Brúðkaup og tvær jarðarfarir á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. mars 2020 19:15 Um 50 manns koma að sýningunni á einn eða annan hátt í Litla leikhúsinu við Sigtún á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það gengur á ýmsu á sviðinu hjá Leikfélagi Selfoss þessa dagana þar sem trúlofun, brúðkaup, tvær jarðarfarir, endalaus partý og sukk og svínarí kemur meðal annars við sögu. Litla leikhúsið við Sigtún á Selfossi hefur iðað að lífi síðustu vikurnar því þar standa yfir æfingar frá morgni til kvölds á verkinu „Þar sem Djöflaeyjan rís“ eftir Einar Kárason. Um fimmtíu manns taka þátt í sýningunni á einn eða annan hátt, þar af 24 leikarar. Verkið verður frumsýnt föstudagskvöldið 6. mars. „Það er trúlofun, brúðkaup, tvær jarðarfarir, endalaus partý og timburmenn, svall og svínarí, ofbeldi, ástarleikir og allt þarna á milli í verkinu, mikið fjör“, segir Rúnar Guðbrandsson, leikstjóri og bætir við að það sé alveg magnað að ekki stærra leikfélag en á Selfossi, sem byggir allt sitt á áhugafólki í sjálfboðavinnu skuli setja svona stórt og mikið verk á svið. „Já, þetta er alveg magnað leikfélag, ekki bara leikararnir og söngvararnir, heldur bara öll umgjörðin, allt fólkið sem kemur að þessu“, segir Rúnar. Djöflaeyjan verður frumsýnd föstudagskvöldið 6. mars. Uppselt er á frumsýninguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Leikfélag Selfoss er eitt af öflugu áhuga leikfélögum landsins og er alltaf að toppa sig með stærri og stærri verkum enda að gera mjög góða hluti. „Já, við erum sammála því, leikfélagið byggir náttúrulega á gömlum merg, er orðið 60 ára gamalt og við erum með þetta frábæra hús og góðan mannauð og við höfum trygga áhorfendur, þannig að fólk gerir bara ráð fyrir að við séum að gera góða hluti“, segja þær Guðný Lára Gunnarsdóttir, formaður félagsins og Guðfinna Gunnarsdóttir, sem taka þátt í uppfærslu leikritsins. Allir, sem taka þátt í sýningunni eru áhugaleikarar og leggja sitt framlag til félagsins í sjálfboðavinnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Árborg Leikhús Menning Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira
Það gengur á ýmsu á sviðinu hjá Leikfélagi Selfoss þessa dagana þar sem trúlofun, brúðkaup, tvær jarðarfarir, endalaus partý og sukk og svínarí kemur meðal annars við sögu. Litla leikhúsið við Sigtún á Selfossi hefur iðað að lífi síðustu vikurnar því þar standa yfir æfingar frá morgni til kvölds á verkinu „Þar sem Djöflaeyjan rís“ eftir Einar Kárason. Um fimmtíu manns taka þátt í sýningunni á einn eða annan hátt, þar af 24 leikarar. Verkið verður frumsýnt föstudagskvöldið 6. mars. „Það er trúlofun, brúðkaup, tvær jarðarfarir, endalaus partý og timburmenn, svall og svínarí, ofbeldi, ástarleikir og allt þarna á milli í verkinu, mikið fjör“, segir Rúnar Guðbrandsson, leikstjóri og bætir við að það sé alveg magnað að ekki stærra leikfélag en á Selfossi, sem byggir allt sitt á áhugafólki í sjálfboðavinnu skuli setja svona stórt og mikið verk á svið. „Já, þetta er alveg magnað leikfélag, ekki bara leikararnir og söngvararnir, heldur bara öll umgjörðin, allt fólkið sem kemur að þessu“, segir Rúnar. Djöflaeyjan verður frumsýnd föstudagskvöldið 6. mars. Uppselt er á frumsýninguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Leikfélag Selfoss er eitt af öflugu áhuga leikfélögum landsins og er alltaf að toppa sig með stærri og stærri verkum enda að gera mjög góða hluti. „Já, við erum sammála því, leikfélagið byggir náttúrulega á gömlum merg, er orðið 60 ára gamalt og við erum með þetta frábæra hús og góðan mannauð og við höfum trygga áhorfendur, þannig að fólk gerir bara ráð fyrir að við séum að gera góða hluti“, segja þær Guðný Lára Gunnarsdóttir, formaður félagsins og Guðfinna Gunnarsdóttir, sem taka þátt í uppfærslu leikritsins. Allir, sem taka þátt í sýningunni eru áhugaleikarar og leggja sitt framlag til félagsins í sjálfboðavinnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Árborg Leikhús Menning Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira