímabil í fyrra. Sé það rétt nemur lækkunin 55 prósenti en ætla má að rekja megi hana til heimsfaraldurs kórónuveiru. Í útskýringum ríkisins segir að „ferðakostnaður“ taki til ferðalaga og upphalds, jafnt á Íslandi og í útlöndum. „Tölurnar ná til A-hluta stofnana ríkisins sem eru um 160 talsins. Þar undir eru ráðuneytin og undirstofnanir þeirra, svo sem framhaldsskólar, háskólar, sjúkrahús, heilbrigðisstofnanir, sýslumanns- og lögreglustjóraembætti,“ segir í orðsendingu Stjórnarráðsins. Þar er jafnframt örlítil sundurliðun á sparnaðinum. Ferðakostnaður ráðuneyta er þannig sagður hafa lækkað um 100 milljónir á milli ára, sem samsvarar 64 prósenta lækkun. Mesta hlutfallslækkun ferðakostnaðar er sögð hafa orðið í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, þar sem lækkunin er sögð 81 prósent, en minnsta lækkun kostnaðarins á að hafa verið í mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem fullyrt er að ferðakostnaður hafi lækkað um 54 prósent á milli ára. „Þegar skoðaður er ferðakostnaður einstakra stofnana sést að mest lækkun milli áranna 2019 og 2020 er hjá Háskóla Íslands, Landspítala og Landhelgisgæslu Íslands“ segir enn fremur í sundurliðun hins opinbera. Uppfært kl. 11:55 Stjórnvöld sendu frá sér leiðréttingu rétt fyrir hádegi. Lækkun ferðakostnaðar hafi ekki numið 2,7 milljörðum króna eins og upphaflega var talið heldur 1,1 milljarði. Fréttin hér að ofan hefur verið uppfærð í samræmi við nýja útreikninga Stjórnarráðsins.
Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira