Farþegar í flugi Icelandair frá Veróna fá hlífðargrímur og áhöfnin í hlífðarbúnaði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. mars 2020 22:15 Hér sést vél Icelandair sem kom með hóp Íslendinga frá Veróna síðastliðinn laugardag. Stöð 2 Farþegar í flugi Icelandair frá Veróna á Ítalíu á laugardaginn munu fá hlífðargrímur til að nota í fluginu. Þá mun áhöfnin nota hlífðarbúnað um borð og fyrst og fremst sinna öryggisskyldum sínum. Þannig verður ekki boðið upp á almenna þjónustu eða sölu á meðan á flugi stendur. Þá eru þeir farþegar sem finna fyrir einkennum sem líkja flensu, svo sem særindum í hálsi, hita eða beinverkjum beðnir um að leita til heilbrigðisyfirvalda í viðkomandi landi og að koma ekki um borð af virðingu við aðra farþega og áhöfn. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Úrval Útsýn sendi á þá viðskiptavini sína sem eru á vegum ferðaskrifstofunnar í skíðaferð í Madonna á Norður-Ítalíu og koma heim með fluginu á laugardag. Alls munu sjötíu manns koma til landsins með fluginu, viðskiptavinir Úrvals Útsýnar og einnig ferðaskrifstofunnar Vita. Að því er fram kom í tíufréttum RÚV í kvöld eru allar fjórar flugfreyjurnar í áhöfninni hjúkrunarfræðingar. Umræddur póstur sem Úrval Útsýn sendi á viðskiptavini sína vegna flugsins á laugardag. Fá grænmetissamloku og vatn þegar gengið er um borð Í póstinum er það staðfest að flugið sé óbreytt en vegna þess að Ítalía er skilgreint sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 hefur verið gripið til ákveðinna ráðstafana í fluginu. Er leiðbeiningum og verkferlum embættis landlæknis fylgt í fluginu að því er segir í pósti Úrvals Útsýnar til farþeganna: „Allir farþegar munu fá grænmetissamloku og vatn um leið og þeir ganga um borð. Ekki verður boðið upp á aðra almenna þjónustu eða sölu á meðan á flugi stendur. Þér er þó heimilt að taka aðrar veitingar með um borð. Við mælum með kaupum á drykkjum á flugvellinum eftir að farið er í gegnum öryggishlið. Áhöfnin mun nota hlífðarbúnað um borð og mun fyrst og fremst sinna öryggisskyldum sínum. Allir farþegar munu fá hlífðargrímur til að nota í fluginu og mælum við með að farþegar komi sjálfir með sótthreinsi/sótthreinsiklúta til að gæta fyllsta hreinlætis á meðan á flugi stendur. Við biðlum til farþega sem finna fyrir flensulíkum einkennum, svo sem særindum í hálsi, hita eða beinverkjum að leita til heilbrigðisyfirvalda í viðkomandi landi og ekki koma um borð af virðingu við aðra farþega og áhöfn. Samkvæmt leiðbeiningum sóttvarnarlæknis, göngum við út frá því að farþegar sem eru einkennalausir séu ekki smitandi,“ segir í póstinum. Flugið til Íslands frá Veróna á laugardag verður afar ólíkt öðrum flugum Icelandair. Biðja um að ekki verði teknar myndir eða myndbönd í fluginu Þá er það áréttað ekki sé gerður greinarmunur á skíðasvæðum innan Ítalíu; þau séu öll skilgreind sem áhættusmitusvæði og því verði nauðsynlegt fyrir alla farþega að fara í heimasóttkví í fjórtán daga við heimkomu. Með fylgja svo leiðbeiningar landlæknis um heimasóttkví sem nálgast má á vefsíðu embættisins. Einnig er því beint til farþega að vera ekki að taka myndir eða myndbönd í fluginu: „Að gefnu tilefni viljum við biðla til allra farþega að taka ekki myndir/myndbönd af öðrum farþegum eða áhöfn í þessu flugi. Við heimkomu verður tekið á móti ykkur og ykkur fylgt í rútu beint í komusal. Þeir farþegar sem eru einkennalausir fá að fara í gegnum fríhöfnina,“ segir að lokum í póstinum. Farþegar eru beðnir um að taka ekki myndir eða myndbönd í fluginu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að gert væri ráð fyrir tölvert miklum sóttvarnarráðstöfum við flugið og einnig á Keflavíkurflugvelli þegar flugið lendir. Þannig verði meiri ráðstafanir á flugvellinum um næstu helgi en voru þar síðastliðinn laugardag þegar flug Icelandair kom frá Veróna. Sautján af þeim 26 sem greinst hafa með veiruna hér á landi voru í því flugi. Víðir sagði hættumatið hafa breyst frá því sem var í gildi síðastliðinn laugardag og því verði tekið á móti fluginu frá Veróna núna um helgina með öðrum hætti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Ítalía Tengdar fréttir Tók þingheim í kennslustund um notkun handspritts „Þetta tók samtals tólf sekúndur,“ sagði Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, um leið og hann hafði lokið sér af við að maka handspritti á hendur sínar í pontu Alþingis. 4. mars 2020 15:49 Telur stjórnvöld draga lappirnar því þeir öldnu eru undir Baldur Hermannsson heldur því fram að yngra fólki þyki ekkert verra þó kvarnist úr hópi eldri borgara. 4. mars 2020 16:36 Átta hinna smituðu voru á skíðum í Ischgl í Austurríki Átta af þeim 26 sem nú hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi voru á skíðum í Ischgl í Austurríki og komu heim á sunnudaginn með vél Icelandair frá Munchen. 4. mars 2020 18:15 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Farþegar í flugi Icelandair frá Veróna á Ítalíu á laugardaginn munu fá hlífðargrímur til að nota í fluginu. Þá mun áhöfnin nota hlífðarbúnað um borð og fyrst og fremst sinna öryggisskyldum sínum. Þannig verður ekki boðið upp á almenna þjónustu eða sölu á meðan á flugi stendur. Þá eru þeir farþegar sem finna fyrir einkennum sem líkja flensu, svo sem særindum í hálsi, hita eða beinverkjum beðnir um að leita til heilbrigðisyfirvalda í viðkomandi landi og að koma ekki um borð af virðingu við aðra farþega og áhöfn. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Úrval Útsýn sendi á þá viðskiptavini sína sem eru á vegum ferðaskrifstofunnar í skíðaferð í Madonna á Norður-Ítalíu og koma heim með fluginu á laugardag. Alls munu sjötíu manns koma til landsins með fluginu, viðskiptavinir Úrvals Útsýnar og einnig ferðaskrifstofunnar Vita. Að því er fram kom í tíufréttum RÚV í kvöld eru allar fjórar flugfreyjurnar í áhöfninni hjúkrunarfræðingar. Umræddur póstur sem Úrval Útsýn sendi á viðskiptavini sína vegna flugsins á laugardag. Fá grænmetissamloku og vatn þegar gengið er um borð Í póstinum er það staðfest að flugið sé óbreytt en vegna þess að Ítalía er skilgreint sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 hefur verið gripið til ákveðinna ráðstafana í fluginu. Er leiðbeiningum og verkferlum embættis landlæknis fylgt í fluginu að því er segir í pósti Úrvals Útsýnar til farþeganna: „Allir farþegar munu fá grænmetissamloku og vatn um leið og þeir ganga um borð. Ekki verður boðið upp á aðra almenna þjónustu eða sölu á meðan á flugi stendur. Þér er þó heimilt að taka aðrar veitingar með um borð. Við mælum með kaupum á drykkjum á flugvellinum eftir að farið er í gegnum öryggishlið. Áhöfnin mun nota hlífðarbúnað um borð og mun fyrst og fremst sinna öryggisskyldum sínum. Allir farþegar munu fá hlífðargrímur til að nota í fluginu og mælum við með að farþegar komi sjálfir með