Nýtt sameinað sveitarfélag á Austurlandi – tækifæri og áskoranir í atvinnumálum Jódís Skúladóttir skrifar 21. ágúst 2020 08:30 Kosið verður til sveitarstjórnar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, 19. september. Við blasa ný tækifæri en líka nýjar áskoranir. Vinstrihreyfingin grænt framboð býður fram og mun undirrituð leiða listann sem er skipaður fjölhæfum og fjölbreyttum hópi fólks sem á það sameiginlegt að hafa metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir nýtt sveitarfélag. Í byggðaáætlun segir ,,Í öllum landshlutum verði blómlegar byggðir og öflugir byggðakjarnar þar sem stuðlað verði að bættum lífskjörum landsmanna með sem jöfnustu aðgengi að grunnþjónustu og atvinnutækifærum óháð efnahag og búsetu.” Þetta eru falleg orð á blaði og við sennilega flest á einu máli um að svona viljum við sjá Ísland framtíðar. Það er svo annað mál hvernig slík framtíðarsýn verður að veruleika. Við sem búum á Austurlandi og fylgjum nýju sameinuðu sveitarfélagi úr hlaði þurfum að vera meðvituð um þau tækifæri sem í því felast. Fáir hefðu trúað því fyrir ári síðan að stærsta atvinnugrein þjóðarinnar yrði nánast úr leik á nokkrum mánuðum en staða ferðaþjónustunnar er flestum kunn. Við erum enn minnt á að við getum ekki geymt öll eggin í sömu körfunni. Á Austurlandi hefur verið rekin öflug ferðaþjónusta undanfarin ár og því eru áföll af þessu tagi þungbær. Við í VG á Austurlandi leggjum áherslu á fjölbreytt atvinnulíf, ekki aðeins til að skapa fjölbreytt og áhugavert samfélag heldur líka svo við séum enn betur í stakk búin til að vinna okkur úr áföllum. Þá teljum við miklvægt að atvinnustefna nýs sveitarfélags grundvallist á umhverfisvænni stefnu og það er auk þess morgunljóst að við þurfum að leggja miklu meiri áherslu á rannsóknir, háskólastarf og nýsköpun en gert hefur verið til þessa á Austurlandi. Ein helsta forsenda fyrir fjölbreyttu atvinnulífi á Austurlandi eru fyrst og síðast samgöngur innan landshlutans. Fátt myndi styrkja atvinnulíf á svæðinu jafn mikið og öruggar samgöngur þar sem við getum, jafnt sumar sem vetur, sótt vinnu, nám, heilbrigðisþjónustu og/eða afþreyingu á milli byggðakjarna. Til að styrkja Austurland sem áfangastað til framtíðar er mikilvægt að hlusta á unga fólkið sem hefur með afgerandi hætti hafnað mengandi og raskandi atvinnugreinum og vilja önnur tækifæri í heimahögunum. Nýtt sameinað sveitarfélaga hefur fjölmarga valkosti og styrkleika sem endurspeglast í samsetningu hvers byggðakjarna og þessa sérstöðu viljum við í VG efla á sama tíma og við nýtum sameiginlega krafta íbúa á þessu dreifða svæði til að byggja upp öflugt Austurland. Austurland býður þegar upp á svo margt, t.d. öflugt menningarlíf þar sem frumkvöðlar hafa ýtt ýmsum verkefnum úr vör sem skilað hafa margfalt til samfélagsins. Slíkt starf hefur oftar en ekki náð glæsilegum árangri. Við í VG viljum styðja betur við menningarlífið og skapandi greinar á Austurlandi því það skapar störf og gerir svæðið eftirsóknarverðara til búsetu og til að heimsækja. Talsverð nýsköpun hefur átt sér stað í landbúnaði, sjávarútvegi, skógrækt og ferðaþjónustu á svæðinu. Við í VG viljum gera enn betur á þessu sviði og leggja okkar að mörkum við að efla hverskyns nýsköpun. Á Austurlandi hefur sérmenntuðu fólki fjölgað undanfarin ár og mannauðurinn er fjölbreyttur og öflugur. Við þurfum að þrýsta enn meira á að fjölga opinberum störfum á Austurlandi og hvetja til þess að störf séu auglýst án staðsetningar. Ef kórónuveirufaraldurinn hefur kennt okkur eitthvað þá er það hvað við eigum auðvelt með að aðlaga okkur og að hve miklu leiti við getum unnið hvar sem er. Tækifærin eru til staðar en við þurfum skýrari stefnu og eftirfylgni til þess að hægt sé að grípa þau. Höfundur er lögfræðingur og oddviti VG í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seyðisfjörður Borgarfjörður eystri Fljótsdalshérað Djúpivogur Vinstri græn Jódís Skúladóttir Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Kosið verður til sveitarstjórnar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, 19. september. Við blasa ný tækifæri en líka nýjar áskoranir. Vinstrihreyfingin grænt framboð býður fram og mun undirrituð leiða listann sem er skipaður fjölhæfum og fjölbreyttum hópi fólks sem á það sameiginlegt að hafa metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir nýtt sveitarfélag. Í byggðaáætlun segir ,,Í öllum landshlutum verði blómlegar byggðir og öflugir byggðakjarnar þar sem stuðlað verði að bættum lífskjörum landsmanna með sem jöfnustu aðgengi að grunnþjónustu og atvinnutækifærum óháð efnahag og búsetu.” Þetta eru falleg orð á blaði og við sennilega flest á einu máli um að svona viljum við sjá Ísland framtíðar. Það er svo annað mál hvernig slík framtíðarsýn verður að veruleika. Við sem búum á Austurlandi og fylgjum nýju sameinuðu sveitarfélagi úr hlaði þurfum að vera meðvituð um þau tækifæri sem í því felast. Fáir hefðu trúað því fyrir ári síðan að stærsta atvinnugrein þjóðarinnar yrði nánast úr leik á nokkrum mánuðum en staða ferðaþjónustunnar er flestum kunn. Við erum enn minnt á að við getum ekki geymt öll eggin í sömu körfunni. Á Austurlandi hefur verið rekin öflug ferðaþjónusta undanfarin ár og því eru áföll af þessu tagi þungbær. Við í VG á Austurlandi leggjum áherslu á fjölbreytt atvinnulíf, ekki aðeins til að skapa fjölbreytt og áhugavert samfélag heldur líka svo við séum enn betur í stakk búin til að vinna okkur úr áföllum. Þá teljum við miklvægt að atvinnustefna nýs sveitarfélags grundvallist á umhverfisvænni stefnu og það er auk þess morgunljóst að við þurfum að leggja miklu meiri áherslu á rannsóknir, háskólastarf og nýsköpun en gert hefur verið til þessa á Austurlandi. Ein helsta forsenda fyrir fjölbreyttu atvinnulífi á Austurlandi eru fyrst og síðast samgöngur innan landshlutans. Fátt myndi styrkja atvinnulíf á svæðinu jafn mikið og öruggar samgöngur þar sem við getum, jafnt sumar sem vetur, sótt vinnu, nám, heilbrigðisþjónustu og/eða afþreyingu á milli byggðakjarna. Til að styrkja Austurland sem áfangastað til framtíðar er mikilvægt að hlusta á unga fólkið sem hefur með afgerandi hætti hafnað mengandi og raskandi atvinnugreinum og vilja önnur tækifæri í heimahögunum. Nýtt sameinað sveitarfélaga hefur fjölmarga valkosti og styrkleika sem endurspeglast í samsetningu hvers byggðakjarna og þessa sérstöðu viljum við í VG efla á sama tíma og við nýtum sameiginlega krafta íbúa á þessu dreifða svæði til að byggja upp öflugt Austurland. Austurland býður þegar upp á svo margt, t.d. öflugt menningarlíf þar sem frumkvöðlar hafa ýtt ýmsum verkefnum úr vör sem skilað hafa margfalt til samfélagsins. Slíkt starf hefur oftar en ekki náð glæsilegum árangri. Við í VG viljum styðja betur við menningarlífið og skapandi greinar á Austurlandi því það skapar störf og gerir svæðið eftirsóknarverðara til búsetu og til að heimsækja. Talsverð nýsköpun hefur átt sér stað í landbúnaði, sjávarútvegi, skógrækt og ferðaþjónustu á svæðinu. Við í VG viljum gera enn betur á þessu sviði og leggja okkar að mörkum við að efla hverskyns nýsköpun. Á Austurlandi hefur sérmenntuðu fólki fjölgað undanfarin ár og mannauðurinn er fjölbreyttur og öflugur. Við þurfum að þrýsta enn meira á að fjölga opinberum störfum á Austurlandi og hvetja til þess að störf séu auglýst án staðsetningar. Ef kórónuveirufaraldurinn hefur kennt okkur eitthvað þá er það hvað við eigum auðvelt með að aðlaga okkur og að hve miklu leiti við getum unnið hvar sem er. Tækifærin eru til staðar en við þurfum skýrari stefnu og eftirfylgni til þess að hægt sé að grípa þau. Höfundur er lögfræðingur og oddviti VG í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun