Bjartsýnir á að flug með ferskan fisk verði tryggt Kristján Már Unnarsson skrifar 18. mars 2020 16:45 Hvítir frauðkassar, hlaðnir ferskum fiski, á leið um borð í flugvél Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. „Við munum vinna úr stöðunni frá degi til dags og reynum að tryggja að fiskurinn komist á markað,“ segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, spurður um hvort íslenskir fiskútflytjendur, sem nýtt hafa sér fraktflug með ferskan fisk, þurfi að hafa áhyggjur vegna ástandsins í flugsamgöngum heims vegna kórónu-faraldursins. „Við höfum nokkur járn í eldinum og erum bjartsýn á að við getum haldið þessu gangandi með farþegavélunum áfram og síðan mætt umfram þörf með fraktvélunum okkar ef þarf,“ segir Gunnar.Ein af vélum Bláfugls á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm.„Við hjá Bláfugli höldum óbreyttri áætlun með fraktvélar okkar, sem hafa ásamt okkar áhöfnum undanþágur frá lokunum,“ segir Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri Bláfugls, sem einnig sinnir flugi með ferskan fisk frá Íslandi.Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fyrr í dag skýrði Vísir frá ótta ráðamanna norskra laxeldisfyrirtækja um að brenna inni með ferskan lax nú þegar snarlega dregur úr farþegaflugi. Rétt eins og íslenskir fiskframleiðendur hafa þeir getað nýtt farangursrými farþegavéla undir sjávarafurðir. Sjá hér: Vilja flytja eldislax á markað með tómum farþegaþotum „Við erum að nýta þær farþegavélar sem eru að fljúga til Ameríku í dag og höfum náð að anna eftirspurn með því að fylla í allt tómt pláss sem við höfum í leiðarkerfinu. Síðan setjum við upp fraktflug eftir þörfum til Ameríku og í dag er til dæmis full fraktvél á leiðinni til Boston til viðbótar við farþegavélarnar sem fljúga vestur í dag. Við fljúgum svo einu sinni til tvisvar sinnum á dag til Evrópu á fraktflugvél og getum aukið framboð þangað eftir því sem þörfin kallar,“ segir Gunnar Már hjá Icelandair Cargo.Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri Bláfugls.Steinn Logi hjá Bláfugli segir um helming allra vöruflutninga á Norður-Atlantshafinu hafa verið með farþegavélum. Sú flutningsgeta minnki með minnkandi farþegaflugi. „Núna berast fréttir af því að til dæmis American Airlines og Delta séu að skipuleggja fraktflutninga með tómum farþegaflugvélum yfir hafið. Eitt sem gerir þetta mögulegt er mikil lækkun á eldsneytisverði ásamt því sem fraktgjöld hækka. Mér sýnist þetta vera það sama og er að gerast með norska útflytjendur,“ segir Steinn Logi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fiskeldi Fréttir af flugi Icelandair Noregur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vilja flytja eldislax á markað með tómum farþegaþotum Norsk laxeldisfyrirtæki kanna hvort unnt sé að nota tómar farþegaþotur til að koma ferskum laxi á markað með flugi. 18. mars 2020 13:45 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
„Við munum vinna úr stöðunni frá degi til dags og reynum að tryggja að fiskurinn komist á markað,“ segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, spurður um hvort íslenskir fiskútflytjendur, sem nýtt hafa sér fraktflug með ferskan fisk, þurfi að hafa áhyggjur vegna ástandsins í flugsamgöngum heims vegna kórónu-faraldursins. „Við höfum nokkur járn í eldinum og erum bjartsýn á að við getum haldið þessu gangandi með farþegavélunum áfram og síðan mætt umfram þörf með fraktvélunum okkar ef þarf,“ segir Gunnar.Ein af vélum Bláfugls á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm.„Við hjá Bláfugli höldum óbreyttri áætlun með fraktvélar okkar, sem hafa ásamt okkar áhöfnum undanþágur frá lokunum,“ segir Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri Bláfugls, sem einnig sinnir flugi með ferskan fisk frá Íslandi.Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Fyrr í dag skýrði Vísir frá ótta ráðamanna norskra laxeldisfyrirtækja um að brenna inni með ferskan lax nú þegar snarlega dregur úr farþegaflugi. Rétt eins og íslenskir fiskframleiðendur hafa þeir getað nýtt farangursrými farþegavéla undir sjávarafurðir. Sjá hér: Vilja flytja eldislax á markað með tómum farþegaþotum „Við erum að nýta þær farþegavélar sem eru að fljúga til Ameríku í dag og höfum náð að anna eftirspurn með því að fylla í allt tómt pláss sem við höfum í leiðarkerfinu. Síðan setjum við upp fraktflug eftir þörfum til Ameríku og í dag er til dæmis full fraktvél á leiðinni til Boston til viðbótar við farþegavélarnar sem fljúga vestur í dag. Við fljúgum svo einu sinni til tvisvar sinnum á dag til Evrópu á fraktflugvél og getum aukið framboð þangað eftir því sem þörfin kallar,“ segir Gunnar Már hjá Icelandair Cargo.Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri Bláfugls.Steinn Logi hjá Bláfugli segir um helming allra vöruflutninga á Norður-Atlantshafinu hafa verið með farþegavélum. Sú flutningsgeta minnki með minnkandi farþegaflugi. „Núna berast fréttir af því að til dæmis American Airlines og Delta séu að skipuleggja fraktflutninga með tómum farþegaflugvélum yfir hafið. Eitt sem gerir þetta mögulegt er mikil lækkun á eldsneytisverði ásamt því sem fraktgjöld hækka. Mér sýnist þetta vera það sama og er að gerast með norska útflytjendur,“ segir Steinn Logi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fiskeldi Fréttir af flugi Icelandair Noregur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vilja flytja eldislax á markað með tómum farþegaþotum Norsk laxeldisfyrirtæki kanna hvort unnt sé að nota tómar farþegaþotur til að koma ferskum laxi á markað með flugi. 18. mars 2020 13:45 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Vilja flytja eldislax á markað með tómum farþegaþotum Norsk laxeldisfyrirtæki kanna hvort unnt sé að nota tómar farþegaþotur til að koma ferskum laxi á markað með flugi. 18. mars 2020 13:45