Gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna! Stella Samúelsdóttir skrifar 8. mars 2020 09:00 Á þessum degi 8. mars er þakklæti efst í huga. Þakklæti í garð þeirra merku kvenna sem börðust ötullega fyrir að setja „róttækar“ hugmyndir á dagskrá líkt og að samningsbinda aðildarríki í gegnum sáttmála til að tryggja konum og stúlkum grundvallarmannréttindi. Fyrir að fá Kvennasáttmála SÞ (CEDAW) samþykktan árið 1979 á allsherjarþingi SÞ og útskýra þar með fyrir valdhöfum aðildarríkja SÞ hvað þeim bæri að gera til að útrýma hvers konar mismunun gagnvart konum og tryggja konum full réttindi og frelsi á jafnréttisgrundvelli við karla. Í ár eru 25 ár liðin frá kvennaráðstefnu SÞ í Peking þar sem merk og framsækin framkvæmdaáætlun í tólf liðum var sett fram um hvernig ríkin geti náð markmiðum kvennasáttmálans. Síðan þá hefur margt áunnist hvað varðar réttindi kvenna á heimsvísu. Má þar nefna að tilfellum mæðradauða hefur fækkað um 38% frá árinu 2000. Lagalegar umbætur sem stuðla að kynjajafnrétti hafa verið gerðar í 131 landi. Í dag eru lög varðandi heimilisofbeldi til staðar í fleiri en 75% landa heimsins og fleiri stúlkur ganga í skóla en nokkru sinni fyrr. En þær framfarir sem hafa átt sér stað eru ekki nóg. Ein af hverjum tíu stúlkum er enn ólæs og óskrifandi. Sótt er að réttindum kvenna hvað varðar kyn- og frjósemisheilbrigði. Gríðarlegt efnahagslegt ójafnrétti ríkir þar sem konur og stúlkur eyða þrefalt meiri tíma og orku en drengir og karlmenn við heimilisstörf. Sú vinna kostar þær jöfn tækifæri til menntunar, á vinnumarkaði og aðgengi að valdastöðum. Breyta þarf viðhorfum, stefnum og lögum þannig að þau stuðli að jafnrétti þegar kemur að skyldum við umönnun barna ásamt því að sjá fjölskyldum fyrir fæðingar- og feðraorlofi. Á sama tíma verðum við að breyta rótgrónum viðhorfum sem stýrast af kvenfyrirlitningu og viðhalda ríkjandi karllægum valdastrúktúr. Við stöndum frammi fyrir mikilvægum áskorunum á næstu árum og því er þýðingarmikið að jafnrétti kynjanna verði að raunveruleika til að við fáum notið krafta og hæfileika kvenna að fullu til að takast á við þau verkefni sem framundan eru. Við erum óþolinmóð en vongóð um að öll sú, oft á tíðum, vanþakkláta vinna sem kvennahreyfingin innir af hendi, muni einn góðan veðurdag skila konum ávinningi og gera þeim kleift að njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. En fram að þeim degi gefum við ekki þumlung eftir í baráttunni. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Stella Samúelsdóttir Mest lesið „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Sjá meira
Á þessum degi 8. mars er þakklæti efst í huga. Þakklæti í garð þeirra merku kvenna sem börðust ötullega fyrir að setja „róttækar“ hugmyndir á dagskrá líkt og að samningsbinda aðildarríki í gegnum sáttmála til að tryggja konum og stúlkum grundvallarmannréttindi. Fyrir að fá Kvennasáttmála SÞ (CEDAW) samþykktan árið 1979 á allsherjarþingi SÞ og útskýra þar með fyrir valdhöfum aðildarríkja SÞ hvað þeim bæri að gera til að útrýma hvers konar mismunun gagnvart konum og tryggja konum full réttindi og frelsi á jafnréttisgrundvelli við karla. Í ár eru 25 ár liðin frá kvennaráðstefnu SÞ í Peking þar sem merk og framsækin framkvæmdaáætlun í tólf liðum var sett fram um hvernig ríkin geti náð markmiðum kvennasáttmálans. Síðan þá hefur margt áunnist hvað varðar réttindi kvenna á heimsvísu. Má þar nefna að tilfellum mæðradauða hefur fækkað um 38% frá árinu 2000. Lagalegar umbætur sem stuðla að kynjajafnrétti hafa verið gerðar í 131 landi. Í dag eru lög varðandi heimilisofbeldi til staðar í fleiri en 75% landa heimsins og fleiri stúlkur ganga í skóla en nokkru sinni fyrr. En þær framfarir sem hafa átt sér stað eru ekki nóg. Ein af hverjum tíu stúlkum er enn ólæs og óskrifandi. Sótt er að réttindum kvenna hvað varðar kyn- og frjósemisheilbrigði. Gríðarlegt efnahagslegt ójafnrétti ríkir þar sem konur og stúlkur eyða þrefalt meiri tíma og orku en drengir og karlmenn við heimilisstörf. Sú vinna kostar þær jöfn tækifæri til menntunar, á vinnumarkaði og aðgengi að valdastöðum. Breyta þarf viðhorfum, stefnum og lögum þannig að þau stuðli að jafnrétti þegar kemur að skyldum við umönnun barna ásamt því að sjá fjölskyldum fyrir fæðingar- og feðraorlofi. Á sama tíma verðum við að breyta rótgrónum viðhorfum sem stýrast af kvenfyrirlitningu og viðhalda ríkjandi karllægum valdastrúktúr. Við stöndum frammi fyrir mikilvægum áskorunum á næstu árum og því er þýðingarmikið að jafnrétti kynjanna verði að raunveruleika til að við fáum notið krafta og hæfileika kvenna að fullu til að takast á við þau verkefni sem framundan eru. Við erum óþolinmóð en vongóð um að öll sú, oft á tíðum, vanþakkláta vinna sem kvennahreyfingin innir af hendi, muni einn góðan veðurdag skila konum ávinningi og gera þeim kleift að njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. En fram að þeim degi gefum við ekki þumlung eftir í baráttunni. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar