Nýtt sameinað sveitarfélag á Austurlandi – tækifæri og áskoranir í atvinnumálum Jódís Skúladóttir skrifar 21. ágúst 2020 08:30 Kosið verður til sveitarstjórnar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, 19. september. Við blasa ný tækifæri en líka nýjar áskoranir. Vinstrihreyfingin grænt framboð býður fram og mun undirrituð leiða listann sem er skipaður fjölhæfum og fjölbreyttum hópi fólks sem á það sameiginlegt að hafa metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir nýtt sveitarfélag. Í byggðaáætlun segir ,,Í öllum landshlutum verði blómlegar byggðir og öflugir byggðakjarnar þar sem stuðlað verði að bættum lífskjörum landsmanna með sem jöfnustu aðgengi að grunnþjónustu og atvinnutækifærum óháð efnahag og búsetu.” Þetta eru falleg orð á blaði og við sennilega flest á einu máli um að svona viljum við sjá Ísland framtíðar. Það er svo annað mál hvernig slík framtíðarsýn verður að veruleika. Við sem búum á Austurlandi og fylgjum nýju sameinuðu sveitarfélagi úr hlaði þurfum að vera meðvituð um þau tækifæri sem í því felast. Fáir hefðu trúað því fyrir ári síðan að stærsta atvinnugrein þjóðarinnar yrði nánast úr leik á nokkrum mánuðum en staða ferðaþjónustunnar er flestum kunn. Við erum enn minnt á að við getum ekki geymt öll eggin í sömu körfunni. Á Austurlandi hefur verið rekin öflug ferðaþjónusta undanfarin ár og því eru áföll af þessu tagi þungbær. Við í VG á Austurlandi leggjum áherslu á fjölbreytt atvinnulíf, ekki aðeins til að skapa fjölbreytt og áhugavert samfélag heldur líka svo við séum enn betur í stakk búin til að vinna okkur úr áföllum. Þá teljum við miklvægt að atvinnustefna nýs sveitarfélags grundvallist á umhverfisvænni stefnu og það er auk þess morgunljóst að við þurfum að leggja miklu meiri áherslu á rannsóknir, háskólastarf og nýsköpun en gert hefur verið til þessa á Austurlandi. Ein helsta forsenda fyrir fjölbreyttu atvinnulífi á Austurlandi eru fyrst og síðast samgöngur innan landshlutans. Fátt myndi styrkja atvinnulíf á svæðinu jafn mikið og öruggar samgöngur þar sem við getum, jafnt sumar sem vetur, sótt vinnu, nám, heilbrigðisþjónustu og/eða afþreyingu á milli byggðakjarna. Til að styrkja Austurland sem áfangastað til framtíðar er mikilvægt að hlusta á unga fólkið sem hefur með afgerandi hætti hafnað mengandi og raskandi atvinnugreinum og vilja önnur tækifæri í heimahögunum. Nýtt sameinað sveitarfélaga hefur fjölmarga valkosti og styrkleika sem endurspeglast í samsetningu hvers byggðakjarna og þessa sérstöðu viljum við í VG efla á sama tíma og við nýtum sameiginlega krafta íbúa á þessu dreifða svæði til að byggja upp öflugt Austurland. Austurland býður þegar upp á svo margt, t.d. öflugt menningarlíf þar sem frumkvöðlar hafa ýtt ýmsum verkefnum úr vör sem skilað hafa margfalt til samfélagsins. Slíkt starf hefur oftar en ekki náð glæsilegum árangri. Við í VG viljum styðja betur við menningarlífið og skapandi greinar á Austurlandi því það skapar störf og gerir svæðið eftirsóknarverðara til búsetu og til að heimsækja. Talsverð nýsköpun hefur átt sér stað í landbúnaði, sjávarútvegi, skógrækt og ferðaþjónustu á svæðinu. Við í VG viljum gera enn betur á þessu sviði og leggja okkar að mörkum við að efla hverskyns nýsköpun. Á Austurlandi hefur sérmenntuðu fólki fjölgað undanfarin ár og mannauðurinn er fjölbreyttur og öflugur. Við þurfum að þrýsta enn meira á að fjölga opinberum störfum á Austurlandi og hvetja til þess að störf séu auglýst án staðsetningar. Ef kórónuveirufaraldurinn hefur kennt okkur eitthvað þá er það hvað við eigum auðvelt með að aðlaga okkur og að hve miklu leiti við getum unnið hvar sem er. Tækifærin eru til staðar en við þurfum skýrari stefnu og eftirfylgni til þess að hægt sé að grípa þau. Höfundur er lögfræðingur og oddviti VG í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seyðisfjörður Borgarfjörður eystri Fljótsdalshérað Djúpivogur Vinstri græn Jódís Skúladóttir Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Kosið verður til sveitarstjórnar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, 19. september. Við blasa ný tækifæri en líka nýjar áskoranir. Vinstrihreyfingin grænt framboð býður fram og mun undirrituð leiða listann sem er skipaður fjölhæfum og fjölbreyttum hópi fólks sem á það sameiginlegt að hafa metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir nýtt sveitarfélag. Í byggðaáætlun segir ,,Í öllum landshlutum verði blómlegar byggðir og öflugir byggðakjarnar þar sem stuðlað verði að bættum lífskjörum landsmanna með sem jöfnustu aðgengi að grunnþjónustu og atvinnutækifærum óháð efnahag og búsetu.” Þetta eru falleg orð á blaði og við sennilega flest á einu máli um að svona viljum við sjá Ísland framtíðar. Það er svo annað mál hvernig slík framtíðarsýn verður að veruleika. Við sem búum á Austurlandi og fylgjum nýju sameinuðu sveitarfélagi úr hlaði þurfum að vera meðvituð um þau tækifæri sem í því felast. Fáir hefðu trúað því fyrir ári síðan að stærsta atvinnugrein þjóðarinnar yrði nánast úr leik á nokkrum mánuðum en staða ferðaþjónustunnar er flestum kunn. Við erum enn minnt á að við getum ekki geymt öll eggin í sömu körfunni. Á Austurlandi hefur verið rekin öflug ferðaþjónusta undanfarin ár og því eru áföll af þessu tagi þungbær. Við í VG á Austurlandi leggjum áherslu á fjölbreytt atvinnulíf, ekki aðeins til að skapa fjölbreytt og áhugavert samfélag heldur líka svo við séum enn betur í stakk búin til að vinna okkur úr áföllum. Þá teljum við miklvægt að atvinnustefna nýs sveitarfélags grundvallist á umhverfisvænni stefnu og það er auk þess morgunljóst að við þurfum að leggja miklu meiri áherslu á rannsóknir, háskólastarf og nýsköpun en gert hefur verið til þessa á Austurlandi. Ein helsta forsenda fyrir fjölbreyttu atvinnulífi á Austurlandi eru fyrst og síðast samgöngur innan landshlutans. Fátt myndi styrkja atvinnulíf á svæðinu jafn mikið og öruggar samgöngur þar sem við getum, jafnt sumar sem vetur, sótt vinnu, nám, heilbrigðisþjónustu og/eða afþreyingu á milli byggðakjarna. Til að styrkja Austurland sem áfangastað til framtíðar er mikilvægt að hlusta á unga fólkið sem hefur með afgerandi hætti hafnað mengandi og raskandi atvinnugreinum og vilja önnur tækifæri í heimahögunum. Nýtt sameinað sveitarfélaga hefur fjölmarga valkosti og styrkleika sem endurspeglast í samsetningu hvers byggðakjarna og þessa sérstöðu viljum við í VG efla á sama tíma og við nýtum sameiginlega krafta íbúa á þessu dreifða svæði til að byggja upp öflugt Austurland. Austurland býður þegar upp á svo margt, t.d. öflugt menningarlíf þar sem frumkvöðlar hafa ýtt ýmsum verkefnum úr vör sem skilað hafa margfalt til samfélagsins. Slíkt starf hefur oftar en ekki náð glæsilegum árangri. Við í VG viljum styðja betur við menningarlífið og skapandi greinar á Austurlandi því það skapar störf og gerir svæðið eftirsóknarverðara til búsetu og til að heimsækja. Talsverð nýsköpun hefur átt sér stað í landbúnaði, sjávarútvegi, skógrækt og ferðaþjónustu á svæðinu. Við í VG viljum gera enn betur á þessu sviði og leggja okkar að mörkum við að efla hverskyns nýsköpun. Á Austurlandi hefur sérmenntuðu fólki fjölgað undanfarin ár og mannauðurinn er fjölbreyttur og öflugur. Við þurfum að þrýsta enn meira á að fjölga opinberum störfum á Austurlandi og hvetja til þess að störf séu auglýst án staðsetningar. Ef kórónuveirufaraldurinn hefur kennt okkur eitthvað þá er það hvað við eigum auðvelt með að aðlaga okkur og að hve miklu leiti við getum unnið hvar sem er. Tækifærin eru til staðar en við þurfum skýrari stefnu og eftirfylgni til þess að hægt sé að grípa þau. Höfundur er lögfræðingur og oddviti VG í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun