Ekkert lið grætt jafnmikið á VAR og Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2020 09:30 Það eru engar sannanir fyrri því að Sir Alex Ferguson hafi verið í heimsókn í VAR-herberginu. Getty/Simon Stacpoole Varsjáin hefur hjálpað Manchester United mest af öllum liðum ensku úrvalsdeildarinnar og aðeins einu sinni hefur VAR dæmt á móti lærisveinum Ole Gunnars Solskjær. Varsjáin hefur verið í sviðsljósinu á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni og það koma upp umdeild mál í hverri viku. Nú síðast dæmdi hún íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson rangstæðan í mögulegu sigurmarki Everton á móti Manchester United. Manchester United menn sluppu þar með skrekkinn og það var alls ekki í fyrsta sinn á þessu tímabili. Þegar betur er að gáð þá kemur í ljós að VAR hefur nær eingöngu dæmt með Manchester United í þeim tilfellum sem hafa verið tekin fyrir í leikjum Manchester United á leiktíðinni. Man Utd have had nine VAR decisions go in their favour and just one against Liverpool don't even come close to matching them All this help and United still aren't in the top four #MUFC#VAR#VarchesterUnitedhttps://t.co/E7rbBM935c— GiveMeSport Football (@GMS__Football) March 2, 2020 ESPN tók saman tölfræði yfir það hvenær VAR hefur dæmt með og síðan á móti félögum í leikjum þeirra í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Niðurstöðurnar eru vissulega svolítið sláandi. VAR hefur tekið tíu atvik fyrir í leikjum Manchester United og níu sinnum hafa United menn grætt á því. Manchester United er því +8 í VAR sem er betra en hjá öllum öðrum liðum ensku úrvalsdeildarinnar. Man United VAR Two Chelsea goals disallowed. One Watford goal disallowed. One Everton goal disallowed. pic.twitter.com/OW3LdSDm2H— ESPN FC (@ESPNFC) March 2, 2020 Fyrsta VAR-atvikið á tímabilinu féll ekki með Manchester United en það var í september þegar hafði verið dæmd rangstaða á Pierre-Emerick Aubameyang en Varsjáin dæmdi síðan markið gilt. Síðan þá hefur United grætt á VAR í átta tilfellum í röð þar á meðal í leiknum á móti Liverpool þegar mark var dæmt af Sadio Mane. Brighton kemur næst með plús sjö og svo Crystal Palace með plús fimm í VAR-dómum. Nýliðar Sheffield United eru neðstir því þeir eru í mínus sex. Þeir sem hafa haldið því fram að Liverpool sé að græða svo mikið á Varsjánni hafa ekki alveg rétt fyrir sér. Liverpool er aðeins í plús einum alveg eins og Manchester City, Tottenham Hotspur og Leicester City. VAR overturns (net score) Man Utd +8 Brighton +7 Crystal Palace +5 Burnley +4 Southampton +3 Leicester +1 Liverpool +1 Man City +1 Newcastle +1 Tottenham +1 Bournemouth 0 Watford -1 Arsenal -2 Everton -2 Aston Villa -3 Chelsea -4 West Ham -4 Norwich -5 Wolves -5 Sheffield Utd -6— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) March 2, 2020 VAR-dómar í ensku úrvalsdeildinni 2019-20: Manchester United +8 Brighton +7 Crystal Palace +5 Burnley +4 Southampton +3 Leicester, Liverpool, Manchester City, Newcastle, Tottenham +1 Bournemouth 0 Watford -1 Arsenal, Everton -2 Aston Villa -3 Chelsea, West Ham -4 Norwich, Wolves -5 Sheffield United -6 VAR STATS Overturns: 85 Goals: 21 Disallowed: 46 Pens: 15 (7 missed) -overturned: 4 (1 for offside) -retakes: 4 (1 from scored, 3 from missed) Offside goals: 28 Allowed after offside: 7 Handball: 10 Allowed after handball: 2 Reds: 5 -overturned: 3 Cont...https://t.co/UNvAawYOnp— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) March 2, 2020 Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira
Varsjáin hefur hjálpað Manchester United mest af öllum liðum ensku úrvalsdeildarinnar og aðeins einu sinni hefur VAR dæmt á móti lærisveinum Ole Gunnars Solskjær. Varsjáin hefur verið í sviðsljósinu á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni og það koma upp umdeild mál í hverri viku. Nú síðast dæmdi hún íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson rangstæðan í mögulegu sigurmarki Everton á móti Manchester United. Manchester United menn sluppu þar með skrekkinn og það var alls ekki í fyrsta sinn á þessu tímabili. Þegar betur er að gáð þá kemur í ljós að VAR hefur nær eingöngu dæmt með Manchester United í þeim tilfellum sem hafa verið tekin fyrir í leikjum Manchester United á leiktíðinni. Man Utd have had nine VAR decisions go in their favour and just one against Liverpool don't even come close to matching them All this help and United still aren't in the top four #MUFC#VAR#VarchesterUnitedhttps://t.co/E7rbBM935c— GiveMeSport Football (@GMS__Football) March 2, 2020 ESPN tók saman tölfræði yfir það hvenær VAR hefur dæmt með og síðan á móti félögum í leikjum þeirra í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Niðurstöðurnar eru vissulega svolítið sláandi. VAR hefur tekið tíu atvik fyrir í leikjum Manchester United og níu sinnum hafa United menn grætt á því. Manchester United er því +8 í VAR sem er betra en hjá öllum öðrum liðum ensku úrvalsdeildarinnar. Man United VAR Two Chelsea goals disallowed. One Watford goal disallowed. One Everton goal disallowed. pic.twitter.com/OW3LdSDm2H— ESPN FC (@ESPNFC) March 2, 2020 Fyrsta VAR-atvikið á tímabilinu féll ekki með Manchester United en það var í september þegar hafði verið dæmd rangstaða á Pierre-Emerick Aubameyang en Varsjáin dæmdi síðan markið gilt. Síðan þá hefur United grætt á VAR í átta tilfellum í röð þar á meðal í leiknum á móti Liverpool þegar mark var dæmt af Sadio Mane. Brighton kemur næst með plús sjö og svo Crystal Palace með plús fimm í VAR-dómum. Nýliðar Sheffield United eru neðstir því þeir eru í mínus sex. Þeir sem hafa haldið því fram að Liverpool sé að græða svo mikið á Varsjánni hafa ekki alveg rétt fyrir sér. Liverpool er aðeins í plús einum alveg eins og Manchester City, Tottenham Hotspur og Leicester City. VAR overturns (net score) Man Utd +8 Brighton +7 Crystal Palace +5 Burnley +4 Southampton +3 Leicester +1 Liverpool +1 Man City +1 Newcastle +1 Tottenham +1 Bournemouth 0 Watford -1 Arsenal -2 Everton -2 Aston Villa -3 Chelsea -4 West Ham -4 Norwich -5 Wolves -5 Sheffield Utd -6— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) March 2, 2020 VAR-dómar í ensku úrvalsdeildinni 2019-20: Manchester United +8 Brighton +7 Crystal Palace +5 Burnley +4 Southampton +3 Leicester, Liverpool, Manchester City, Newcastle, Tottenham +1 Bournemouth 0 Watford -1 Arsenal, Everton -2 Aston Villa -3 Chelsea, West Ham -4 Norwich, Wolves -5 Sheffield United -6 VAR STATS Overturns: 85 Goals: 21 Disallowed: 46 Pens: 15 (7 missed) -overturned: 4 (1 for offside) -retakes: 4 (1 from scored, 3 from missed) Offside goals: 28 Allowed after offside: 7 Handball: 10 Allowed after handball: 2 Reds: 5 -overturned: 3 Cont...https://t.co/UNvAawYOnp— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) March 2, 2020
Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira