„Dæmigert fyrir sumarið hjá okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2020 20:45 Ásmundur Arnarsson með aðstoðarmönnum sínum. mynd/fjölnir „Með svona frammistöðu koma fleiri stig,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, en liðið gerði 1-1 jafntefli við Víking R. í Grafarvogi í kvöld eftir að hafa verið yfir drjúgan hluta leiksins. Liðin áttust við í Pepsi Max-deild karla í fótbolta en Fjölnismenn eru enn á botni deildarinnar, nú með fjögur stig, og þeir þurfa enn að bíða eftir fyrsta sigrinum. Jöfnunarmark Víkinga kom á 86. mínútu. „Við erum eins og oft svekktir með lokaniðurstöðuna en þetta var frábær frammistaða heilt yfir. Þetta var gott svar við síðasta leik, þar sem við vorum mjög óánægðir með okkur. Við leiddum leikinn lengst af, og nánast alveg til loka, en það er kannski dæmigert fyrir sumarið hjá okkur að markið sem þeir skora er í ódýrari kantinum. Boltinn var á leið út af, það hættu allir, en það kom snúningur á hann og auðvelt mark í framhaldi af því,“ segir Ásmundur. „Með svona frammistöðu koma fleiri stig. Þetta er eitthvað sem við getum byggt ofan á. Þetta er fyrsta stigið okkar á heimavelli í sumar og það langlengsta sem við höfum verið yfir í leik,“ segir Ásmundur. Eitt atvik sem veldur því að við fáum ekki þrjú stig Lið sem hefur ekki fagnað sigri í deildarleik síðan á síðasta ári hlýtur að vera farið að finna aðeins fyrir því. Vantaði sjálfstraust til að klára dæmið þegar Víkingar fóru að pressa á lokakaflanum? „Já, kannski. Alla vega fóru menn svolítið að verja stöðuna og féllu fullaftarlega. Það þarf að halda sjó þegar það er búið að ganga illa í langan tíma, langt liðið frá sigri, og þegar menn sjá að það sé að fara að gerast þá verða þeir kannski aðeins of hikandi. Það er bara eitt atvik sem verður til þess að við fáum eitt stig en ekki þrjú.“ Sigurpáll Melberg Pálsson fór meiddur af velli eftir fyrri hálfleik og Ásmundur sagði frá því fyrir leik að Torfi Tímoteus Gunnarsson hefði verið meira og minna meiddur í allt sumar, og að ekki væri von á honum fyrr en eftir landsleikjahléið í september. Fjölnir missti báða aðalmiðverði sína frá síðasta tímabili. „Örvar [Eggertsson, sem kom frá Víkingi] mátti ekki spila í kvöld svo hann kemur alla vega inn í næsta leik. Við eigum menn til að spila,“ segir Ásmundur um ástandið. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fjölnir Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - Víkingur 1-1 | Óttar bjargaði stigi fyrir Víking Óttar Magnús bjargaði stigi fyrir Víking er liðið gerði 1-1 jafntefli við Fjölni í kvöld. 20. ágúst 2020 20:04 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
„Með svona frammistöðu koma fleiri stig,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, en liðið gerði 1-1 jafntefli við Víking R. í Grafarvogi í kvöld eftir að hafa verið yfir drjúgan hluta leiksins. Liðin áttust við í Pepsi Max-deild karla í fótbolta en Fjölnismenn eru enn á botni deildarinnar, nú með fjögur stig, og þeir þurfa enn að bíða eftir fyrsta sigrinum. Jöfnunarmark Víkinga kom á 86. mínútu. „Við erum eins og oft svekktir með lokaniðurstöðuna en þetta var frábær frammistaða heilt yfir. Þetta var gott svar við síðasta leik, þar sem við vorum mjög óánægðir með okkur. Við leiddum leikinn lengst af, og nánast alveg til loka, en það er kannski dæmigert fyrir sumarið hjá okkur að markið sem þeir skora er í ódýrari kantinum. Boltinn var á leið út af, það hættu allir, en það kom snúningur á hann og auðvelt mark í framhaldi af því,“ segir Ásmundur. „Með svona frammistöðu koma fleiri stig. Þetta er eitthvað sem við getum byggt ofan á. Þetta er fyrsta stigið okkar á heimavelli í sumar og það langlengsta sem við höfum verið yfir í leik,“ segir Ásmundur. Eitt atvik sem veldur því að við fáum ekki þrjú stig Lið sem hefur ekki fagnað sigri í deildarleik síðan á síðasta ári hlýtur að vera farið að finna aðeins fyrir því. Vantaði sjálfstraust til að klára dæmið þegar Víkingar fóru að pressa á lokakaflanum? „Já, kannski. Alla vega fóru menn svolítið að verja stöðuna og féllu fullaftarlega. Það þarf að halda sjó þegar það er búið að ganga illa í langan tíma, langt liðið frá sigri, og þegar menn sjá að það sé að fara að gerast þá verða þeir kannski aðeins of hikandi. Það er bara eitt atvik sem verður til þess að við fáum eitt stig en ekki þrjú.“ Sigurpáll Melberg Pálsson fór meiddur af velli eftir fyrri hálfleik og Ásmundur sagði frá því fyrir leik að Torfi Tímoteus Gunnarsson hefði verið meira og minna meiddur í allt sumar, og að ekki væri von á honum fyrr en eftir landsleikjahléið í september. Fjölnir missti báða aðalmiðverði sína frá síðasta tímabili. „Örvar [Eggertsson, sem kom frá Víkingi] mátti ekki spila í kvöld svo hann kemur alla vega inn í næsta leik. Við eigum menn til að spila,“ segir Ásmundur um ástandið.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fjölnir Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - Víkingur 1-1 | Óttar bjargaði stigi fyrir Víking Óttar Magnús bjargaði stigi fyrir Víking er liðið gerði 1-1 jafntefli við Fjölni í kvöld. 20. ágúst 2020 20:04 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Leik lokið: Fjölnir - Víkingur 1-1 | Óttar bjargaði stigi fyrir Víking Óttar Magnús bjargaði stigi fyrir Víking er liðið gerði 1-1 jafntefli við Fjölni í kvöld. 20. ágúst 2020 20:04