Fjórtán daga bann í Slóvakíu ógnar samskonar umspilsleik og á að spilast í Laugardalnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2020 09:00 Slóvakísku landsliðsmennirnir Martin Skrtel, Michal Sulla, Adam Nemec og Ondrej Duda. Getty/Pakawich Damrongkiattisak Slóvakar hafa ákveðið að banna alla íþróttaviðburði næstu fjórtán daga á meðan berst við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Þetta er samskonar bann og var sett á Ítalíu en Ítalir eru reyndar með mánaðarbann. Ólíkt Slóvakíu þá eru Ítalir ekki á leiðinni í umspil um sæti á EM eins og við Íslendingar. Ítalar eru búnir að tryggja sér sæti á EM. Bannið í Slóvakíu ógnar aftur á móti umspilsleik þjóðarinnar á móti Írlandi sem á að fara fram sama dag og leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvellinum.A 14-day ban on all sporting events in Slovakia because of #coronavirus has put in doubt the #Euro2020 play-off with the Republic of Ireland on 26 March. More details https://t.co/AM3eoQTNRL#bbcfootballpic.twitter.com/vXoZOIfDWd — BBC Sport (@BBCSport) March 10, 2020Leikur Slóvakíu og Írlands á að fara fram í Bratislava 26. mars eða eftir sextán daga. Það þýðir að bannið verður enn í gildi þremur dögum fyrir leikinn. Peter Pellegrini, forsætisráðherra Slóvakíu, tilkynnti um bannið í gær en þar snýr ekki bara að íþróttaviðburðum heldur öllum viðburðum þar sem fólk kemur saman og öllum viðburðum á vegum stjórnvalda. Þetta eru mjög hörð viðbrögð því „aðeins“ hafa fundist sjö Covid-19 veirusmit í landinu. Slóvakíska knattspyrnusambandið hafði sagt áður að leikurinn við Írland færi hugsanlega fram með enga áhorfendur í stúkunni en sambandið ætlar að endurgreiða miðana verði það niðurstaðan. Í kringum 2200 Slóvakar hafa keypt miða á leikinn en það er langt frá því að vera uppselt eins og á leik Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvellinum. Eins og staðan er núna mun leikurinn í Bratislava fara fram en eins og með allt annað á þessum óvissutímum er það í stöðugri endurskoðun. EM 2020 í fótbolta Slóvakía Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Sjá meira
Slóvakar hafa ákveðið að banna alla íþróttaviðburði næstu fjórtán daga á meðan berst við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Þetta er samskonar bann og var sett á Ítalíu en Ítalir eru reyndar með mánaðarbann. Ólíkt Slóvakíu þá eru Ítalir ekki á leiðinni í umspil um sæti á EM eins og við Íslendingar. Ítalar eru búnir að tryggja sér sæti á EM. Bannið í Slóvakíu ógnar aftur á móti umspilsleik þjóðarinnar á móti Írlandi sem á að fara fram sama dag og leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvellinum.A 14-day ban on all sporting events in Slovakia because of #coronavirus has put in doubt the #Euro2020 play-off with the Republic of Ireland on 26 March. More details https://t.co/AM3eoQTNRL#bbcfootballpic.twitter.com/vXoZOIfDWd — BBC Sport (@BBCSport) March 10, 2020Leikur Slóvakíu og Írlands á að fara fram í Bratislava 26. mars eða eftir sextán daga. Það þýðir að bannið verður enn í gildi þremur dögum fyrir leikinn. Peter Pellegrini, forsætisráðherra Slóvakíu, tilkynnti um bannið í gær en þar snýr ekki bara að íþróttaviðburðum heldur öllum viðburðum þar sem fólk kemur saman og öllum viðburðum á vegum stjórnvalda. Þetta eru mjög hörð viðbrögð því „aðeins“ hafa fundist sjö Covid-19 veirusmit í landinu. Slóvakíska knattspyrnusambandið hafði sagt áður að leikurinn við Írland færi hugsanlega fram með enga áhorfendur í stúkunni en sambandið ætlar að endurgreiða miðana verði það niðurstaðan. Í kringum 2200 Slóvakar hafa keypt miða á leikinn en það er langt frá því að vera uppselt eins og á leik Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvellinum. Eins og staðan er núna mun leikurinn í Bratislava fara fram en eins og með allt annað á þessum óvissutímum er það í stöðugri endurskoðun.
EM 2020 í fótbolta Slóvakía Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Sjá meira