Munu horfa til þess að styðja viðskiptavini Landsbankans í erfiðu árferði Birgir Olgeirsson skrifar 12. mars 2020 17:28 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Vísir/Einar Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir bankann í stakk búinn að mæta áföllum viðskiptavina vegna þess ástands sem hefur skapast vegna kórónuveirunnar. „Ég held að það sé mikilvægt að hafa í huga að ástandið eins og það er núna eftir nóttina, við lítum á það sem tímabundið ástand. Að sjálfsögðu munum við horfa til þess að styðja við okkar viðskiptavini, bæði fyrirtæki og einstaklinga, muni til þess koma,“ segir Lilja. Hún segir stöðu bankans gríðarlega sterka. „Við erum nýbúin að gefa út okkar ársuppgjör. Eiginfjárstaða bankans er mjög sterk, lausafjárstaða bankans er mjög sterk og við höfum getu til að taka á móti áföllum ef þau verða. En ég legg áherslu á að þetta er tímabundið ástand sem við erum að horfa á og við munum takast á við þetta dag frá degi og styðja okkar viðskiptavini eins og hægt er. “ Hún segir bankann í góðu samstarfi við yfirvöld og Seðlabanka Íslands. „Seðlabankinn er þegar búinn að setja fram aðgerðir sem hjálpa bönkum að takast á við tímabundið minna innflæði vegna afborgana lána. Þannig að við værum í stöðu til dæmis til að fresta greiðslum þegar viðskiptavinur er í erfiðleikum. Slíka úrræði eigum við til og erum tilbúin að nota.“ Það er þó nánast ógjörningur að teikna upp sviðsmyndir eins og staðan er í dag. „Við vorum að horfa á sviðsmyndir varðandi Covid-veiruna í gær. Í nótt breyttist staðan mikið þegar fréttir bárust frá Bandaríkjunum. Þannig að í dag er ekki dagurinn til að teikna upp áreiðanlega sviðsmynd. En það er gott að staða bankans er þetta sterk til þess að við getum mætt viðskiptavinum okkar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Sjá meira
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir bankann í stakk búinn að mæta áföllum viðskiptavina vegna þess ástands sem hefur skapast vegna kórónuveirunnar. „Ég held að það sé mikilvægt að hafa í huga að ástandið eins og það er núna eftir nóttina, við lítum á það sem tímabundið ástand. Að sjálfsögðu munum við horfa til þess að styðja við okkar viðskiptavini, bæði fyrirtæki og einstaklinga, muni til þess koma,“ segir Lilja. Hún segir stöðu bankans gríðarlega sterka. „Við erum nýbúin að gefa út okkar ársuppgjör. Eiginfjárstaða bankans er mjög sterk, lausafjárstaða bankans er mjög sterk og við höfum getu til að taka á móti áföllum ef þau verða. En ég legg áherslu á að þetta er tímabundið ástand sem við erum að horfa á og við munum takast á við þetta dag frá degi og styðja okkar viðskiptavini eins og hægt er. “ Hún segir bankann í góðu samstarfi við yfirvöld og Seðlabanka Íslands. „Seðlabankinn er þegar búinn að setja fram aðgerðir sem hjálpa bönkum að takast á við tímabundið minna innflæði vegna afborgana lána. Þannig að við værum í stöðu til dæmis til að fresta greiðslum þegar viðskiptavinur er í erfiðleikum. Slíka úrræði eigum við til og erum tilbúin að nota.“ Það er þó nánast ógjörningur að teikna upp sviðsmyndir eins og staðan er í dag. „Við vorum að horfa á sviðsmyndir varðandi Covid-veiruna í gær. Í nótt breyttist staðan mikið þegar fréttir bárust frá Bandaríkjunum. Þannig að í dag er ekki dagurinn til að teikna upp áreiðanlega sviðsmynd. En það er gott að staða bankans er þetta sterk til þess að við getum mætt viðskiptavinum okkar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Sjá meira