Japanski Ólympíuleikaráðherrann segir að það komi vel til greina að færa Ólympíuleikanna í Tókýó til loka ársins vegna Kórónuveirunnar.
Mikið óvissuástand hefur skapast í heiminum vegna útbreiðslu Kórónuveirunnar og fjölda íþróttaviðburða hefur verið frestað eða aflýst. Knattspyrnuleikir á Ítalíu hafa líka farið fram fyrir luktum dyrum. Fjöldasamkomur eins og íþróttamót eða íþróttakappleikir gæti orðið gróðrarstía fyrir Kórónuveirunnar.
Það er því ekkert skrýtið að Japanir hafi miklar áhyggjur af Ólympíuleikum sínum sem eiga að fara fram í Tókýó frá 24. júlí til 9. ágúst í sumar.
Tokyo Olympics could be delayed until the end of the year, says Japan's Olympics ministerhttps://t.co/ysBO42dKQ9
— Telegraph Sport (@TelegraphSport) March 3, 2020
Seiko Hashimoto, Ólympíuleikaráðherra Japans, talaði um það á japanska þinginu í dag, að samningur Japana væri að halda leikana á árinu 2020. Það gæti aftur á móti verið möguleiki á því að seinka þeim til loka ársins.
Samkvæmt þessu þá hafa Japanir leyfi til þess að seinka Ólympíuleikunum svo framarlega sem þeir fari fram á árinu 2020.
Japanir hafa þegar lagt mikla vinnu og eitt gríðarlegum fjárhæðum í undirbúning Ólympíuleikanna sem verða fyrstu sumarólympíuleikar í Japan síðan 1964. Japanar hafa vitað það frá september 2013 að þeir myndu halda leikana í sumar.
Dick Pound, sem er sá sem hefur verið lengst í Alþjóðaólympíunefndinni, talaði um það í síðustu viku að það komi til greina að aflýsa leikunum ef menn hafa ekki náð tökum á útbreiðslu Kórónuveirunnar fyrir loka maímánaðar.
Japan's Olympic minister says the Tokyo 2020 Games could be postponed from the summer until later in the year.
— BBC Sport (@BBCSport) March 3, 2020
Full story