Furða sig á fyrirmælum um utanlandsferðir en ætla þó að fylgja þeim Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. mars 2020 15:00 Heilbrigðisstarfsfólk hefur fengið tilmæli um að fara ekki til útlanda meðan hættustig er enn í gildi vegna kórónuveirunnar. Tilmælin bera með sér ákveðinn tvískinnung að þeirra mati. vísir/vilhelm Ellefu félögum innan vébanda Bandalags háskólamanna þykja tilmæli stjórnvalda um að félagsmenn þeirra fresti utanlandsferðum vegna kórónuveirunnar einkennileg en skiljanleg. Þau beri með sér að hinu opinbera þyki umræddar stéttir mikilvægar - en þó ekki nógu mikilvægar til þess að gera við þær kjarasamning, en samningar þeirra hafa verið lausir í tæpt ár. Þrátt fyrir að finnast tilmælin sérstök í þessu ljósi hyggjst félagsmenn fylgja þeim, að sögn framkvæmdastjóra eins félagsins. Í vikunni biðluðu landlæknir, sóttvarnalæknir og almannavarnir til heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem starfa við viðbúnað vegna kórónaveirunnar að fresta utanlandsferðum eftir því sem kostur er. Að sama skapi hefur verið óskað eftir því að félög sem nú þegar eru í verkfallsaðgerðum eða ráðast í vinnustöðvanir á næstu dögum, eins og Efling og BSRB, fresti aðgerðum í ljósi útbreiðslunnar. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna varð við þessum tilmælum í dag og hefur ákveðið að fresta fyrirhuguðum aðgerðum sínum þar til hættustigi vegna kórónuveirunnar hefur verið aflýst. Sjá einnig: Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Félögin ellefu innan BHM, sem sjá má neðst í fréttinni, sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau segja tilmæli stjórnvalda skjóta nokkuð skökku við. Stéttirnar séu greinilega svo mikilvægar að mati hins opinbera að ekki er talið óhætt að leyfa þeim að ferðast til útlanda - en á sama tíma hefur hið opinbera ekki séð sér fært að gera kjarasamninga við þessar stéttir. Þetta beri þannig með sér ákveðinn tvískinnung að mati Önnu Maríu Frímannsdóttur, framkvæmdastjóra Sálfræðingafélags Íslands, eitt umræddra félaga. Frá upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar á þriðjudag.Vísir/vilhelm Hún segir að ákveðið að hafi verið að senda umrædda yfirlýsingu eftir enn einn árangurslausan fundinn með samninganefnd ríkisins í gær. „Enn hafa viðræður um nýja samninga engum árangri skilað. Ganga verður til samninga við félögin án tafar og aflétta þannig því viðbótarálagi á starfsfólk sem óhjákvæmilega fylgir því að vera án kjarasamninga í tæpt ár,“ eins og þar segir. Anna segir að þó svo að félagsmenn furði sig á tilmælunum um að fara ekki til útlanda að óþörfu sýni þeir þessu skilning. Félagsmenn hyggjast því fara að fyrirmælunum en vona um leið að hið opinbera geri sér grein fyrir því að fyrirmælin afhjúpi mikilvægi þessara stétta. Anna segist þannig vona að samningsvilji ríkisvaldsins fari að aukast, hann hafi ekki verið mikill til þessa. Félögin ellefu krefjist þess að fá „alvöru samtal“ við sína viðsemjendur, að hlustað verði á sjónarmið félaganna og komið til móts við kröfur þeirra. BHM-félögin ellefu eru:Dýralæknafélag ÍslandsFélag geislafræðingaFélag íslenskra hljómlistarmannaFélag íslenskra náttúrufræðingaFélag lífeindafræðingaFélagsráðgjafafélag ÍslandsIðjuþjálfafélag ÍslandsKjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðingaLjósmæðrafélag ÍslandsSálfræðingafélag ÍslandsÞroskaþjálfafélag Íslands. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Tengdar fréttir Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57 Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. 5. mars 2020 14:45 LSS frestar verkfalli á meðan hættustig vegna kórónuveiru er í gildi Verkfallsaðgerðir LSS, sem beindust gegn bæði ríkinu og sveitarfélögum, áttu að hefjast 10. mars næstkomandi. 5. mars 2020 10:55 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Sjá meira
Ellefu félögum innan vébanda Bandalags háskólamanna þykja tilmæli stjórnvalda um að félagsmenn þeirra fresti utanlandsferðum vegna kórónuveirunnar einkennileg en skiljanleg. Þau beri með sér að hinu opinbera þyki umræddar stéttir mikilvægar - en þó ekki nógu mikilvægar til þess að gera við þær kjarasamning, en samningar þeirra hafa verið lausir í tæpt ár. Þrátt fyrir að finnast tilmælin sérstök í þessu ljósi hyggjst félagsmenn fylgja þeim, að sögn framkvæmdastjóra eins félagsins. Í vikunni biðluðu landlæknir, sóttvarnalæknir og almannavarnir til heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem starfa við viðbúnað vegna kórónaveirunnar að fresta utanlandsferðum eftir því sem kostur er. Að sama skapi hefur verið óskað eftir því að félög sem nú þegar eru í verkfallsaðgerðum eða ráðast í vinnustöðvanir á næstu dögum, eins og Efling og BSRB, fresti aðgerðum í ljósi útbreiðslunnar. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna varð við þessum tilmælum í dag og hefur ákveðið að fresta fyrirhuguðum aðgerðum sínum þar til hættustigi vegna kórónuveirunnar hefur verið aflýst. Sjá einnig: Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Félögin ellefu innan BHM, sem sjá má neðst í fréttinni, sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau segja tilmæli stjórnvalda skjóta nokkuð skökku við. Stéttirnar séu greinilega svo mikilvægar að mati hins opinbera að ekki er talið óhætt að leyfa þeim að ferðast til útlanda - en á sama tíma hefur hið opinbera ekki séð sér fært að gera kjarasamninga við þessar stéttir. Þetta beri þannig með sér ákveðinn tvískinnung að mati Önnu Maríu Frímannsdóttur, framkvæmdastjóra Sálfræðingafélags Íslands, eitt umræddra félaga. Frá upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar á þriðjudag.Vísir/vilhelm Hún segir að ákveðið að hafi verið að senda umrædda yfirlýsingu eftir enn einn árangurslausan fundinn með samninganefnd ríkisins í gær. „Enn hafa viðræður um nýja samninga engum árangri skilað. Ganga verður til samninga við félögin án tafar og aflétta þannig því viðbótarálagi á starfsfólk sem óhjákvæmilega fylgir því að vera án kjarasamninga í tæpt ár,“ eins og þar segir. Anna segir að þó svo að félagsmenn furði sig á tilmælunum um að fara ekki til útlanda að óþörfu sýni þeir þessu skilning. Félagsmenn hyggjast því fara að fyrirmælunum en vona um leið að hið opinbera geri sér grein fyrir því að fyrirmælin afhjúpi mikilvægi þessara stétta. Anna segist þannig vona að samningsvilji ríkisvaldsins fari að aukast, hann hafi ekki verið mikill til þessa. Félögin ellefu krefjist þess að fá „alvöru samtal“ við sína viðsemjendur, að hlustað verði á sjónarmið félaganna og komið til móts við kröfur þeirra. BHM-félögin ellefu eru:Dýralæknafélag ÍslandsFélag geislafræðingaFélag íslenskra hljómlistarmannaFélag íslenskra náttúrufræðingaFélag lífeindafræðingaFélagsráðgjafafélag ÍslandsIðjuþjálfafélag ÍslandsKjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðingaLjósmæðrafélag ÍslandsSálfræðingafélag ÍslandsÞroskaþjálfafélag Íslands.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Tengdar fréttir Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57 Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. 5. mars 2020 14:45 LSS frestar verkfalli á meðan hættustig vegna kórónuveiru er í gildi Verkfallsaðgerðir LSS, sem beindust gegn bæði ríkinu og sveitarfélögum, áttu að hefjast 10. mars næstkomandi. 5. mars 2020 10:55 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Sjá meira
Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57
Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. 5. mars 2020 14:45
LSS frestar verkfalli á meðan hættustig vegna kórónuveiru er í gildi Verkfallsaðgerðir LSS, sem beindust gegn bæði ríkinu og sveitarfélögum, áttu að hefjast 10. mars næstkomandi. 5. mars 2020 10:55