Icelandair hyggst ekki leita á náðir ríkisins Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. mars 2020 12:33 Bogi Nils Bogason segir Icelandair vel í stakk búið til að takast á við áföll sem þessi. Vísir/vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að félagið teikni nú upp leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna ferðabanns Bandaríkjastjórnar. Fyrirséð að það muni hafa mikil áhrif á rekstur flugfélagsins. Það vonist þó til þess að þurfa ekki að leita á náðir stjórnvalda, það standi í það minnsta ekki til á þessu stigi. Flugfélagið sendi eftirfarandi tölvupóst á starfsmenn í morgun:Eins og öllum er kunnugt ríkja nú fordæmalausar aðstæður í heiminum sem hafa veruleg áhrif á eftirspurn eftir flugi og ferðalögum. Okkar félag er þar engin undantekning og við verðum að bregðast við með því að minnka flugframboð félagsins a.m.k. tímabundið. Minni framleiðsla kallar á færri starfsmenn og nauðsynlegt er að leita allra leiða til að lækka kostnað félagsins og bregðast þar með við lækkun tekna. Í þessu samhengi viljum við biðja alla starfsmenn sem sjá tækifæri í og hafa áhuga á að taka launalaust leyfi næstu mánuði, eru á leið (vilja lengja) foreldraorlof eða eru tilbúnir til að lækka starfshlutfall sitt að ræða við sinn yfirmann fyrir hádegi á föstudag og skoða möguleika. Bogi sagði í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu, nýkominn af fundi með ráðherrum í Stjórnarráðshúsinu, að það væri viðbúið að félagið myndi þurfa að grípa til ráðstafana sem þessara vegna stöðunnar sem upp er komin. Hann sagði til að mynda í samtali við Reykjavík síðdegis á þriðjudag að líklega yrði ekki hjá sársaukafullum aðgerðum komist. „Við erum að vinna þessar sviðsmyndir, teikna upp áhrifin á okkur og hvernig við getum brugðist við. Það er ljóst að við verðum að taka verulega á í okkar rekstri,“ segir Bogi.Vél Icelandair Cargo kemur inn til lendingar. Bandaríkjaforseti segir að banni sínu sé ekki ætlað að takmarka vöruflutninga.vísir/vilhelmÞrátt fyrir það leggur Bogi áherslu á það að félagið sé vel í stakk búið fyrir áfall eins og þetta. Lausafjárstaða Icelandair sé til að mynda sterk. „Við höfum alltaf haft þá stefnu að hafa sterkan efnahagsreikning og lausafjárstöðu því við vitum að í þessum flugrekstri kemur mjög oft eitthvað upp á sem við höfum ekki stjórn á og hefur áhrif á tekjuflæðið til einhvers tíma. Við búum vel að því núna að vera með sterka lausafjárstöðu.“ Engu að síður er ljóst að ferðabannið muni hafa mikil áhrif á starfsemi Icelandair næstu daga og vikur. Staðan verði reglulega endurmetin eftir því sem hlutirnir skýrast.Ekki ætlunin að fá ríkisaðstoð Aðspurður hvort Icelandair muni óska þess að ríkið hlaupi undir bagga með flugfélaginu segir Bogi það ekki standa til. „Við vonumst ekki til þess, við ætlum að komast í gegnum þetta og það er okkar verkefni þessa dagana.“ Þannig hefur ekki verið rætt, að sögn Boga, að afskrá Icelandair af hlutabréfamarkaði meðan þetta ástand varir. Aðspurður um hver réttindi farþega sem kemst ekki til Bandaríkjanna eru á þessari stundu segir Bogi að þetta sé ekki eitthvað sem Icelandair hefur stjórn á. „Þetta hefur verið þannig hjá okkur og öðrum flugfélögum ef að farþegi hefur ekki heimild til þess að fljúga til ákveðins lands og fær ekki landvistarleyfi þá er það ekki flugfélagsins.“Klippa: Staða Icelandair í ljósi ferðabanns Bandaríkjanna Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Markaðir Tengdar fréttir Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Ferðabann Trump mun bíta Íslendinga Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrif af ferðabanni Bandaríkjaforseta 12. mars 2020 07:00 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að félagið teikni nú upp leiðir til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin vegna ferðabanns Bandaríkjastjórnar. Fyrirséð að það muni hafa mikil áhrif á rekstur flugfélagsins. Það vonist þó til þess að þurfa ekki að leita á náðir stjórnvalda, það standi í það minnsta ekki til á þessu stigi. Flugfélagið sendi eftirfarandi tölvupóst á starfsmenn í morgun:Eins og öllum er kunnugt ríkja nú fordæmalausar aðstæður í heiminum sem hafa veruleg áhrif á eftirspurn eftir flugi og ferðalögum. Okkar félag er þar engin undantekning og við verðum að bregðast við með því að minnka flugframboð félagsins a.m.k. tímabundið. Minni framleiðsla kallar á færri starfsmenn og nauðsynlegt er að leita allra leiða til að lækka kostnað félagsins og bregðast þar með við lækkun tekna. Í þessu samhengi viljum við biðja alla starfsmenn sem sjá tækifæri í og hafa áhuga á að taka launalaust leyfi næstu mánuði, eru á leið (vilja lengja) foreldraorlof eða eru tilbúnir til að lækka starfshlutfall sitt að ræða við sinn yfirmann fyrir hádegi á föstudag og skoða möguleika. Bogi sagði í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu, nýkominn af fundi með ráðherrum í Stjórnarráðshúsinu, að það væri viðbúið að félagið myndi þurfa að grípa til ráðstafana sem þessara vegna stöðunnar sem upp er komin. Hann sagði til að mynda í samtali við Reykjavík síðdegis á þriðjudag að líklega yrði ekki hjá sársaukafullum aðgerðum komist. „Við erum að vinna þessar sviðsmyndir, teikna upp áhrifin á okkur og hvernig við getum brugðist við. Það er ljóst að við verðum að taka verulega á í okkar rekstri,“ segir Bogi.Vél Icelandair Cargo kemur inn til lendingar. Bandaríkjaforseti segir að banni sínu sé ekki ætlað að takmarka vöruflutninga.vísir/vilhelmÞrátt fyrir það leggur Bogi áherslu á það að félagið sé vel í stakk búið fyrir áfall eins og þetta. Lausafjárstaða Icelandair sé til að mynda sterk. „Við höfum alltaf haft þá stefnu að hafa sterkan efnahagsreikning og lausafjárstöðu því við vitum að í þessum flugrekstri kemur mjög oft eitthvað upp á sem við höfum ekki stjórn á og hefur áhrif á tekjuflæðið til einhvers tíma. Við búum vel að því núna að vera með sterka lausafjárstöðu.“ Engu að síður er ljóst að ferðabannið muni hafa mikil áhrif á starfsemi Icelandair næstu daga og vikur. Staðan verði reglulega endurmetin eftir því sem hlutirnir skýrast.Ekki ætlunin að fá ríkisaðstoð Aðspurður hvort Icelandair muni óska þess að ríkið hlaupi undir bagga með flugfélaginu segir Bogi það ekki standa til. „Við vonumst ekki til þess, við ætlum að komast í gegnum þetta og það er okkar verkefni þessa dagana.“ Þannig hefur ekki verið rætt, að sögn Boga, að afskrá Icelandair af hlutabréfamarkaði meðan þetta ástand varir. Aðspurður um hver réttindi farþega sem kemst ekki til Bandaríkjanna eru á þessari stundu segir Bogi að þetta sé ekki eitthvað sem Icelandair hefur stjórn á. „Þetta hefur verið þannig hjá okkur og öðrum flugfélögum ef að farþegi hefur ekki heimild til þess að fljúga til ákveðins lands og fær ekki landvistarleyfi þá er það ekki flugfélagsins.“Klippa: Staða Icelandair í ljósi ferðabanns Bandaríkjanna
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Markaðir Tengdar fréttir Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Ferðabann Trump mun bíta Íslendinga Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrif af ferðabanni Bandaríkjaforseta 12. mars 2020 07:00 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45
Ferðabann Trump mun bíta Íslendinga Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrif af ferðabanni Bandaríkjaforseta 12. mars 2020 07:00