sótthreinsi/sótthreinsiklúta til að gæta fyllsta hreinlætis á meðan á flugi stendur. Við biðlum til farþega sem finna fyrir flensulíkum einkennum, svo sem særindum í hálsi, hita eða beinverkjum að leita til heilbrigðisyfirvalda í viðkomandi landi og ekki koma um borð af virðingu við aðra farþega og áhöfn. Samkvæmt leiðbeiningum sóttvarnarlæknis, göngum við út frá því að farþegar sem eru einkennalausir séu ekki smitandi,“ segir í póstinum. Flugið til Íslands frá Veróna á laugardag verður afar ólíkt öðrum flugum Icelandair. Biðja um að ekki verði teknar myndir eða myndbönd í fluginu Þá er það áréttað ekki sé gerður greinarmunur á skíðasvæðum innan Ítalíu; þau séu öll skilgreind sem áhættusmitusvæði og því verði nauðsynlegt fyrir alla farþega að fara í heimasóttkví í fjórtán daga við heimkomu. Með fylgja svo leiðbeiningar landlæknis um heimasóttkví sem nálgast má á vefsíðu embættisins. Einnig er því beint til farþega að vera ekki að taka myndir eða myndbönd í fluginu: „Að gefnu tilefni viljum við biðla til allra farþega að taka ekki myndir/myndbönd af öðrum farþegum eða áhöfn í þessu flugi. Við heimkomu verður tekið á móti ykkur og ykkur fylgt í rútu beint í komusal. Þeir farþegar sem eru einkennalausir fá að fara í gegnum fríhöfnina,“ segir að lokum í póstinum. Farþegar eru beðnir um að taka ekki myndir eða myndbönd í fluginu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að gert væri ráð fyrir tölvert miklum sóttvarnarráðstöfum við flugið og einnig á Keflavíkurflugvelli þegar flugið lendir. Þannig verði meiri ráðstafanir á flugvellinum um næstu helgi en voru þar síðastliðinn laugardag þegar flug Icelandair kom frá Veróna. Sautján af þeim 26 sem greinst hafa með veiruna hér á landi voru í því flugi. Víðir sagði hættumatið hafa breyst frá því sem var í gildi síðastliðinn laugardag og því verði tekið á móti fluginu frá Veróna núna um helgina með öðrum hætti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Ítalía Tengdar fréttir Tók þingheim í kennslustund um notkun handspritts „Þetta tók samtals tólf sekúndur,“ sagði Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, um leið og hann hafði lokið sér af við að maka handspritti á hendur sínar í pontu Alþingis. 4. mars 2020 15:49 Telur stjórnvöld draga lappirnar því þeir öldnu eru undir Baldur Hermannsson heldur því fram að yngra fólki þyki ekkert verra þó kvarnist úr hópi eldri borgara. 4. mars 2020 16:36 Átta hinna smituðu voru á skíðum í Ischgl í Austurríki Átta af þeim 26 sem nú hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi voru á skíðum í Ischgl í Austurríki og komu heim á sunnudaginn með vél Icelandair frá Munchen. 4. mars 2020 18:15 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Tók þingheim í kennslustund um notkun handspritts „Þetta tók samtals tólf sekúndur,“ sagði Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, um leið og hann hafði lokið sér af við að maka handspritti á hendur sínar í pontu Alþingis. 4. mars 2020 15:49
Telur stjórnvöld draga lappirnar því þeir öldnu eru undir Baldur Hermannsson heldur því fram að yngra fólki þyki ekkert verra þó kvarnist úr hópi eldri borgara. 4. mars 2020 16:36
Átta hinna smituðu voru á skíðum í Ischgl í Austurríki Átta af þeim 26 sem nú hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi voru á skíðum í Ischgl í Austurríki og komu heim á sunnudaginn með vél Icelandair frá Munchen. 4. mars 2020 18:15