Hefur „ekki hugmynd“ um hvenær HSÍ getur klárað Íslandsmótið Anton Ingi Leifsson skrifar 13. mars 2020 19:00 HSÍ ákvað fyrr í dag að fresta öllum leikjum ótímabundið. Ákvörðunin kom eftir tilkynningu heilbrigðisráðherra fyrr í dag þar sem sett var á samkomubann en Róbert Geir Gíslason, framkvæmdarstjóri HSÍ, sagði ekkert annað í stöðunni. Ákvörðunin var tekin á stjórnarfundi nú síðdegis og að öllum handbolta yrði aflýst næstu vikurnar. Hann segir að bannið muni gilda svo lengi sem samkomubannið verði við gildi. „Þetta hefur gríðarlega mikil áhrif. Liðin og félögin verða fyrir miklu tekjutapi. Við erum ekki að sjá að þeir geti æft miðað við þær upplýsingar sem við fengum á fundinum áðan. Þetta hefur miklar afleiðingar,“ sagði Róbert í samtali við Guðjón Guðmundsson. Landsleikir íslenska kvennalandsliðsins sem voru fyrirhugaðir við Tyrki síðar í mánuðinum hefur verið frestað. „Evrópusambandið frestaði öllu í dag. Leikirnir við Tyrki verða í júní og svo var Evrópukeppninni hjá Val frestað líka. Þeir eiga fyrirhugaðan leik í apríl skömmu eftir páska.“ A-landslið karla átti að leika æfingaleiki við Evrópumeistara Spánverja en úr því verður ekki. „Við vorum að semja við Spánverja og höfðum hug á því að fara til Spánar en af því verður ekki. Hvað varðar æfingar í vikunni eftir páska verður að koma í ljós. Samkomubannið rennur út á mánudeginum og við ætluðum að byrja á þriðjudeginum en hvort að það muni lengjast verður að skýrast.“ Róbert segir að sambandið séu engu nær hvenær hægt verði að klára deildarkeppnirnar sem og úrslitakeppnina í Olís-deildum karla og kvenna. „Ekki hugmynd. Eins og staðan er núna erum við að ljúka við að þessu banni ljúki 13. apríl. Þá förum við fljótlega í deildarkeppnir. Það skýrist betur eftir því hvort liðin geti æft og við þurfum að fá nánari skýringu á því. Ef þeim verður ekki heimilt að æfa verða þau að hefja fyrst æfingar áður en við förum í það að klára deildirnar og klárum svo úrslitakeppnina í framhaldi.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski handboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira
HSÍ ákvað fyrr í dag að fresta öllum leikjum ótímabundið. Ákvörðunin kom eftir tilkynningu heilbrigðisráðherra fyrr í dag þar sem sett var á samkomubann en Róbert Geir Gíslason, framkvæmdarstjóri HSÍ, sagði ekkert annað í stöðunni. Ákvörðunin var tekin á stjórnarfundi nú síðdegis og að öllum handbolta yrði aflýst næstu vikurnar. Hann segir að bannið muni gilda svo lengi sem samkomubannið verði við gildi. „Þetta hefur gríðarlega mikil áhrif. Liðin og félögin verða fyrir miklu tekjutapi. Við erum ekki að sjá að þeir geti æft miðað við þær upplýsingar sem við fengum á fundinum áðan. Þetta hefur miklar afleiðingar,“ sagði Róbert í samtali við Guðjón Guðmundsson. Landsleikir íslenska kvennalandsliðsins sem voru fyrirhugaðir við Tyrki síðar í mánuðinum hefur verið frestað. „Evrópusambandið frestaði öllu í dag. Leikirnir við Tyrki verða í júní og svo var Evrópukeppninni hjá Val frestað líka. Þeir eiga fyrirhugaðan leik í apríl skömmu eftir páska.“ A-landslið karla átti að leika æfingaleiki við Evrópumeistara Spánverja en úr því verður ekki. „Við vorum að semja við Spánverja og höfðum hug á því að fara til Spánar en af því verður ekki. Hvað varðar æfingar í vikunni eftir páska verður að koma í ljós. Samkomubannið rennur út á mánudeginum og við ætluðum að byrja á þriðjudeginum en hvort að það muni lengjast verður að skýrast.“ Róbert segir að sambandið séu engu nær hvenær hægt verði að klára deildarkeppnirnar sem og úrslitakeppnina í Olís-deildum karla og kvenna. „Ekki hugmynd. Eins og staðan er núna erum við að ljúka við að þessu banni ljúki 13. apríl. Þá förum við fljótlega í deildarkeppnir. Það skýrist betur eftir því hvort liðin geti æft og við þurfum að fá nánari skýringu á því. Ef þeim verður ekki heimilt að æfa verða þau að hefja fyrst æfingar áður en við förum í það að klára deildirnar og klárum svo úrslitakeppnina í framhaldi.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski handboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira