Það var Íslendingaslagur í sænska handboltanum í dag er Kristianstad vann tólf marka sigur á Savehof, 32-20.
Búist var við jöfnum og spennandi leik fyrir leikinn enda liðin í 4. og 6. sæti deildarinnar.
Það varð heldur betur ekki raunin því heimamenn í Kristianstad tóku snemma forystuna og voru sex mörkum yfir í hálfleik, 17-11. Eftirleikurinn auðveldur en Kristianstad er nú í 3. sætinu á meðan Savehof er áfram í því sjötta.
Teitur Örn Einarsson skoraði fimm mörk í liði Kristianstad og Ólafur Guðmundsson bætti við þremur mörkum. Ágúst Elí Björgvinsson leikur með Savehof.

