Heimamenn auka hlut sinn í gullnámum Elds á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 11. mars 2020 14:08 Frá einu af leitarsvæðum AEX Gold á Suður-Grænlandi. Mynd/AEX Gold. Opinberu fjárfestingarsjóðirnir Greenland Venture Fund og Danish Growth Fund hafa tvöfaldað hlut sinn í kanadíska gullnámufélaginu AEX Gold. Íslendingurinn Eldur Ólafsson er stofnandi og framkvæmdastjóri félagsins en það vinnur að því að endurvekja gullvinnslu í námum á Suður-Grænlandi. Sjóðirnir nýttu sér kauprétt að hlutafé upp á 3,8 milljónir kanadískra dollara, andvirði um 350 milljóna íslenskra króna, að því er fram kemur í tilkynningu félagsins. Við það hækkaði hlutur hvors sjóðs úr 5% upp í um 10%, eða samtals upp í um 20%. Fjárfestar í AEX Gold eru um tvöhundruð talsins. Tæplega þriðjungur hlutfjár er í höndum Íslendinga, þar af um tólf prósent í eigu Elds og fjölskyldu hans. Sjá einnig hér: Íslenskur jarðfræðingur kominn með 50 milljarða gullnámur á GrænlandiEldur Ólafsson jarðfræðingur er stofnandi og framkvæmdastjóri AEX Gold.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í tilkynningu AEX Gold lýsir Eldur ánægju sinni með ákvörðun sjóðanna, sem lýsi trú fjárfesta á möguleikum félagsins. Það fái þannig aukið fjármagn til að byggja upp gullvinnslu á Grænlandi og sérstaklega Nalunaq-verkefnið. Stefnt er að því að sú náma verði komin í fullan rekstur fyrir lok árs 2021. Í viðtali við grænlenska fréttamiðilinn Sermitsiaq segir Eldur að það hafi mikla þýðingu að hafa stuðning sjóðanna. Það styrki tengsl félagsins við bæði Grænland og Danmörku. „Þannig að þegar okkur gengur vel, þá gagnast það líka löndunum tveimur,“ segir Eldur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í desember um að Eldur hafi kveikt gullæði á Grænlandi: Grænland Tengdar fréttir Eldur sagður kveikja gullæði á Grænlandi Gullæði á Grænlandi. Þannig hljómar fyrirsögn eins grænlensku fjölmiðlanna eftir að fréttir bárust um stóran gullfund fyrirtækis, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson stendur að. 14. desember 2019 23:00 Gullfundur Íslendinga á Grænlandi talinn fimmtíu milljarða króna virði Gullnámur á Grænlandi, sem Íslendingar eiga þriðjung í, hafa reynst mun gullríkari en búist var við. Gullæðar, sem þegar hafa fundist, eru taldar um fimmtíu milljarða króna virði. 12. desember 2019 21:45 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Opinberu fjárfestingarsjóðirnir Greenland Venture Fund og Danish Growth Fund hafa tvöfaldað hlut sinn í kanadíska gullnámufélaginu AEX Gold. Íslendingurinn Eldur Ólafsson er stofnandi og framkvæmdastjóri félagsins en það vinnur að því að endurvekja gullvinnslu í námum á Suður-Grænlandi. Sjóðirnir nýttu sér kauprétt að hlutafé upp á 3,8 milljónir kanadískra dollara, andvirði um 350 milljóna íslenskra króna, að því er fram kemur í tilkynningu félagsins. Við það hækkaði hlutur hvors sjóðs úr 5% upp í um 10%, eða samtals upp í um 20%. Fjárfestar í AEX Gold eru um tvöhundruð talsins. Tæplega þriðjungur hlutfjár er í höndum Íslendinga, þar af um tólf prósent í eigu Elds og fjölskyldu hans. Sjá einnig hér: Íslenskur jarðfræðingur kominn með 50 milljarða gullnámur á GrænlandiEldur Ólafsson jarðfræðingur er stofnandi og framkvæmdastjóri AEX Gold.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í tilkynningu AEX Gold lýsir Eldur ánægju sinni með ákvörðun sjóðanna, sem lýsi trú fjárfesta á möguleikum félagsins. Það fái þannig aukið fjármagn til að byggja upp gullvinnslu á Grænlandi og sérstaklega Nalunaq-verkefnið. Stefnt er að því að sú náma verði komin í fullan rekstur fyrir lok árs 2021. Í viðtali við grænlenska fréttamiðilinn Sermitsiaq segir Eldur að það hafi mikla þýðingu að hafa stuðning sjóðanna. Það styrki tengsl félagsins við bæði Grænland og Danmörku. „Þannig að þegar okkur gengur vel, þá gagnast það líka löndunum tveimur,“ segir Eldur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í desember um að Eldur hafi kveikt gullæði á Grænlandi:
Grænland Tengdar fréttir Eldur sagður kveikja gullæði á Grænlandi Gullæði á Grænlandi. Þannig hljómar fyrirsögn eins grænlensku fjölmiðlanna eftir að fréttir bárust um stóran gullfund fyrirtækis, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson stendur að. 14. desember 2019 23:00 Gullfundur Íslendinga á Grænlandi talinn fimmtíu milljarða króna virði Gullnámur á Grænlandi, sem Íslendingar eiga þriðjung í, hafa reynst mun gullríkari en búist var við. Gullæðar, sem þegar hafa fundist, eru taldar um fimmtíu milljarða króna virði. 12. desember 2019 21:45 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Eldur sagður kveikja gullæði á Grænlandi Gullæði á Grænlandi. Þannig hljómar fyrirsögn eins grænlensku fjölmiðlanna eftir að fréttir bárust um stóran gullfund fyrirtækis, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson stendur að. 14. desember 2019 23:00
Gullfundur Íslendinga á Grænlandi talinn fimmtíu milljarða króna virði Gullnámur á Grænlandi, sem Íslendingar eiga þriðjung í, hafa reynst mun gullríkari en búist var við. Gullæðar, sem þegar hafa fundist, eru taldar um fimmtíu milljarða króna virði. 12. desember 2019 21:45