Nýtt sameinað sveitarfélag á Austurlandi – tækifæri og áskoranir í atvinnumálum Jódís Skúladóttir skrifar 21. ágúst 2020 08:30 Kosið verður til sveitarstjórnar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, 19. september. Við blasa ný tækifæri en líka nýjar áskoranir. Vinstrihreyfingin grænt framboð býður fram og mun undirrituð leiða listann sem er skipaður fjölhæfum og fjölbreyttum hópi fólks sem á það sameiginlegt að hafa metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir nýtt sveitarfélag. Í byggðaáætlun segir ,,Í öllum landshlutum verði blómlegar byggðir og öflugir byggðakjarnar þar sem stuðlað verði að bættum lífskjörum landsmanna með sem jöfnustu aðgengi að grunnþjónustu og atvinnutækifærum óháð efnahag og búsetu.” Þetta eru falleg orð á blaði og við sennilega flest á einu máli um að svona viljum við sjá Ísland framtíðar. Það er svo annað mál hvernig slík framtíðarsýn verður að veruleika. Við sem búum á Austurlandi og fylgjum nýju sameinuðu sveitarfélagi úr hlaði þurfum að vera meðvituð um þau tækifæri sem í því felast. Fáir hefðu trúað því fyrir ári síðan að stærsta atvinnugrein þjóðarinnar yrði nánast úr leik á nokkrum mánuðum en staða ferðaþjónustunnar er flestum kunn. Við erum enn minnt á að við getum ekki geymt öll eggin í sömu körfunni. Á Austurlandi hefur verið rekin öflug ferðaþjónusta undanfarin ár og því eru áföll af þessu tagi þungbær. Við í VG á Austurlandi leggjum áherslu á fjölbreytt atvinnulíf, ekki aðeins til að skapa fjölbreytt og áhugavert samfélag heldur líka svo við séum enn betur í stakk búin til að vinna okkur úr áföllum. Þá teljum við miklvægt að atvinnustefna nýs sveitarfélags grundvallist á umhverfisvænni stefnu og það er auk þess morgunljóst að við þurfum að leggja miklu meiri áherslu á rannsóknir, háskólastarf og nýsköpun en gert hefur verið til þessa á Austurlandi. Ein helsta forsenda fyrir fjölbreyttu atvinnulífi á Austurlandi eru fyrst og síðast samgöngur innan landshlutans. Fátt myndi styrkja atvinnulíf á svæðinu jafn mikið og öruggar samgöngur þar sem við getum, jafnt sumar sem vetur, sótt vinnu, nám, heilbrigðisþjónustu og/eða afþreyingu á milli byggðakjarna. Til að styrkja Austurland sem áfangastað til framtíðar er mikilvægt að hlusta á unga fólkið sem hefur með afgerandi hætti hafnað mengandi og raskandi atvinnugreinum og vilja önnur tækifæri í heimahögunum. Nýtt sameinað sveitarfélaga hefur fjölmarga valkosti og styrkleika sem endurspeglast í samsetningu hvers byggðakjarna og þessa sérstöðu viljum við í VG efla á sama tíma og við nýtum sameiginlega krafta íbúa á þessu dreifða svæði til að byggja upp öflugt Austurland. Austurland býður þegar upp á svo margt, t.d. öflugt menningarlíf þar sem frumkvöðlar hafa ýtt ýmsum verkefnum úr vör sem skilað hafa margfalt til samfélagsins. Slíkt starf hefur oftar en ekki náð glæsilegum árangri. Við í VG viljum styðja betur við menningarlífið og skapandi greinar á Austurlandi því það skapar störf og gerir svæðið eftirsóknarverðara til búsetu og til að heimsækja. Talsverð nýsköpun hefur átt sér stað í landbúnaði, sjávarútvegi, skógrækt og ferðaþjónustu á svæðinu. Við í VG viljum gera enn betur á þessu sviði og leggja okkar að mörkum við að efla hverskyns nýsköpun. Á Austurlandi hefur sérmenntuðu fólki fjölgað undanfarin ár og mannauðurinn er fjölbreyttur og öflugur. Við þurfum að þrýsta enn meira á að fjölga opinberum störfum á Austurlandi og hvetja til þess að störf séu auglýst án staðsetningar. Ef kórónuveirufaraldurinn hefur kennt okkur eitthvað þá er það hvað við eigum auðvelt með að aðlaga okkur og að hve miklu leiti við getum unnið hvar sem er. Tækifærin eru til staðar en við þurfum skýrari stefnu og eftirfylgni til þess að hægt sé að grípa þau. Höfundur er lögfræðingur og oddviti VG í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seyðisfjörður Borgarfjörður eystri Fljótsdalshérað Djúpivogur Vinstri græn Jódís Skúladóttir Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Kosið verður til sveitarstjórnar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, 19. september. Við blasa ný tækifæri en líka nýjar áskoranir. Vinstrihreyfingin grænt framboð býður fram og mun undirrituð leiða listann sem er skipaður fjölhæfum og fjölbreyttum hópi fólks sem á það sameiginlegt að hafa metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir nýtt sveitarfélag. Í byggðaáætlun segir ,,Í öllum landshlutum verði blómlegar byggðir og öflugir byggðakjarnar þar sem stuðlað verði að bættum lífskjörum landsmanna með sem jöfnustu aðgengi að grunnþjónustu og atvinnutækifærum óháð efnahag og búsetu.” Þetta eru falleg orð á blaði og við sennilega flest á einu máli um að svona viljum við sjá Ísland framtíðar. Það er svo annað mál hvernig slík framtíðarsýn verður að veruleika. Við sem búum á Austurlandi og fylgjum nýju sameinuðu sveitarfélagi úr hlaði þurfum að vera meðvituð um þau tækifæri sem í því felast. Fáir hefðu trúað því fyrir ári síðan að stærsta atvinnugrein þjóðarinnar yrði nánast úr leik á nokkrum mánuðum en staða ferðaþjónustunnar er flestum kunn. Við erum enn minnt á að við getum ekki geymt öll eggin í sömu körfunni. Á Austurlandi hefur verið rekin öflug ferðaþjónusta undanfarin ár og því eru áföll af þessu tagi þungbær. Við í VG á Austurlandi leggjum áherslu á fjölbreytt atvinnulíf, ekki aðeins til að skapa fjölbreytt og áhugavert samfélag heldur líka svo við séum enn betur í stakk búin til að vinna okkur úr áföllum. Þá teljum við miklvægt að atvinnustefna nýs sveitarfélags grundvallist á umhverfisvænni stefnu og það er auk þess morgunljóst að við þurfum að leggja miklu meiri áherslu á rannsóknir, háskólastarf og nýsköpun en gert hefur verið til þessa á Austurlandi. Ein helsta forsenda fyrir fjölbreyttu atvinnulífi á Austurlandi eru fyrst og síðast samgöngur innan landshlutans. Fátt myndi styrkja atvinnulíf á svæðinu jafn mikið og öruggar samgöngur þar sem við getum, jafnt sumar sem vetur, sótt vinnu, nám, heilbrigðisþjónustu og/eða afþreyingu á milli byggðakjarna. Til að styrkja Austurland sem áfangastað til framtíðar er mikilvægt að hlusta á unga fólkið sem hefur með afgerandi hætti hafnað mengandi og raskandi atvinnugreinum og vilja önnur tækifæri í heimahögunum. Nýtt sameinað sveitarfélaga hefur fjölmarga valkosti og styrkleika sem endurspeglast í samsetningu hvers byggðakjarna og þessa sérstöðu viljum við í VG efla á sama tíma og við nýtum sameiginlega krafta íbúa á þessu dreifða svæði til að byggja upp öflugt Austurland. Austurland býður þegar upp á svo margt, t.d. öflugt menningarlíf þar sem frumkvöðlar hafa ýtt ýmsum verkefnum úr vör sem skilað hafa margfalt til samfélagsins. Slíkt starf hefur oftar en ekki náð glæsilegum árangri. Við í VG viljum styðja betur við menningarlífið og skapandi greinar á Austurlandi því það skapar störf og gerir svæðið eftirsóknarverðara til búsetu og til að heimsækja. Talsverð nýsköpun hefur átt sér stað í landbúnaði, sjávarútvegi, skógrækt og ferðaþjónustu á svæðinu. Við í VG viljum gera enn betur á þessu sviði og leggja okkar að mörkum við að efla hverskyns nýsköpun. Á Austurlandi hefur sérmenntuðu fólki fjölgað undanfarin ár og mannauðurinn er fjölbreyttur og öflugur. Við þurfum að þrýsta enn meira á að fjölga opinberum störfum á Austurlandi og hvetja til þess að störf séu auglýst án staðsetningar. Ef kórónuveirufaraldurinn hefur kennt okkur eitthvað þá er það hvað við eigum auðvelt með að aðlaga okkur og að hve miklu leiti við getum unnið hvar sem er. Tækifærin eru til staðar en við þurfum skýrari stefnu og eftirfylgni til þess að hægt sé að grípa þau. Höfundur er lögfræðingur og oddviti VG í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun